Inga Lísa er fjölkær: Gaf hverjum maka tvo daga í viku Stefán Árni Pálsson skrifar 17. desember 2018 16:00 Uppfært: 21:45 Innslaginu hefur verið bætt við hér að ofan. „Þetta getur orðið rosalega flókið net af fólki sem tengist allt í gegnum eina eða tvær manneskjur. Stundum ertu í sambandi með tveimur manneskjum og þau eru líka í sambandi, þá er þetta þríhyrningur,“ segir Inga Lísa Hansen. Hún og unnustinn hennar, Már Jóhann Löve, eru fjölkær. Það þýðir að þau geta verið ástfangin af og í sambandi með meira en einni manneskju í einu. Akureyringurinn Inga Lísa ræddi málið í útvarpsviðtali á K100 á dögunum, en þar kom fram að þegar mest lét átti hún þrjá maka á sama tíma. Í samtali við Ísland í dag á Stöð 2 kveðst hún aðeins hafa verið sautján ára þegar hún uppgötvaði að hún væri fjölkær.Fannst þetta nokkuð góð hugmynd „Ég uppgötva það þegar ég kynntist vini mínum á Akureyri sem er giftur öðrum manni. Hann semsagt byrjar að ræða við mig um þetta, þeim líst rosalega vel á mig og við erum búin að vera góðir vinir, hvort að ég hefði áhuga á að vera í sambandi með þeim á sama tíma. Hann tekur sér tíma í að útskýra fyrir mér í hverju það felst, allt samþykki, hvernig það væri ef við værum afbrýðisöm eða eitthvað svoleiðis. Ég hugsaði bara að það væri nokkuð góð hugmynd, af hverju ekki,“ segir Inga Lísa. Hún ákvað að slá til og taldi að hún yrði bara reynslunni ríkari fyrir vikið. Fljótt fann hún hins vegar að þetta væri meira en bara góð hugmynd. „Svo komst ég bara að því að þetta er nánast í rauninni nauðsyn fyrir mig í dag.“Gaf hverjum maka tvo daga í viku Hún var í einu sambandi allt frá september 2011 fram í apríl 2016, á sama tíma var hún hins vegar með tveimur öðrum körlum frá 2013 til 2014 og átti auk þess kærustu frá nóvember 2015 fram í febrúar 2016, en sú var ekki fjölkær sjálf. Mánuði fyrir þau sambandsslit, í janúar 2016, byrjaði Inga Lísa með núverandi unnusta sínum. Hún þurfti því skiljanlega að koma ákveðnu kerfi á samskiptin. „Þá reyndi ég að skipta því svolítið á milli bara, ég gaf þeim alltaf tvo daga, tvo daga og tvo daga. Svo átti ég einn dag fyrir mig.“ Í dag eru þau Már hins vegar trúlofuð og búa með tveimur fallegum læðum í íbúð í Efra-Breiðholti. Þrátt fyrir að vera aðeins tvö í sambandinu eins og stendur segjast þau bæði opin fyrir því að fleiri bætist við. Rætt verður við þau Ingu Lísu og Má í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Ísland í dag Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Uppfært: 21:45 Innslaginu hefur verið bætt við hér að ofan. „Þetta getur orðið rosalega flókið net af fólki sem tengist allt í gegnum eina eða tvær manneskjur. Stundum ertu í sambandi með tveimur manneskjum og þau eru líka í sambandi, þá er þetta þríhyrningur,“ segir Inga Lísa Hansen. Hún og unnustinn hennar, Már Jóhann Löve, eru fjölkær. Það þýðir að þau geta verið ástfangin af og í sambandi með meira en einni manneskju í einu. Akureyringurinn Inga Lísa ræddi málið í útvarpsviðtali á K100 á dögunum, en þar kom fram að þegar mest lét átti hún þrjá maka á sama tíma. Í samtali við Ísland í dag á Stöð 2 kveðst hún aðeins hafa verið sautján ára þegar hún uppgötvaði að hún væri fjölkær.Fannst þetta nokkuð góð hugmynd „Ég uppgötva það þegar ég kynntist vini mínum á Akureyri sem er giftur öðrum manni. Hann semsagt byrjar að ræða við mig um þetta, þeim líst rosalega vel á mig og við erum búin að vera góðir vinir, hvort að ég hefði áhuga á að vera í sambandi með þeim á sama tíma. Hann tekur sér tíma í að útskýra fyrir mér í hverju það felst, allt samþykki, hvernig það væri ef við værum afbrýðisöm eða eitthvað svoleiðis. Ég hugsaði bara að það væri nokkuð góð hugmynd, af hverju ekki,“ segir Inga Lísa. Hún ákvað að slá til og taldi að hún yrði bara reynslunni ríkari fyrir vikið. Fljótt fann hún hins vegar að þetta væri meira en bara góð hugmynd. „Svo komst ég bara að því að þetta er nánast í rauninni nauðsyn fyrir mig í dag.“Gaf hverjum maka tvo daga í viku Hún var í einu sambandi allt frá september 2011 fram í apríl 2016, á sama tíma var hún hins vegar með tveimur öðrum körlum frá 2013 til 2014 og átti auk þess kærustu frá nóvember 2015 fram í febrúar 2016, en sú var ekki fjölkær sjálf. Mánuði fyrir þau sambandsslit, í janúar 2016, byrjaði Inga Lísa með núverandi unnusta sínum. Hún þurfti því skiljanlega að koma ákveðnu kerfi á samskiptin. „Þá reyndi ég að skipta því svolítið á milli bara, ég gaf þeim alltaf tvo daga, tvo daga og tvo daga. Svo átti ég einn dag fyrir mig.“ Í dag eru þau Már hins vegar trúlofuð og búa með tveimur fallegum læðum í íbúð í Efra-Breiðholti. Þrátt fyrir að vera aðeins tvö í sambandinu eins og stendur segjast þau bæði opin fyrir því að fleiri bætist við. Rætt verður við þau Ingu Lísu og Má í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Ísland í dag Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira