Erlent

Páfinn hefur áhyggjur af samkynhneigð presta

Samúel Karl Ólason skrifar
Frans páfi.
Frans páfi. AP/Alessandra Tarantino
Frans Páfi segir samkynhneigð meðal presta í kaþólsku kirkjunni vera „alvarlegt mál“ sem hann hefur áhyggjur af. Í viðtali vegna nýlegrar bókar sagði páfinn að samkynhneigð væri „í tísku“ og hvatti hann presta til að standa við skírlífseið þeirra.

Samkvæmt BBC sagði páfinn einnig að kaþólska kirkjan yrði að vera kröfuhörð þegar kæmi að því að velja presta. Að þeir sem sjái um að þjálfa presta verði að tryggja að verðandi prestar sé „mannlega og tilfinningalega þroskaðir“ áður en þeir verða prestar að fullu.



Páfinn bætti við að kirkjan, sem hann stýrir, væri andsnúin því að gera samkynhneigða menn að prestum og samkynhneigðar konur að nunnum. Það væri ekki pláss fyrir samkynhneigð í lífi presta og nunna.

Árið 2013 kynnti Frans stöðu kaþólsku kirkjunnar varðandi samkynhneigð. Í stuttu máli snýst sú staða um að kynlíf samkynhneigðra væri synd en það að vera samkynhneigður væri það ekki.

Presturinn Fernando Prado tók viðtal við Frans páfa í fóra tíma vegna bókarinnar; The Strength of Vocation. Bókin fjallar um erfiðleika þess að vera prestur og kemur út í næstu viku.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×