Þorsteinn kaupir út Arion í félagi sem átti í Refresco Hörður Ægisson skrifar 19. desember 2018 07:00 Þorsteinn Jónsson. Arion banki hefur selt 30 prósenta hlut sinn í eignarhaldsfélaginu EAB 1, sem átti áður um 1,5 prósenta óbeinan eignarhlut í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber, til erlends félags í eigu Þorsteins M. Jónssonar, fjárfestis og fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells. Hann átti fyrir 70 prósenta hlut í EAB 1 í gegnum félagið Lucilin Conceil. Gengið var frá sölunni í október síðastliðnum en í svari Arion banka við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að eignir EAB 1 við söluna hafi að „mestu leyti verið reiðufé enda búið að losa óbeinan eignarhlut félagsins í Refresco“. Ekki liggur fyrir hvert kaupverðið var en í árslok 2017 voru eignir EAB 1 samtals rúmlega þrír milljarðar króna. Þar munaði mestu um 10,45 prósenta eignarhlut félagsins í Ferskur Holding BV, sem var stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 prósenta hlut, og var metinn á þeim tíma á 2.253 milljónir króna. Í apríl á þessu ári var gengið endanlega frá sölu á Refresco til alþjóðlegu fjárfestingarsjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management og nam heildarkaupverð sjóðanna 1,62 milljörðum evra, jafnvirði um 200 milljarða íslenskra króna á þáverandi gengi. Í kjölfarið stóð til að ganga frá slitum Ferskur Holding en samkvæmt upplýsingum frá Arion banka er þeim slitum ekki enn lokið. EAB 1 varð til sem hluti af uppgjöri Arion banka við skuldir félaga í eigu Þorsteins. Hluti af því samkomulagi var að bankinn myndi fá hlutdeild í söluandvirði og öðrum greiðslum vegna hlutar Vífilfells í Refresco en Þorsteinn hafði eignast hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum í gegnum Vífilfell. Aðrir hluthafar í Ferskur Holding voru sem kunnugt er fjárfestingarfélagið Stoðir, sem átti um 8,9 prósenta hlut í Refresco, og slitabú Kaupþings. Stoðir fengu um 18 milljarða króna í sinn hlut við söluna á Refresco fyrr á árinu. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum, í gegnum eignarhaldsfélagið S121, samanstendur meðal annars af félögum tengdum Þorsteini, Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Arion banki hefur selt 30 prósenta hlut sinn í eignarhaldsfélaginu EAB 1, sem átti áður um 1,5 prósenta óbeinan eignarhlut í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber, til erlends félags í eigu Þorsteins M. Jónssonar, fjárfestis og fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells. Hann átti fyrir 70 prósenta hlut í EAB 1 í gegnum félagið Lucilin Conceil. Gengið var frá sölunni í október síðastliðnum en í svari Arion banka við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að eignir EAB 1 við söluna hafi að „mestu leyti verið reiðufé enda búið að losa óbeinan eignarhlut félagsins í Refresco“. Ekki liggur fyrir hvert kaupverðið var en í árslok 2017 voru eignir EAB 1 samtals rúmlega þrír milljarðar króna. Þar munaði mestu um 10,45 prósenta eignarhlut félagsins í Ferskur Holding BV, sem var stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 prósenta hlut, og var metinn á þeim tíma á 2.253 milljónir króna. Í apríl á þessu ári var gengið endanlega frá sölu á Refresco til alþjóðlegu fjárfestingarsjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management og nam heildarkaupverð sjóðanna 1,62 milljörðum evra, jafnvirði um 200 milljarða íslenskra króna á þáverandi gengi. Í kjölfarið stóð til að ganga frá slitum Ferskur Holding en samkvæmt upplýsingum frá Arion banka er þeim slitum ekki enn lokið. EAB 1 varð til sem hluti af uppgjöri Arion banka við skuldir félaga í eigu Þorsteins. Hluti af því samkomulagi var að bankinn myndi fá hlutdeild í söluandvirði og öðrum greiðslum vegna hlutar Vífilfells í Refresco en Þorsteinn hafði eignast hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum í gegnum Vífilfell. Aðrir hluthafar í Ferskur Holding voru sem kunnugt er fjárfestingarfélagið Stoðir, sem átti um 8,9 prósenta hlut í Refresco, og slitabú Kaupþings. Stoðir fengu um 18 milljarða króna í sinn hlut við söluna á Refresco fyrr á árinu. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum, í gegnum eignarhaldsfélagið S121, samanstendur meðal annars af félögum tengdum Þorsteini, Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira