100 ára kvæðakona á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. desember 2018 20:15 Ein besta kvæðakona landsins sem fagnar brátt hundrað og eins árs afmæli býr á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli þar sem hún flytur daglega stemmur af mikilli snilld. Þegar Sigurður Sigurðarson dýralækni, sem er mjög fær kvæðamaður kemur í heimsókn færist fjör í leikinn á Kirkjuhvoli. Það er gaman að sjá Maríu Jónsdóttur og Sigurð stemma saman, hún að verða 101 árs og hann að verða 80 ára. Sigurður segir að María sé ein af bestu kvæðakonum landsins. „Ég veit ekki um aðra kvæðakonu sem er meira en 100 ára gömul en María verður lokaatriðið á diski sem ég er að gefa út fyrir jólin með sextíu sönglögum og nokkrum kvæðalögum þar á meðal“, segir Sigurður. María byrjaði að kveða 10 ára gömul og hefur kveðið fjölbreytt kvæðalög í gegnum árin. Hún lærði að kveða hjá pabba sínum. María skilur hins vegar ekkert í því af hverju hún er orðin svona gömul. „Það hefur aldrei verið mín ósk að vera svona gömul en ég hef aldrei hugsað um það hvað ég verði gömul“, segir María og hefur engar áhyggjur af því að skaparinn hafi gleymt henni, hún hafi ekki gleymt honum. María er mikil listakona, nú er hún til dæmis að hekla fallegar sessur. Sigurður fer hér að lokum með kveðskap eftir Sigurð Breiðfjörð. María er mikil listakona, hér er ein af þeim sessum sem hún hefur heklað.Magnús Hlynur Rangárþing eystra Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ein besta kvæðakona landsins sem fagnar brátt hundrað og eins árs afmæli býr á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli þar sem hún flytur daglega stemmur af mikilli snilld. Þegar Sigurður Sigurðarson dýralækni, sem er mjög fær kvæðamaður kemur í heimsókn færist fjör í leikinn á Kirkjuhvoli. Það er gaman að sjá Maríu Jónsdóttur og Sigurð stemma saman, hún að verða 101 árs og hann að verða 80 ára. Sigurður segir að María sé ein af bestu kvæðakonum landsins. „Ég veit ekki um aðra kvæðakonu sem er meira en 100 ára gömul en María verður lokaatriðið á diski sem ég er að gefa út fyrir jólin með sextíu sönglögum og nokkrum kvæðalögum þar á meðal“, segir Sigurður. María byrjaði að kveða 10 ára gömul og hefur kveðið fjölbreytt kvæðalög í gegnum árin. Hún lærði að kveða hjá pabba sínum. María skilur hins vegar ekkert í því af hverju hún er orðin svona gömul. „Það hefur aldrei verið mín ósk að vera svona gömul en ég hef aldrei hugsað um það hvað ég verði gömul“, segir María og hefur engar áhyggjur af því að skaparinn hafi gleymt henni, hún hafi ekki gleymt honum. María er mikil listakona, nú er hún til dæmis að hekla fallegar sessur. Sigurður fer hér að lokum með kveðskap eftir Sigurð Breiðfjörð. María er mikil listakona, hér er ein af þeim sessum sem hún hefur heklað.Magnús Hlynur
Rangárþing eystra Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira