Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2018 07:40 Konurnar höfðu búið sér næturstað í hlíð fjallsins Toubkal í grennd við bæinn Imlil. Getty Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. Greint er frá því í norskum fjölmiðlum að þær hafi verið myrtar á hrottafenginn hátt. Í frétt norska dagblaðsins VG segir að konurnar hafi fundist í grennd við bæinn Imlil en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakech. Konurnar, sem báðar voru á þrítugsaldri, voru á bakpokaferðalagi um Marokkó þegar þær voru myrtar. Samkvæmt frétt Norska ríkisútvarpsins NRK var norska konan 28 ára en sú danska 24 ára. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra á mánudagsmorgun en þær höfðu búið sér næturstað í fjallinu. VG hefur bæði eftir marokkóskum fjölmiðlum og eigin heimildarmönnum að konurnar hafi verið myrtar á hrottafenginn hátt. Talið er að hníf eða annars konar eggvopni hafi verið beitt við morðið. Norski miðillinn TV2 greinir jafnframt frá því að áverkar hafi verið á hálsi kvennanna. Mikill viðbúnaður lögreglu er nú á vettvangi og hefur hann verið girtur af. Þá hefur gönguferðum á svæðinu verið aflýst og rannsóknarteymi frá höfuðborginni Rabat sent á vettvang. Í frétt VG er haft eftir íbúa á svæðinu að samfélagið sé í áfalli, enda hafi svona nokkuð aldrei hent áður á þessum slóðum. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. Greint er frá því í norskum fjölmiðlum að þær hafi verið myrtar á hrottafenginn hátt. Í frétt norska dagblaðsins VG segir að konurnar hafi fundist í grennd við bæinn Imlil en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakech. Konurnar, sem báðar voru á þrítugsaldri, voru á bakpokaferðalagi um Marokkó þegar þær voru myrtar. Samkvæmt frétt Norska ríkisútvarpsins NRK var norska konan 28 ára en sú danska 24 ára. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra á mánudagsmorgun en þær höfðu búið sér næturstað í fjallinu. VG hefur bæði eftir marokkóskum fjölmiðlum og eigin heimildarmönnum að konurnar hafi verið myrtar á hrottafenginn hátt. Talið er að hníf eða annars konar eggvopni hafi verið beitt við morðið. Norski miðillinn TV2 greinir jafnframt frá því að áverkar hafi verið á hálsi kvennanna. Mikill viðbúnaður lögreglu er nú á vettvangi og hefur hann verið girtur af. Þá hefur gönguferðum á svæðinu verið aflýst og rannsóknarteymi frá höfuðborginni Rabat sent á vettvang. Í frétt VG er haft eftir íbúa á svæðinu að samfélagið sé í áfalli, enda hafi svona nokkuð aldrei hent áður á þessum slóðum. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið.
Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira