Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. desember 2018 21:15 Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Ricardo Ceppi/Getty Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa sent fjölda hermanna að landamærum Rússlands og Úkraínu. Heldur hann því fram að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu eftir átökin í Svartahafi sem hafa átt sér stað milli ríkjanna. „Við þurfum sterk, sameinuð og afgerandi viðbrögð við árásargjörnum aðgerðum Rússa,“ sagði Poroshenko í viðtali við þýska miðilinn Funke. Á mánudaginn sannfærði Poroshenko úkraínska þingið um að lýsa yfir herlögum til 30 daga, til þess að verjast mögulegri árás Rússa.Pútín segir ekki unnt að sleppa föngum Vladimir Pútín Rússlandsforseti tjáði sig við fjölmiðla á G20 leiðtogafundinum í Argentínu þar sem hann sagði „of snemmt“ að sleppa áhöfnum skipanna úr haldi. Fyrst þurfi að fara fram rannsókn á því sem átti sér stað á milli rússnesku og úkarínsku hersveitanna. Aðspurður hvort til greina kæmi að sleppa áhöfnum skipanna í skiptum fyrir Rússa sem eru í haldi Úkraínumanna sagði Pútín það ekki vera ákjósanlegan kost. „Við erum ekki að íhuga fangaskipti og Úkraína hefur ekki stungið upp á því heldur, það er of snemmt að ræða um slíkt strax. Það er enn verið að rannsaka málið.“ Þá sakaði Pútín úkraínsk stjórnvöld um að hafa ögrað rússneska hernum til þess að búa atvikið til og stigmagna átökin í þeim tilgangi að draga athygli frá vandamálum innanlands. „Það verður að vera á hreinu að þetta var klár ögrun að hálfu úkraínsku ríkisstjórnarinnar, það verður að koma fram. [...] Núverandi stjórnvöld í Úkraínu hafa engan áhuga á því að leysa málið. Á meðan þau eru við völd mun stríðið halda áfram. Hvers vegna? Vegna þess að þegar þú ert með ögranir, svona óvinveittar aðgerðir eins og í Svartahafinu, þá getur þú alltaf notað stríð til þess að réttlæta efnahagslegar hörmungar af þínum völdum.“ Rússland Úkraína Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa sent fjölda hermanna að landamærum Rússlands og Úkraínu. Heldur hann því fram að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu eftir átökin í Svartahafi sem hafa átt sér stað milli ríkjanna. „Við þurfum sterk, sameinuð og afgerandi viðbrögð við árásargjörnum aðgerðum Rússa,“ sagði Poroshenko í viðtali við þýska miðilinn Funke. Á mánudaginn sannfærði Poroshenko úkraínska þingið um að lýsa yfir herlögum til 30 daga, til þess að verjast mögulegri árás Rússa.Pútín segir ekki unnt að sleppa föngum Vladimir Pútín Rússlandsforseti tjáði sig við fjölmiðla á G20 leiðtogafundinum í Argentínu þar sem hann sagði „of snemmt“ að sleppa áhöfnum skipanna úr haldi. Fyrst þurfi að fara fram rannsókn á því sem átti sér stað á milli rússnesku og úkarínsku hersveitanna. Aðspurður hvort til greina kæmi að sleppa áhöfnum skipanna í skiptum fyrir Rússa sem eru í haldi Úkraínumanna sagði Pútín það ekki vera ákjósanlegan kost. „Við erum ekki að íhuga fangaskipti og Úkraína hefur ekki stungið upp á því heldur, það er of snemmt að ræða um slíkt strax. Það er enn verið að rannsaka málið.“ Þá sakaði Pútín úkraínsk stjórnvöld um að hafa ögrað rússneska hernum til þess að búa atvikið til og stigmagna átökin í þeim tilgangi að draga athygli frá vandamálum innanlands. „Það verður að vera á hreinu að þetta var klár ögrun að hálfu úkraínsku ríkisstjórnarinnar, það verður að koma fram. [...] Núverandi stjórnvöld í Úkraínu hafa engan áhuga á því að leysa málið. Á meðan þau eru við völd mun stríðið halda áfram. Hvers vegna? Vegna þess að þegar þú ert með ögranir, svona óvinveittar aðgerðir eins og í Svartahafinu, þá getur þú alltaf notað stríð til þess að réttlæta efnahagslegar hörmungar af þínum völdum.“
Rússland Úkraína Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira