Viðskipti innlent

Nýttu ekki forkaupsrétt að hlut í HS Orku

Hörður Ægisson skrifar
Davíð Rúdólfsson, stjórnarformaður Jarðvarma.
Davíð Rúdólfsson, stjórnarformaður Jarðvarma.
Stjórn Jarðvarma, samlagshlutafélag fjórtan lífeyrissjóða sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, ákvað að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn að 12,7 prósenta hlut í orkufyrirtækinu, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Hafði Jarðvarmi frest til 5. desember síðastliðinn til að stíga inn í sölu fagfjárfestasjóðsins ORK á hlutnum til svissneska fjárfestingafélagsins DC Renewable Energy og eignast þannig samtals um 46 prósenta hlut í HS Orku. Gengið var frá kaupum DC Renewable Energy, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell og hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, í byrjun október.

Kaupverðið, eins og áður hefur verið upplýst um í Markaðnum, getur numið allt að rúmlega níu milljörðum króna. Hluti greiðslunnar, eða um einn milljarður, er árangurstengdur afkomu HS Orku.

Stærsti hluthafi HS Orku, kanadíska orkufyrirtækið Innergex, kannar nú sölu á tæplega 54 prósenta hlut sínum í fyrirtækinu. Ráðgjafar Innergex við söluferlið eru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory.hae






Fleiri fréttir

Sjá meira


×