Ekkert smakk og ekkert vesen Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. desember 2018 20:00 Til að losna við millið þá hafa bændur með heimavinnslu stofnað með sér hóp þar sem þeir hitta viðskiptavini á fyrir fram ákveðnum stað og tíma og afhenda þeim vöruna. „Mjög sniðugt“ segir húsmóðir á Selfoss sem keypti jólasteikina með þessari nýju aðferð. Það var ys og þys í verslun Jötuns á Selfossi í gær þegar bændur komu þangað með vörur sínar og viðskiptavinir sóttu. Allt var búið að panta fyrir fram og greiða, engir milliliðir og ekkert vesen. Reko kallast fyrirkomulagið sem er sótt til Finnlands en hugmyndafræði REKO gengur út á að gefa neytendum og bændum tækifæri til að stunda milliliðalaust viðskipti og nýta sér Facebook til þess að kynna vörur sínar og stofna til viðskipta. Stofnaðir hafa verið fjölmargir REKO hópar á Facebook um allt land. „Ég er með brodd og heimagerðan brjóstsykur núna, það verður kannski eitthvað meira næst“, segir Esther Guðjónsdóttir bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi. Sandra þakkar hér Björgvini Þór Harðarsyni, svínabónda í Laxárdal kærlega fyrir viðskiptin enda kom hann með jólasteikina handa henni í poka beint af svínabúinu.„Þetta byggir á milliliðaviðskiptum á milli smáframleiðenda og neytenda. Það er verið að reyna að stytta línuna eins og hægt er og gefa litlum framleiðendum sem hafa ekki bolmagn að afhenda vörur reglulega möguleika á að selja sína vöru beint til neytenda og þá fyrir neytandann um leið og vita nákvæmlega hvaða vörur hann er að fá í hendurnar. Það eru engir milliliðir, engin kostnaður og hvergi auglýst nema bara á Fabebook“, segir Finnbogi Magnússon stjórnarmaður í Reko á Suðurlandi. Bændur voru meðal annars að koma með svínakjöt, nautakjöt og kjúkling í fyrstu afhendingunni og jólaís frá Efsta Dal. „Mér finnst þetta alveg frábært fyrir fólk að geta fengið vörur beint frá bónda, þetta er mjög sniðugt, fólk getur pantað á Facebook og svo bara einn afhendingardagur sem tekur klukkutíma, fólk er búið að panta og borga, þetta er ekkert smakk og ekkert vesen, það er bara verið að afhenda vöruna“, segir Sölvi Arnarsson ferðaþjónustubóndi í Efsta Dal í Bláskógabyggð. Sandra D. Gunnarsdóttir, húsmóðir á Selfossi mætti á staðinn til að sækja jólasteikina sína sem kemur frá svínabúinu í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. „Mér finnst þetta bara mjög sniðugt að geta á svona einfaldan hátt verslað beint við bónda og fengið þetta hérna á svæðið til mín. Það eru engir milliliðir, bara bein viðskipti. Nú fer jólasteikin beint í undirbúning“, segir Sandra, alsæl með nýja Reko fyrirkomulagið. Næsta Reko afhending á Suðurlandi verður laugardaginn 19. janúar 2019. Bláskógabyggð Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Fleiri fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Sjá meira
Til að losna við millið þá hafa bændur með heimavinnslu stofnað með sér hóp þar sem þeir hitta viðskiptavini á fyrir fram ákveðnum stað og tíma og afhenda þeim vöruna. „Mjög sniðugt“ segir húsmóðir á Selfoss sem keypti jólasteikina með þessari nýju aðferð. Það var ys og þys í verslun Jötuns á Selfossi í gær þegar bændur komu þangað með vörur sínar og viðskiptavinir sóttu. Allt var búið að panta fyrir fram og greiða, engir milliliðir og ekkert vesen. Reko kallast fyrirkomulagið sem er sótt til Finnlands en hugmyndafræði REKO gengur út á að gefa neytendum og bændum tækifæri til að stunda milliliðalaust viðskipti og nýta sér Facebook til þess að kynna vörur sínar og stofna til viðskipta. Stofnaðir hafa verið fjölmargir REKO hópar á Facebook um allt land. „Ég er með brodd og heimagerðan brjóstsykur núna, það verður kannski eitthvað meira næst“, segir Esther Guðjónsdóttir bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi. Sandra þakkar hér Björgvini Þór Harðarsyni, svínabónda í Laxárdal kærlega fyrir viðskiptin enda kom hann með jólasteikina handa henni í poka beint af svínabúinu.„Þetta byggir á milliliðaviðskiptum á milli smáframleiðenda og neytenda. Það er verið að reyna að stytta línuna eins og hægt er og gefa litlum framleiðendum sem hafa ekki bolmagn að afhenda vörur reglulega möguleika á að selja sína vöru beint til neytenda og þá fyrir neytandann um leið og vita nákvæmlega hvaða vörur hann er að fá í hendurnar. Það eru engir milliliðir, engin kostnaður og hvergi auglýst nema bara á Fabebook“, segir Finnbogi Magnússon stjórnarmaður í Reko á Suðurlandi. Bændur voru meðal annars að koma með svínakjöt, nautakjöt og kjúkling í fyrstu afhendingunni og jólaís frá Efsta Dal. „Mér finnst þetta alveg frábært fyrir fólk að geta fengið vörur beint frá bónda, þetta er mjög sniðugt, fólk getur pantað á Facebook og svo bara einn afhendingardagur sem tekur klukkutíma, fólk er búið að panta og borga, þetta er ekkert smakk og ekkert vesen, það er bara verið að afhenda vöruna“, segir Sölvi Arnarsson ferðaþjónustubóndi í Efsta Dal í Bláskógabyggð. Sandra D. Gunnarsdóttir, húsmóðir á Selfossi mætti á staðinn til að sækja jólasteikina sína sem kemur frá svínabúinu í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. „Mér finnst þetta bara mjög sniðugt að geta á svona einfaldan hátt verslað beint við bónda og fengið þetta hérna á svæðið til mín. Það eru engir milliliðir, bara bein viðskipti. Nú fer jólasteikin beint í undirbúning“, segir Sandra, alsæl með nýja Reko fyrirkomulagið. Næsta Reko afhending á Suðurlandi verður laugardaginn 19. janúar 2019.
Bláskógabyggð Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Fleiri fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent