Ljúfar sigurstundir í krefjandi rekstri 19. desember 2018 09:00 Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Björn Einarsson, formaður knattspyrnufélagsins Víkings, var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen árið 2006 og innleiddi nýja stefnu sem fól í sér meiri áherslu á að byggja upp fyrirtækið að alþjóðlegri fyrirmynd. Umsvifin jukust jafnt og þétt á næstu árum.Hver eru þín helstu áhugamál? Fjölskyldan og fjölskyldulífið á hug minn allan og tíma. Þrír af fimm drengjunum eru fjögurra ára og yngri og þeir stýra tímanum oft eins og herforingjar. Þá er ég formaður Knattspyrnufélagsins Víkings en þar hef ég starfað í þágu félagsins sleitulaust í um 12 ár og fer mikið af mínum tíma í vinnu fyrir félagið. Víkingur stendur hjarta mínu mjög nærri og velferð félagsins skiptir mig öllu máli. Rekstur og fjármögnun íþróttafélaga á Íslandi í dag er sérstaklega krefjandi þar sem mikið reynir á en svo koma ljúfar sigurstundir og framfarir í alls kyns myndum fyrir félagið sem gefur auka orku. Þegar um hægist í fjölskyldulífinu og meiri tími verður til staðar langar mig að efla golfkunnáttuna mína og golfgrunninn, sem þó er til staðar, með konunni minni.Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna um 6.00 með yngsta syni mínum. Við slökum síðan á feðgarnir yfir Bessa og félögum í Hvolpasveit, auk þess sem ég næ oft mikilvægum tíma til að svara tölvupóstum þar til tvíburasynir mínir fjögurra ára og fjölskyldan kemst á ról. Þá hefst mikið skipulag, að klæða herinn og skutla í leikskólann. Ávallt banani á leið til vinnu.Hver er bókin sem þú ert að lesa eða last síðast? Tumi fer til tannlæknis er síðasta bókin sem ég las. Hef lesið hana ansi oft á árinu. Annars er frekar lítill tími sem fer í yndislestur en fyrir mig sjálfan þá er það núna bókin 300 stærstu sem var að koma út.Hvað er það skemmtilegasta við starfið? Fjölbreytileikinn, kappið, tækifærin og áskoranirnar. Að virkja hin miklu tækifæri sem TVG-Zimsen hefur.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? Tryggja og passa upp á liðsheild TVG-Zimsen hvern dag – liðsheildin er svo grunnurinn sem virkjar tækifærin og býr til alla sigra og styrk TVG-Zimsen.Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu í dag? Rekstrarumhverfið okkar er mjög gott og mjög spennandi en engu að síður er gríðarlega mikilvægt að hafa sterka yfirsýn yfir sífellt meira krefjandi kostnaðarumhverfi og ákveðna kostnaðarliði sem eru vaxandi.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í rekstrarumhverfinu á komandi árum? Stóraukin netverslun sem við sjáum að er að vaxa mjög hratt á stuttum tíma hér á landi og mun ekki einungis hafa áhrif á okkar rekstrarumhverfi heldur allt samfélagið. Við hjá TVG-Zimsen höfum tekið mikilvægt frumkvæði til að búa til flutningslausnir sem eru sérsniðnar að þessari hröðu og mikilvægu þróun á okkar markaði. Það eru mjög spennandi tímar fram undan og stór tækifæri á flutningamiðlunarmarkaðinum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Björn Einarsson, formaður knattspyrnufélagsins Víkings, var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen árið 2006 og innleiddi nýja stefnu sem fól í sér meiri áherslu á að byggja upp fyrirtækið að alþjóðlegri fyrirmynd. Umsvifin jukust jafnt og þétt á næstu árum.Hver eru þín helstu áhugamál? Fjölskyldan og fjölskyldulífið á hug minn allan og tíma. Þrír af fimm drengjunum eru fjögurra ára og yngri og þeir stýra tímanum oft eins og herforingjar. Þá er ég formaður Knattspyrnufélagsins Víkings en þar hef ég starfað í þágu félagsins sleitulaust í um 12 ár og fer mikið af mínum tíma í vinnu fyrir félagið. Víkingur stendur hjarta mínu mjög nærri og velferð félagsins skiptir mig öllu máli. Rekstur og fjármögnun íþróttafélaga á Íslandi í dag er sérstaklega krefjandi þar sem mikið reynir á en svo koma ljúfar sigurstundir og framfarir í alls kyns myndum fyrir félagið sem gefur auka orku. Þegar um hægist í fjölskyldulífinu og meiri tími verður til staðar langar mig að efla golfkunnáttuna mína og golfgrunninn, sem þó er til staðar, með konunni minni.Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna um 6.00 með yngsta syni mínum. Við slökum síðan á feðgarnir yfir Bessa og félögum í Hvolpasveit, auk þess sem ég næ oft mikilvægum tíma til að svara tölvupóstum þar til tvíburasynir mínir fjögurra ára og fjölskyldan kemst á ról. Þá hefst mikið skipulag, að klæða herinn og skutla í leikskólann. Ávallt banani á leið til vinnu.Hver er bókin sem þú ert að lesa eða last síðast? Tumi fer til tannlæknis er síðasta bókin sem ég las. Hef lesið hana ansi oft á árinu. Annars er frekar lítill tími sem fer í yndislestur en fyrir mig sjálfan þá er það núna bókin 300 stærstu sem var að koma út.Hvað er það skemmtilegasta við starfið? Fjölbreytileikinn, kappið, tækifærin og áskoranirnar. Að virkja hin miklu tækifæri sem TVG-Zimsen hefur.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? Tryggja og passa upp á liðsheild TVG-Zimsen hvern dag – liðsheildin er svo grunnurinn sem virkjar tækifærin og býr til alla sigra og styrk TVG-Zimsen.Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu í dag? Rekstrarumhverfið okkar er mjög gott og mjög spennandi en engu að síður er gríðarlega mikilvægt að hafa sterka yfirsýn yfir sífellt meira krefjandi kostnaðarumhverfi og ákveðna kostnaðarliði sem eru vaxandi.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í rekstrarumhverfinu á komandi árum? Stóraukin netverslun sem við sjáum að er að vaxa mjög hratt á stuttum tíma hér á landi og mun ekki einungis hafa áhrif á okkar rekstrarumhverfi heldur allt samfélagið. Við hjá TVG-Zimsen höfum tekið mikilvægt frumkvæði til að búa til flutningslausnir sem eru sérsniðnar að þessari hröðu og mikilvægu þróun á okkar markaði. Það eru mjög spennandi tímar fram undan og stór tækifæri á flutningamiðlunarmarkaðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira