Forseti Alþingis sáttur við haustþingið Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2018 08:00 Alþingismenn lögðu fram 239 fyrirspurnir til ráðherra á haustþingi. Tæplega helmingnum, eða 103, hefur enn ekki verið svarað. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari 149. þing Alþingis var sett annan þriðjudag í septembermánuði. 45 þingfundardögum seinna er þing farið í frí á nýjan leik og kemur ekki saman fyrr en 21. janúar á næsta ári. Alls var fundað á Alþingi Íslendinga í 290 klukkustundir, eða sem samsvarar um 36 vinnudögum. Á þessum 290 klukkustundum voru lögð fram 144 lagafrumvörp í þinginu. 56 þeirra komu frá ríkisstjórn en 88 frumvörp komu frá óbreyttum þingmönnum, formönnum fastanefnda þingsins eða þingnefndum í heild. Á þessum 45 þingfundardögum voru 37 lagafrumvörp samþykkt í þinginu. Aðeins fjögur þingmannamál voru samþykkt, þar af tvö frá forseta þingsins og forsætisráðherra. Aðeins Silja Dögg Gunnarsdóttir og Birgir Ármannsson fengu sín frumvörp fram. Birgir um starfsmenn þingflokka og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka og Silja Dögg um barnalífeyri. „Við lögðum upp með að standa við starfsáætlun þingsins og það tókst. Það hefur sjaldnast tekist hin síðari ár. Einnig verður að hafa í huga að aldrei stóð þingfundur lengur en til miðnættis og það er líka ánægjuleg nýlunda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins. „Einnig einsettum við okkur það markmið að málaskrá ráðherra myndi standast. Með því var hægt að raða málum lengra fram í tímann og þingmenn gátu því skipulagt tíma sinn betur. Því erum við mjög ánægð með hvernig til tókst.“ Önnur frumvörp óbreyttra þingmanna bíða annars vegar fyrstu umræðu í þingi eða sitja í nefndum þingsins. Eins og tíðkast mun aðeins brotabrot þessara mála koma fyrir þingið aftur til annarrar umræðu en önnur daga uppi í nefndum. Í samtölum við þingmenn undanfarna daga má merkja nokkurn létti með að vera komnir í langt jólafrí fjarri Austurvelli og þingsölunum. Starfsandinn síðustu daga eftir uppljóstrunina á Klaustri hefur að margra mati varpað svo ljótum skugga á þingið að menn hafi átt erfitt með að starfa innan þess. Þingmenn hafa sem aldrei fyrr verið iðnir við fyrirspurnir til ráðherra. Hafa 239 fyrirspurnir verið lagðar fram til svars. Af þessum fjölda hefur 15 verið svarað munnlega og 120 skriflega. Ein fyrirspurn var afturkölluð og því bíða nú 103 fyrirspurnir eftir því að vera svarað efnislega af ráðherrum í ríkisstjórn. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur verið duglegastur við fyrirspurnaskrifin og hefur sent frá sér rúmlega 30 fyrirspurnir á haustþinginu. Hér áður fyrr tíðkuðust svokallaðar utandagskrárumræður um hin og þessi mál sem þingmenn töldu brýnt að ræða. Þessi dagskrárliður hefur undanfarin ár kallast Sérstakar umræður og áttu 18 slíkar umræður sér stað á þessum 45 þingfundardögum, allt frá umræðum um stöðu iðnnáms til eignarhalds á bújörðum. 94 þingsályktunartillögur báurst þinginu og aðeins níu þeirra voru samþykktar á þinginu. Langflestar þeirra komu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar. 53 bíða enn umræðu, langflestar frá óbreyttum þingmönnum í þingsal. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Sjá meira
149. þing Alþingis var sett annan þriðjudag í septembermánuði. 45 þingfundardögum seinna er þing farið í frí á nýjan leik og kemur ekki saman fyrr en 21. janúar á næsta ári. Alls var fundað á Alþingi Íslendinga í 290 klukkustundir, eða sem samsvarar um 36 vinnudögum. Á þessum 290 klukkustundum voru lögð fram 144 lagafrumvörp í þinginu. 56 þeirra komu frá ríkisstjórn en 88 frumvörp komu frá óbreyttum þingmönnum, formönnum fastanefnda þingsins eða þingnefndum í heild. Á þessum 45 þingfundardögum voru 37 lagafrumvörp samþykkt í þinginu. Aðeins fjögur þingmannamál voru samþykkt, þar af tvö frá forseta þingsins og forsætisráðherra. Aðeins Silja Dögg Gunnarsdóttir og Birgir Ármannsson fengu sín frumvörp fram. Birgir um starfsmenn þingflokka og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka og Silja Dögg um barnalífeyri. „Við lögðum upp með að standa við starfsáætlun þingsins og það tókst. Það hefur sjaldnast tekist hin síðari ár. Einnig verður að hafa í huga að aldrei stóð þingfundur lengur en til miðnættis og það er líka ánægjuleg nýlunda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins. „Einnig einsettum við okkur það markmið að málaskrá ráðherra myndi standast. Með því var hægt að raða málum lengra fram í tímann og þingmenn gátu því skipulagt tíma sinn betur. Því erum við mjög ánægð með hvernig til tókst.“ Önnur frumvörp óbreyttra þingmanna bíða annars vegar fyrstu umræðu í þingi eða sitja í nefndum þingsins. Eins og tíðkast mun aðeins brotabrot þessara mála koma fyrir þingið aftur til annarrar umræðu en önnur daga uppi í nefndum. Í samtölum við þingmenn undanfarna daga má merkja nokkurn létti með að vera komnir í langt jólafrí fjarri Austurvelli og þingsölunum. Starfsandinn síðustu daga eftir uppljóstrunina á Klaustri hefur að margra mati varpað svo ljótum skugga á þingið að menn hafi átt erfitt með að starfa innan þess. Þingmenn hafa sem aldrei fyrr verið iðnir við fyrirspurnir til ráðherra. Hafa 239 fyrirspurnir verið lagðar fram til svars. Af þessum fjölda hefur 15 verið svarað munnlega og 120 skriflega. Ein fyrirspurn var afturkölluð og því bíða nú 103 fyrirspurnir eftir því að vera svarað efnislega af ráðherrum í ríkisstjórn. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur verið duglegastur við fyrirspurnaskrifin og hefur sent frá sér rúmlega 30 fyrirspurnir á haustþinginu. Hér áður fyrr tíðkuðust svokallaðar utandagskrárumræður um hin og þessi mál sem þingmenn töldu brýnt að ræða. Þessi dagskrárliður hefur undanfarin ár kallast Sérstakar umræður og áttu 18 slíkar umræður sér stað á þessum 45 þingfundardögum, allt frá umræðum um stöðu iðnnáms til eignarhalds á bújörðum. 94 þingsályktunartillögur báurst þinginu og aðeins níu þeirra voru samþykktar á þinginu. Langflestar þeirra komu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar. 53 bíða enn umræðu, langflestar frá óbreyttum þingmönnum í þingsal.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Sjá meira