Loksins ný landgræðslulög Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 19. desember 2018 07:00 Ný heildarlög um landgræðslu voru samþykkt á Alþingi í seinustu viku og marka tímamót. Þau leysa af hólmi löggjöf sem var orðin 53 ára gömul og margoft hafði verið reynt að endurskoða. Ánægjulegt er að breytingar hafi loksins náð í gegn. Í nýju lögunum er tryggð aukin vernd og sjálfbær nýting jarðvegs og gróðurs og endurheimt vistkerfa. Þetta er afar mikilvægt. Sjálfbær landnýting er leiðarstef í lögunum og til að stuðla að henni er kveðið á um reglulegt mat á ástandi lands og árangri landgræðslustarfsins, að sett skuli viðmið um sjálfbæra landnýtingu og að unnin skuli áætlun um úrbætur þar sem landnýting er ekki sjálfbær. Ákvörðun ítölu í beitiland skal nú taka mið af leiðbeiningum og viðmiðum um sjálfbæra landnýtingu sem sett eru samkvæmt landgræðslulögum. Einnig er í nýju lögunum ákvæði um að sérstaka aðgát skuli sýna til að lágmarka rask á gróðri og jarðvegi og að leitast skuli við að bæta fyrir það með endurheimt sambærilegra vistkerfa.Aukin þátttaka almennings Verulegar breytingar hafa orðið á löggjöf og alþjóðasamningum á sviði umhverfismála síðan fyrri lögin voru sett árið 1965, ekki síst hvað varðar aðkomu og þátttöku almennings og er þeim nýju ætlað að mæta því. Ný lög um náttúruvernd, skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum hafa tekið gildi, auk þess sem Ísland hefur gerst aðili að alþjóðasamningum eins og Loftslagssáttmálanum, samningi um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og samningi um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Nýju lögin hafa að markmiði að auka þátttöku almennings og hagsmunaaðila í landgræðslustarfinu. Þau kveða m.a. á um gerð landgræðsluáætlunar og svæðisáætlana sem unnar verða í víðtæku samráði. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að fyrstu lög um landgræðslu – sem þá hét sandgræðsla – voru sett árið 1907. Lögin sem nú hafa verið samþykkt marka vatnaskil í afar mikilvægum málaflokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Ný heildarlög um landgræðslu voru samþykkt á Alþingi í seinustu viku og marka tímamót. Þau leysa af hólmi löggjöf sem var orðin 53 ára gömul og margoft hafði verið reynt að endurskoða. Ánægjulegt er að breytingar hafi loksins náð í gegn. Í nýju lögunum er tryggð aukin vernd og sjálfbær nýting jarðvegs og gróðurs og endurheimt vistkerfa. Þetta er afar mikilvægt. Sjálfbær landnýting er leiðarstef í lögunum og til að stuðla að henni er kveðið á um reglulegt mat á ástandi lands og árangri landgræðslustarfsins, að sett skuli viðmið um sjálfbæra landnýtingu og að unnin skuli áætlun um úrbætur þar sem landnýting er ekki sjálfbær. Ákvörðun ítölu í beitiland skal nú taka mið af leiðbeiningum og viðmiðum um sjálfbæra landnýtingu sem sett eru samkvæmt landgræðslulögum. Einnig er í nýju lögunum ákvæði um að sérstaka aðgát skuli sýna til að lágmarka rask á gróðri og jarðvegi og að leitast skuli við að bæta fyrir það með endurheimt sambærilegra vistkerfa.Aukin þátttaka almennings Verulegar breytingar hafa orðið á löggjöf og alþjóðasamningum á sviði umhverfismála síðan fyrri lögin voru sett árið 1965, ekki síst hvað varðar aðkomu og þátttöku almennings og er þeim nýju ætlað að mæta því. Ný lög um náttúruvernd, skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum hafa tekið gildi, auk þess sem Ísland hefur gerst aðili að alþjóðasamningum eins og Loftslagssáttmálanum, samningi um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og samningi um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Nýju lögin hafa að markmiði að auka þátttöku almennings og hagsmunaaðila í landgræðslustarfinu. Þau kveða m.a. á um gerð landgræðsluáætlunar og svæðisáætlana sem unnar verða í víðtæku samráði. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að fyrstu lög um landgræðslu – sem þá hét sandgræðsla – voru sett árið 1907. Lögin sem nú hafa verið samþykkt marka vatnaskil í afar mikilvægum málaflokki.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun