Innlent

Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára

Kristján Már Unnarsson skrifar
Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára og framkvæmdir við Öxi og Dynjandisheiði hafist innan tveggja ára, verði verkefnum flýtt með veggjöldum. Þetta er mat Jóns Gunnarssonar formanns þingnefndarinnar sem fjallar um málið.
Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára og framkvæmdir við Öxi og Dynjandisheiði hafist innan tveggja ára, verði verkefnum flýtt með veggjöldum. Þetta er mat Jóns Gunnarssonar formanns þingnefndarinnar sem fjallar um málið. Vísir/Stöð 2
Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára og framkvæmdir við Öxi og Dynjandisheiði hafist innan tveggja ára, verði verkefnum flýtt með veggjöldum. Þetta er mat Jóns Gunnarssonar formanns þingnefndarinnar, sem fjallar um málið, en hann var spurður um þau verkefni sem yrði hraðað í fréttum Stöðvar 2. 

„Við getum séð fyrir okkur að Reykjanesbrautin í gegnum Hafnarfjörð með lokafrágangi innan Hafnarfjarðar geti verið lokið algjörlega á fimm ára áætluninni og jafnvel fyrr.“

Utan Suðvesturlands yrði gerð heilsársvegur um Öxi ofan Berufjarðar en hann styttir leiðina milli Egilsstaða og Reykjavíkur um 71 kílómetra.

„Ef við tölum, til að mynda, um Öxi þar sem vegurinn er svo gott sem fullhannaður og hægt að fara af stað mjög fljótlega að þá hef ég séð það fyrir mér að hann gæti farið af stað mjög fljótlega, 2019 eða 2020,“ segir Jón.

Jón Gunnarsson er starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.Stöð 2/Bjarni Einarsson.
Þá nefnir hann uppbyggingu vegar yfir Dynjandisheiði sem nú er í umhverfismati.

„Þetta þýðir það að við getum farið fyrr af stað þar að mínu mati um leið og umhverfismati lýkur og þá verður Dynjandisheiðin hluti af Dýrafjarðargöngum og þetta ætti ekki að þurfa að draga mjög úr nýtingu þeirra. Það lá fyrir að þetta yrði mun seinna.“

Það á að malbika sveitavegi víða um land.

„Það eru á norðausturhorninu auðvitað vegir sem auðvitað er mjög mikilvægt að bregðast við. Lengstu malarvegir í kerfinu okkar eru í Norðurlandskjördæmi vestra, Borgarfjörður, Húnavatnssýsla og Skógarströndin. Það er líka mikil þörf á þessu í uppsveitum Árnes-og Rangárvallasýslu, sérstaklega kannski Rangárvallasýslu. Þarna leggjum við - í nefndaráliti - alveg sérstaklega áherslu á það að áhrifunum verði beitt í þá átt að við förum í þessa vegi,“ segir Jón Gunnarsson. 

Í hádegisfréttum Bylgjunnar var Jón spurður um þá tortryggni sem gætir í garð hugmynda um veggjöld enda virðist það hafa verið frekar regla en undantekning að slíkir sérskattar séu teknir í annað með svokölluðum bandormi.


Tengdar fréttir

Taka vel í hugmyndir um upptöku veggjalda

Bæjarstjórar Akraness og Árborgar eru jákvæðir gagnvart hugmyndum um veggjöld og telja þær einu leiðina til að fjármagna löngu tímabærar samgönguúrbætur. Fram kom í haust að ekki stæði til að taka upp veggjöld á Reykjanesbraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×