Stjórnarmaður í Kviku banka sætir rannsókn vegna meintra umboðssvika Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. desember 2018 19:00 Stjórnarmaður í Kviku banka sætir rannsókn vegna meintra umboðssvika. Þá rannsakaði breska fjármálaeftirlitið fjárfestingarbanka sem forstjórinn stjórnaði. Stjórn Kviku hyggst skrá bankann í Kauphöllinni á næsta ári. Ströng lög gilda um fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar segir að lykilstjórnendur skuli hafa gott orðspor, ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota síðustu fimm ár ár eða hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Á heimasíðu Kviku banka eru jafnvel birtar enn strangari hæfiskröfur. Þar kemur meðal annars fram að meta skuli starfsferil starfsmanns með hliðsjón af því hvort hann hafi sætt rannsókn opinberra eftirlitsaðila og hvort hann hafi verið stjórnandi fyrirtækis sem orðið hefur gjaldþrota. Fram hefur komið að við ráðningu Ármanns Þorvaldssonar forstjóra Kviku banka hafi hann upplýst stjórn bankans um gjaldþrot félags í hans eigu. Skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og Fjármálaeftirlitið hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Gjaldþrotið snerist um eignarhaldsfélagið Ármann Þorvaldsson ehf en Ármann var ekki persónulega ábyrgur fyrir þeim fimm komma sjö milljörðum króna sem ekki fengust greiddir úr búinu. Ármann stjórnaði Kaupþingi Singer og Friedlander í Bretlandi þar til bankinn fór í slitameðferð við fjármálahrunið. Breska fjármálaeftirlitið rannsakaði bankann og komst að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi stjórnendur bankans hefðu ekki hugað nægilega vel að lausafjárstöðu hans og láðst að láta eftirlitið vita. Bankinn hefði verið sektaður ef hann hefði ekki verið í slitameðferð. Guðmundur Örn Þórðarsson sem situr í stjórn Kviku banka sætir rannsókn hjá embætti héraðssaksóknara vegna meintra umboðssvika vegna kaupa hans og eiginkonu hans á Olíufélaginu Skeljungi árið 2008 og kaupa á færeysku félagi. Eiginkona hans er eigandi félags sem skráð er fyrir fjórða stærsta hlutnum í Kviku banka. Til stendur að skrá bankann í Kauphöllina á næsta ári. Ásgeir Brynjar Torfason lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir að evrópsk löggjöf um fjármálafyrirtæki hafi verið hert eftir fjármálahrunið. Ákvæðið í íslenskri löggjöf um gott orðspor lykilstjórnenda hafi komið til vegna þess. Ástæðan sé einföld. „Það hefur ekki verið talið nægjanlegt að gera einungis þær kröfur að menn sem stjórna fjármálafyrirtækjum séu lausir við dóma og gjaldþrot. Menn hafa viljað ganga lengra í ljósi reynslunnar frá 2008 og fara fram á enn meiri kröfur. En þá hefur verið settur inn svona matskenndur liður sem er ekki einfalt að útskýra lagatæknilega,“ segir Ásgeir. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Stjórnarmaður í Kviku banka sætir rannsókn vegna meintra umboðssvika. Þá rannsakaði breska fjármálaeftirlitið fjárfestingarbanka sem forstjórinn stjórnaði. Stjórn Kviku hyggst skrá bankann í Kauphöllinni á næsta ári. Ströng lög gilda um fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar segir að lykilstjórnendur skuli hafa gott orðspor, ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota síðustu fimm ár ár eða hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Á heimasíðu Kviku banka eru jafnvel birtar enn strangari hæfiskröfur. Þar kemur meðal annars fram að meta skuli starfsferil starfsmanns með hliðsjón af því hvort hann hafi sætt rannsókn opinberra eftirlitsaðila og hvort hann hafi verið stjórnandi fyrirtækis sem orðið hefur gjaldþrota. Fram hefur komið að við ráðningu Ármanns Þorvaldssonar forstjóra Kviku banka hafi hann upplýst stjórn bankans um gjaldþrot félags í hans eigu. Skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og Fjármálaeftirlitið hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Gjaldþrotið snerist um eignarhaldsfélagið Ármann Þorvaldsson ehf en Ármann var ekki persónulega ábyrgur fyrir þeim fimm komma sjö milljörðum króna sem ekki fengust greiddir úr búinu. Ármann stjórnaði Kaupþingi Singer og Friedlander í Bretlandi þar til bankinn fór í slitameðferð við fjármálahrunið. Breska fjármálaeftirlitið rannsakaði bankann og komst að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi stjórnendur bankans hefðu ekki hugað nægilega vel að lausafjárstöðu hans og láðst að láta eftirlitið vita. Bankinn hefði verið sektaður ef hann hefði ekki verið í slitameðferð. Guðmundur Örn Þórðarsson sem situr í stjórn Kviku banka sætir rannsókn hjá embætti héraðssaksóknara vegna meintra umboðssvika vegna kaupa hans og eiginkonu hans á Olíufélaginu Skeljungi árið 2008 og kaupa á færeysku félagi. Eiginkona hans er eigandi félags sem skráð er fyrir fjórða stærsta hlutnum í Kviku banka. Til stendur að skrá bankann í Kauphöllina á næsta ári. Ásgeir Brynjar Torfason lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir að evrópsk löggjöf um fjármálafyrirtæki hafi verið hert eftir fjármálahrunið. Ákvæðið í íslenskri löggjöf um gott orðspor lykilstjórnenda hafi komið til vegna þess. Ástæðan sé einföld. „Það hefur ekki verið talið nægjanlegt að gera einungis þær kröfur að menn sem stjórna fjármálafyrirtækjum séu lausir við dóma og gjaldþrot. Menn hafa viljað ganga lengra í ljósi reynslunnar frá 2008 og fara fram á enn meiri kröfur. En þá hefur verið settur inn svona matskenndur liður sem er ekki einfalt að útskýra lagatæknilega,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira