Þetta er ekki sama hraðaupphlaupsveislan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2018 11:00 Óðinn Þór Ríkharðsson. Fréttablaðið/Eyþór Óðinn Þór Ríkharðsson hefur fundið sig vel á sínu fyrsta tímabili með danska úrvalsdeildarliðinu GOG. Hann hefur þurft að venjast öðruvísi leikstíl en þegar hann lék á Íslandi og fær ekki jafn mörg hraðaupphlaup. GOG er í toppbaráttu og stefnan er sett á að vinna titla í vetur. Óðin dreymir um að komast á HM. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk þegar GOG bar sigurorð af Bjerringbro-Silkeborg, 19-24, í dönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Óðinn hefur leikið vel með GOG að undanförnu og var m.a. valinn í lið 16. umferðar dönsku deildarinnar eftir frammistöðu sína í 31-26 sigri á Mors-Thy þar sem hann skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum. GOG hefur leikið vel í vetur og situr í 2. sæti dönsku deildarinnar með 27 stig, einu stigi á eftir toppliði Aalborg. Óðinn kveðst ánægður með hvernig fyrsta tímabilið í atvinnumennsku hefur farið af stað. „Ég er mjög sáttur. Við höfum verið flottir og mér finnst mér hafa gengið vel. Þetta er mjög þægilegt hérna og við erum í toppbaráttu eins og við stefndum að,“ sagði Óðinn í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að GOG og danska deildin hafi staðist sínar væntingar og gott betur. „Algjörlega og umfram það. Deildin er mjög sterk og jafnvel sterkari en ég hélt,“ sagði Óðinn sem lék með FH áður en hann hélt út til Danmerkur. Þegar hornamaðurinn markheppni samdi við GOG talaði hann um að leikstíll liðsins hentaði sér vel. GOG spilaði hratt og á háu tempói og fyrir vikið væru hraðaupphlaupin mörg. Óðinn segir þó að hann fái ekki jafn mörg færi í hraðaupphlaupum og hann gerði hér heima þar sem meirihluti marka hans komu úr hröðum sóknum. Þess í stað fengi hann fleiri færi úr horninu í uppstilltum sóknarleik en hér heima. „Við spilum hratt og það hentar mér vel. En þetta er ekki sama hraðaupphlaupsveislan og á Íslandi. Ég fæ fleiri færi úr horninu en þetta er samt mesta hraðaupphlaupsliðið í dönsku deildinni,“ sagði Óðinn. Hann kveðst ánægður með hvernig gengið hefur að nýta færin sem hann fær í uppstilltum sóknum. Óðinn hefur alls skorað 54 mörk í dönsku deildinni á tímabilinu. Skotnýtingin er 74%. Eins og áður segir er GOG aðeins einu stigi frá toppsæti dönsku deildarinnar. Óðinn segir að liðið stefni hátt. „Aðalmarkmiðið er að vinna titil í vetur og við ætlum að gera það,“ sagði Óðinn. GOG á tvo leiki eftir áður en jóla- og HM-fríið tekur við, einn í deild og einn í bikar. Óðinn var valinn í 28 manna HM-hóp Guðmundar Guðmundssonar. Hann vonast að sjálfsögðu til að vera í 16 manna hópnum sem fer á HM sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. „Ég hef allavega spilað vel og er í góðu liði. Ég vona bara það besta og þetta kemur í ljós. En draumurinn er að komast á HM,“ sagði Óðinn sem er einn þriggja hægri hornamanna í 28 manna hópnum, ásamt Arnóri Þór Gunnarssyni og Sigvalda Guðjónssyni. Tuttugu manna æfingahópur landsliðsins verður tilkynntur á miðvikudaginn. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Óðinn Þór Ríkharðsson hefur fundið sig vel á sínu fyrsta tímabili með danska úrvalsdeildarliðinu GOG. Hann hefur þurft að venjast öðruvísi leikstíl en þegar hann lék á Íslandi og fær ekki jafn mörg hraðaupphlaup. GOG er í toppbaráttu og stefnan er sett á að vinna titla í vetur. Óðin dreymir um að komast á HM. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk þegar GOG bar sigurorð af Bjerringbro-Silkeborg, 19-24, í dönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Óðinn hefur leikið vel með GOG að undanförnu og var m.a. valinn í lið 16. umferðar dönsku deildarinnar eftir frammistöðu sína í 31-26 sigri á Mors-Thy þar sem hann skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum. GOG hefur leikið vel í vetur og situr í 2. sæti dönsku deildarinnar með 27 stig, einu stigi á eftir toppliði Aalborg. Óðinn kveðst ánægður með hvernig fyrsta tímabilið í atvinnumennsku hefur farið af stað. „Ég er mjög sáttur. Við höfum verið flottir og mér finnst mér hafa gengið vel. Þetta er mjög þægilegt hérna og við erum í toppbaráttu eins og við stefndum að,“ sagði Óðinn í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að GOG og danska deildin hafi staðist sínar væntingar og gott betur. „Algjörlega og umfram það. Deildin er mjög sterk og jafnvel sterkari en ég hélt,“ sagði Óðinn sem lék með FH áður en hann hélt út til Danmerkur. Þegar hornamaðurinn markheppni samdi við GOG talaði hann um að leikstíll liðsins hentaði sér vel. GOG spilaði hratt og á háu tempói og fyrir vikið væru hraðaupphlaupin mörg. Óðinn segir þó að hann fái ekki jafn mörg færi í hraðaupphlaupum og hann gerði hér heima þar sem meirihluti marka hans komu úr hröðum sóknum. Þess í stað fengi hann fleiri færi úr horninu í uppstilltum sóknarleik en hér heima. „Við spilum hratt og það hentar mér vel. En þetta er ekki sama hraðaupphlaupsveislan og á Íslandi. Ég fæ fleiri færi úr horninu en þetta er samt mesta hraðaupphlaupsliðið í dönsku deildinni,“ sagði Óðinn. Hann kveðst ánægður með hvernig gengið hefur að nýta færin sem hann fær í uppstilltum sóknum. Óðinn hefur alls skorað 54 mörk í dönsku deildinni á tímabilinu. Skotnýtingin er 74%. Eins og áður segir er GOG aðeins einu stigi frá toppsæti dönsku deildarinnar. Óðinn segir að liðið stefni hátt. „Aðalmarkmiðið er að vinna titil í vetur og við ætlum að gera það,“ sagði Óðinn. GOG á tvo leiki eftir áður en jóla- og HM-fríið tekur við, einn í deild og einn í bikar. Óðinn var valinn í 28 manna HM-hóp Guðmundar Guðmundssonar. Hann vonast að sjálfsögðu til að vera í 16 manna hópnum sem fer á HM sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. „Ég hef allavega spilað vel og er í góðu liði. Ég vona bara það besta og þetta kemur í ljós. En draumurinn er að komast á HM,“ sagði Óðinn sem er einn þriggja hægri hornamanna í 28 manna hópnum, ásamt Arnóri Þór Gunnarssyni og Sigvalda Guðjónssyni. Tuttugu manna æfingahópur landsliðsins verður tilkynntur á miðvikudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða