Innlent

Skjálftahrina í Herðubreið

Birgir Olgeirsson skrifar
Herðubreið er oft nefnd drottning íslenskra fjalla.
Herðubreið er oft nefnd drottning íslenskra fjalla. Vísir/Vilhelm
Skjálftahrina stendur nú yfir við fjallið Herðubreið sem er norðan Vatnajökuls. Hrinan hófst klukkan 10:20 í morgun en á fimmta tug skjálfta hafa mælst á því tímabili. Fimm skjálftar hafa mælst sem eru 2 að stærð en sá stærsti var 2,3 að stærð.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er þessi myndarlega skjálftahrina ekki rénun. Er um að ræða þekkt skjálftasvæði og þessari hrinu fylgir enginn gosórói. 

Herðubreið er 1.682 metra hátt móbergsfjall í Ódáðahrauni norðan Vatnajökuls og oft nefnd drottning íslenskra fjalla.

Á Vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að Herðubreið sé eldstöð sem myndaðist að öllum líkindum í einu stöku eldgosi. Er Herðubreið yfirleitt tekin sem dæmi um eldstöð sem gýs aðeins einu sinni en svo aldrei aftur og er því ekki litið á hana sem lifandi eða virka eldstöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×