Kristján stendur keikur í heimildarmynd þar sem hann er kallaður „hataðasti“ maður Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2018 13:58 Kristján Loftsson gengur svo langt að segja að fjölgun ferðamanna á Íslandi sé hvalveiðum að þakka. YouTube Fjallað er um hvalveiðar Kristjáns Loftssonar í nýrri heimildarmynd sem breska fyrirtækið Journeyman Pictures gefur út. Þar er Kristján sagður „hataðasti maður Íslands“ en myndin ber heitið Iceland´s Most Hated Man: On The Ground In The War On Whaling. Myndin segir frá hvalveiðum Íslendinga sem eru sagðar ögra dýraverndarsinnum um heim allan. Í myndinni segir Kristján hvalveiðar hans vera sjálfbærar og að vísindin séu með honum í liði. Kvikmyndagerðarmaðurinn sem ræðir við Kristján er danskur blaðamaður að nafni Jakob Krogh en hann segir Kristján vera ókrýndan konung hvalveiða á Íslandi.Meðlimur Sea Shepherd fylgist með verkun hvals í Hvalfirði.YouTubeSjónum kvikmyndagerðarmannanna er beint að tveimur meðlimum samtakanna Sea Shepherd sem fylgist með hvalveiðum Kristjáns. „Fólk eins og hann heldur að það geti komist upp með allt. Honum er alveg sama,“ segir Josh Riley, meðlimur Sea Shepherd, í myndinni. Kristján segir í myndinni að þessi dýraverndarsamtök séu afar grimm. „Þau myndu drepa þig ef það kæmi til þess,“ segir Kristján. Hann segir þær þjóðir sem mótmæla hvalveiðum hvað harðast hafa á árum áður veitt hvali og farið flatt á eigin græðgi með ofveiðum. Fjallað er áhyggjur sumra af því að hvalveiðar myndu hafa slæm áhrif á ferðamennsku á Íslandi. Í myndinni kemur fram að frá því hvalveiðar voru leyfðar á ný sé ekki að sjá að þær hafi haft neikvæð áhrif á komur ferðamanna til landsins.Rætt er við Stefán Úlfarsson í myndinni sem rekur 3 Frakka.YouTubeKristján fullyrðir að rekja megi fjölgun ferðamanna hér á landi til hvalveiða. „Fólk er áhugasamt um að koma til Íslands og skoða hvali og smakka hvalkjöt. Það fær það hvergi annars staðar í heiminum. Sumir segja að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Það er eins fáránlegt og það getur orðið.“ Í myndinni er sagt frá því að Sea Shepherd hafi reynt að stöðva Kristján í 32 ár. Árið 1986 var tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. sökkt í Reykjavíkurhöfn en Kristján segir þetta til marks um þau skemmdarverk sem þessi samtök hafa unnið. Þá er rætt við Stefán Úlfarsson sem rekur veitingastaðinn 3 Frakka þar sem boðið er upp á hvalkjöt. Stefán segist hafa orðið fyrir mótmælum úr öllum heimshornum. Veitingastaðurinn selji um tvö tonn af hvalkjöti á ári.Kristján og blaðamaðurinn Jakob Krogh.YouTubeHann segir marga þessa mótmælenda sem senda honum haturspóst ekki vera í tengslum við náttúruna. Dagbjartur Arelíusson bruggar hvalbjór úr Borgarnesi og notast við hvalaeistu. Hann segist hafa fengið fjölda haturspósta þar sem hann er meðal annars spurður hvort hann vilji ekki bara nota eigin eistu við bjórframleiðsluna? Kristján segist ekki óttast dýraverndarsinna sem hafa reynt að stöðva hann. „Þetta eru skræfur og ég mun ekki beygja mig fyrir þeim. Þau bíða eftir því.“ Hann er að lokum spurður hve lengi hann ætli sér að halda hvalveiðum áfram. Svarið er stutt og hnitmiðað: „Að eilífu.“ Hvalveiðar Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Fjallað er um hvalveiðar Kristjáns Loftssonar í nýrri heimildarmynd sem breska fyrirtækið Journeyman Pictures gefur út. Þar er Kristján sagður „hataðasti maður Íslands“ en myndin ber heitið Iceland´s Most Hated Man: On The Ground In The War On Whaling. Myndin segir frá hvalveiðum Íslendinga sem eru sagðar ögra dýraverndarsinnum um heim allan. Í myndinni segir Kristján hvalveiðar hans vera sjálfbærar og að vísindin séu með honum í liði. Kvikmyndagerðarmaðurinn sem ræðir við Kristján er danskur blaðamaður að nafni Jakob Krogh en hann segir Kristján vera ókrýndan konung hvalveiða á Íslandi.Meðlimur Sea Shepherd fylgist með verkun hvals í Hvalfirði.YouTubeSjónum kvikmyndagerðarmannanna er beint að tveimur meðlimum samtakanna Sea Shepherd sem fylgist með hvalveiðum Kristjáns. „Fólk eins og hann heldur að það geti komist upp með allt. Honum er alveg sama,“ segir Josh Riley, meðlimur Sea Shepherd, í myndinni. Kristján segir í myndinni að þessi dýraverndarsamtök séu afar grimm. „Þau myndu drepa þig ef það kæmi til þess,“ segir Kristján. Hann segir þær þjóðir sem mótmæla hvalveiðum hvað harðast hafa á árum áður veitt hvali og farið flatt á eigin græðgi með ofveiðum. Fjallað er áhyggjur sumra af því að hvalveiðar myndu hafa slæm áhrif á ferðamennsku á Íslandi. Í myndinni kemur fram að frá því hvalveiðar voru leyfðar á ný sé ekki að sjá að þær hafi haft neikvæð áhrif á komur ferðamanna til landsins.Rætt er við Stefán Úlfarsson í myndinni sem rekur 3 Frakka.YouTubeKristján fullyrðir að rekja megi fjölgun ferðamanna hér á landi til hvalveiða. „Fólk er áhugasamt um að koma til Íslands og skoða hvali og smakka hvalkjöt. Það fær það hvergi annars staðar í heiminum. Sumir segja að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Það er eins fáránlegt og það getur orðið.“ Í myndinni er sagt frá því að Sea Shepherd hafi reynt að stöðva Kristján í 32 ár. Árið 1986 var tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. sökkt í Reykjavíkurhöfn en Kristján segir þetta til marks um þau skemmdarverk sem þessi samtök hafa unnið. Þá er rætt við Stefán Úlfarsson sem rekur veitingastaðinn 3 Frakka þar sem boðið er upp á hvalkjöt. Stefán segist hafa orðið fyrir mótmælum úr öllum heimshornum. Veitingastaðurinn selji um tvö tonn af hvalkjöti á ári.Kristján og blaðamaðurinn Jakob Krogh.YouTubeHann segir marga þessa mótmælenda sem senda honum haturspóst ekki vera í tengslum við náttúruna. Dagbjartur Arelíusson bruggar hvalbjór úr Borgarnesi og notast við hvalaeistu. Hann segist hafa fengið fjölda haturspósta þar sem hann er meðal annars spurður hvort hann vilji ekki bara nota eigin eistu við bjórframleiðsluna? Kristján segist ekki óttast dýraverndarsinna sem hafa reynt að stöðva hann. „Þetta eru skræfur og ég mun ekki beygja mig fyrir þeim. Þau bíða eftir því.“ Hann er að lokum spurður hve lengi hann ætli sér að halda hvalveiðum áfram. Svarið er stutt og hnitmiðað: „Að eilífu.“
Hvalveiðar Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira