Sex ára lokun Gömlu Hringbrautar hefur töluverð áhrif á leiðir Strætó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2018 11:46 Á myndinni má sjá þann hluta Gömlu Hringbrautar sem verður lokað vegna framkvæmda. Strætó Í janúar 2019 mun hluti Gömlu Hringbrautar loka í sex ár vegna framkvæmda á nýjum Landspítala. Lokunin mun hafa nokkur áhrif á leiðakerfi Strætó. Þá hækkar gjaldskrá Strætó að meðaltali um tæp fjögur prósent um áramótin. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald verður 470 krónur eftir breytingar en var 460 krónur. Í eigendastefnu Strætó sem samþykkt var í apríl 2013 kemur fram að stefnt skuli að því að fargjaldatekjur standi undir allt að 40% af almennum rekstrarkostnaði Strætó. Í dag standa fargjaldatekjur undir rúmlega 30% af almennum rekstrarkostnaði félagsins.Strætó fer um Barónstíg Leiðir 1, 3 og 6 munu nota nýjan veg á gatnamótaum Gömlu Hringbrautar og Barónsstígs og aka í staðinn inn á Hringbraut. Þetta á við báðar áttir, til og frá Hlemmi. Biðstöðvarnar Landspítalinn og BSÍ sameinast í biðstöðina BSÍ/Landspítalinn. Leiðir 5 og 15 munu aka nýja leið til þess að komast milli Gömlu Hringbrautar og Snorrabrautar. Á leið vestur munu vagnarnir aka frá Hlemmi, inn á Snorrabraut og beygja inn Egilsgötu og Barónsstíg á leið sinni að Gömlu-Hringbraut. Nýjar biðstöðvar á leið vestur í átt frá Hlemm eru : Egilsgata/Barónsstígur, Barónsstígur/Landspítalinn og BSÍ/Landspítalinn. Á leið austur munu leiðirnar beygja inn á Barónsstíg og aka niður Bergþórugötu og inn á Snorrabraut á leið sinni á Hlemm. Nýjar biðstöðvar á leið austur í átt að Hlemm eru: BSÍ/Landspítalinn, Barónsstígur/Landspítalinn og Barónsstígur/Egilsgata.Klippa: Breytingar á leið Strætó vegna nýs LandspítalaStrætó snýr aftur við HörpuLeið 3 mun aka Kalkofnsveg og Sæbraut Í stað þess að aka Hverfisgötu, mun leið 3 aka um Kalkofnsveg og Sæbraut til og frá Hlemmi. Verður þetta í fyrsta sinn í tæp tvö ár sem að Strætó stoppar við Hörpu, en í mars árið 2017 færðust sex strætóleiðir inn á Hverfisgötu vegna framkvæmda á gatnamótum Lækjargötu og Kalkofnsvegar. Nýjar biðstöðvar á leið 3 verða Arnarhóll/Lækjartorg, Harpa, Sæbraut/Vitastígur og Sæbraut/Frakkastígur. Allar biðsstöðvar á Hverfisgötu detta út á leið 3.Leið 14 styttist Á annatímum, seinni part dags lendir leið 14 gjarnan í miklum umferðartöfum og vögnunum gengur illa að halda áætlun. Sumarið 2017 var einum vagni og auka tíma bætt við leiðina í þeirri von að seinkanir myndu minnka. Sú breyting lagaði ástandið aðeins lítillega og meira þurfti til. Í stað þess að leiðin aki um Lækjargötu og Hringbraut til og frá Hlemmi, þá munu vagnarnir aka um Hverfisgötu til og frá Hlemmi. Strætó telur að þessi breyting muni auka áreiðanleika leiðar 14.Tímar breytast á leiðum 28 og 75 -Tímatöflu leiðar 28 verður breytt til að tryggja betri tengingar við Hamraborg og í þeirri von að tímajöfnun minnki í Dalaþingi. -Tímatöflu leiðar 75 verður breytt til þess hún passi betur við tómstundaiðkun ungmenna í Árborg. Árborg Landspítalinn Samgöngur Strætó Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Í janúar 2019 mun hluti Gömlu Hringbrautar loka í sex ár vegna framkvæmda á nýjum Landspítala. Lokunin mun hafa nokkur áhrif á leiðakerfi Strætó. Þá hækkar gjaldskrá Strætó að meðaltali um tæp fjögur prósent um áramótin. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald verður 470 krónur eftir breytingar en var 460 krónur. Í eigendastefnu Strætó sem samþykkt var í apríl 2013 kemur fram að stefnt skuli að því að fargjaldatekjur standi undir allt að 40% af almennum rekstrarkostnaði Strætó. Í dag standa fargjaldatekjur undir rúmlega 30% af almennum rekstrarkostnaði félagsins.Strætó fer um Barónstíg Leiðir 1, 3 og 6 munu nota nýjan veg á gatnamótaum Gömlu Hringbrautar og Barónsstígs og aka í staðinn inn á Hringbraut. Þetta á við báðar áttir, til og frá Hlemmi. Biðstöðvarnar Landspítalinn og BSÍ sameinast í biðstöðina BSÍ/Landspítalinn. Leiðir 5 og 15 munu aka nýja leið til þess að komast milli Gömlu Hringbrautar og Snorrabrautar. Á leið vestur munu vagnarnir aka frá Hlemmi, inn á Snorrabraut og beygja inn Egilsgötu og Barónsstíg á leið sinni að Gömlu-Hringbraut. Nýjar biðstöðvar á leið vestur í átt frá Hlemm eru : Egilsgata/Barónsstígur, Barónsstígur/Landspítalinn og BSÍ/Landspítalinn. Á leið austur munu leiðirnar beygja inn á Barónsstíg og aka niður Bergþórugötu og inn á Snorrabraut á leið sinni á Hlemm. Nýjar biðstöðvar á leið austur í átt að Hlemm eru: BSÍ/Landspítalinn, Barónsstígur/Landspítalinn og Barónsstígur/Egilsgata.Klippa: Breytingar á leið Strætó vegna nýs LandspítalaStrætó snýr aftur við HörpuLeið 3 mun aka Kalkofnsveg og Sæbraut Í stað þess að aka Hverfisgötu, mun leið 3 aka um Kalkofnsveg og Sæbraut til og frá Hlemmi. Verður þetta í fyrsta sinn í tæp tvö ár sem að Strætó stoppar við Hörpu, en í mars árið 2017 færðust sex strætóleiðir inn á Hverfisgötu vegna framkvæmda á gatnamótum Lækjargötu og Kalkofnsvegar. Nýjar biðstöðvar á leið 3 verða Arnarhóll/Lækjartorg, Harpa, Sæbraut/Vitastígur og Sæbraut/Frakkastígur. Allar biðsstöðvar á Hverfisgötu detta út á leið 3.Leið 14 styttist Á annatímum, seinni part dags lendir leið 14 gjarnan í miklum umferðartöfum og vögnunum gengur illa að halda áætlun. Sumarið 2017 var einum vagni og auka tíma bætt við leiðina í þeirri von að seinkanir myndu minnka. Sú breyting lagaði ástandið aðeins lítillega og meira þurfti til. Í stað þess að leiðin aki um Lækjargötu og Hringbraut til og frá Hlemmi, þá munu vagnarnir aka um Hverfisgötu til og frá Hlemmi. Strætó telur að þessi breyting muni auka áreiðanleika leiðar 14.Tímar breytast á leiðum 28 og 75 -Tímatöflu leiðar 28 verður breytt til að tryggja betri tengingar við Hamraborg og í þeirri von að tímajöfnun minnki í Dalaþingi. -Tímatöflu leiðar 75 verður breytt til þess hún passi betur við tómstundaiðkun ungmenna í Árborg.
Árborg Landspítalinn Samgöngur Strætó Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent