Hatrammar nágrannaerjur vegna skötulyktar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. desember 2018 19:30 Alvarlegar nágrannaerjur vegna skötulyktar lenda reglulega á borði Húseigendafélgsins og dæmi eru um að skipta hafi þurft um gólfefni á fjölbýlishúsum vegna óþefs sem liggur í sameign mánuðum saman. Formaður félagsins hvetur fólk til þess að sýna tillitssemi um hátíðarnar. Þrátt fyrir að jólin séu kennd við hátíð ljóss og friðar rísa oft alvarlegar deilur milli nágranna vegna hátíðarhaldanna. Meginorsökum má skipta í tvennt og í öðrum stóra málaflokknum eru deilur vegna of mikillar ljósadýrðar og skreytinga. „Svo eru menn komnir með hljóðkerfi í þetta. Hreindýrin baula og kindur jarma. María mey standandi úti í garði í heilu fjárhúsunum," segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Eðli máls samkvæmt eru jólaskreytingarnar einungis uppi við í skamman tíma og því leysist því oft úr deilunni áður en gripið er til aðgerða. „Það verða engin málaferli út af þessu. Þetta verður nöldur og leiðindi sem birtast kannski í deilum síðar meir um eitthvað annað," segir Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins.Hinn málaflokkurinn sem er stærri og alvarlegri eru deilur vegna skötulyktar. „Í einu húsi hérna við Grettisgötu var soðin skata svo duglega að það angaði öll sameignin fram á vor. Það þurfti að skipta um teppi og mála það upp á nýtt. Þetta er náttúrulega bara hryðjuverkaárás á veslings fólkið og ætti ekki að tíðkast." Íbúar í fjölbýlishúsum þurfi að sýna tillitssemi þar sem til mögulegrar bótaábyrgðar gæti komið. „Ef þú veldur tjóni á sameign með einhverjum hætti, ef þú brýtur og bramlar eða eyðileggur með því að leggja lykt á það. Það er kannski hægt að leggja það að jöfnu," segir Sigurður. Leysist ekki úr deilunni á meirihluti íbúa lokaorðið. „Meirihlutinn getur tekið ákvörðun um að það megi ekki sjóða skötu í húsinu ef það veldur óþægindum eða ónæði. Ef einhver brýtur það bann getur hann unnið sér til einhverrar óhelgi. Það er hægt að krefjast þess að hann flytji brott eða selji íbúð sína, ég tala nú ekki um ef það leggjast einhver önnur brot við," segir Sigurðu. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Alvarlegar nágrannaerjur vegna skötulyktar lenda reglulega á borði Húseigendafélgsins og dæmi eru um að skipta hafi þurft um gólfefni á fjölbýlishúsum vegna óþefs sem liggur í sameign mánuðum saman. Formaður félagsins hvetur fólk til þess að sýna tillitssemi um hátíðarnar. Þrátt fyrir að jólin séu kennd við hátíð ljóss og friðar rísa oft alvarlegar deilur milli nágranna vegna hátíðarhaldanna. Meginorsökum má skipta í tvennt og í öðrum stóra málaflokknum eru deilur vegna of mikillar ljósadýrðar og skreytinga. „Svo eru menn komnir með hljóðkerfi í þetta. Hreindýrin baula og kindur jarma. María mey standandi úti í garði í heilu fjárhúsunum," segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Eðli máls samkvæmt eru jólaskreytingarnar einungis uppi við í skamman tíma og því leysist því oft úr deilunni áður en gripið er til aðgerða. „Það verða engin málaferli út af þessu. Þetta verður nöldur og leiðindi sem birtast kannski í deilum síðar meir um eitthvað annað," segir Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins.Hinn málaflokkurinn sem er stærri og alvarlegri eru deilur vegna skötulyktar. „Í einu húsi hérna við Grettisgötu var soðin skata svo duglega að það angaði öll sameignin fram á vor. Það þurfti að skipta um teppi og mála það upp á nýtt. Þetta er náttúrulega bara hryðjuverkaárás á veslings fólkið og ætti ekki að tíðkast." Íbúar í fjölbýlishúsum þurfi að sýna tillitssemi þar sem til mögulegrar bótaábyrgðar gæti komið. „Ef þú veldur tjóni á sameign með einhverjum hætti, ef þú brýtur og bramlar eða eyðileggur með því að leggja lykt á það. Það er kannski hægt að leggja það að jöfnu," segir Sigurður. Leysist ekki úr deilunni á meirihluti íbúa lokaorðið. „Meirihlutinn getur tekið ákvörðun um að það megi ekki sjóða skötu í húsinu ef það veldur óþægindum eða ónæði. Ef einhver brýtur það bann getur hann unnið sér til einhverrar óhelgi. Það er hægt að krefjast þess að hann flytji brott eða selji íbúð sína, ég tala nú ekki um ef það leggjast einhver önnur brot við," segir Sigurðu.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira