Formaður Dómarafélagsins vonsvikinn með krónutöluna en fagnar frumvarpinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. desember 2018 06:00 Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Formaður Dómarafélags Íslands (DÍ) lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. Hún fagnar hins vegar þeim fyrirsjáanleika og gagnsæi sem í frumvarpinu felst. Frumvarpið var birt á vef Alþingis í gær. Í því felst að laun ákveðinna embættismanna og hópa, til að mynda þingmanna, saksóknara og dómara, verða ákveðin með fastri krónutölufjárhæð í lögum. Sú tekur breytingum einu sinni á ári í samræmi við breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næsta almanaksár. Í tilfelli dómara er hin fasta krónutala sú sama og kjararáð ákvað. Landsréttardómarar og varaforseti Hæstaréttar fengu launaákvörðun árið 2017 en um aðra dómara gildir ákvörðun frá árinu 2015 auk almennrar hækkunar frá 2016. Líklegt er að lögin verði samþykkt fyrir áramót og fyrsta breyting samkvæmt þeim verði 1. júlí á næsta ári. Það þýðir því að laun flestra dómara landsins munu engum breytingum taka í þrjú ár. „Við höfum í raun beðið eftir því að lögum væri fylgt. Þegar lögunum um kjararáð var breytt árið 2016 kom inn skýrt ákvæði um að laun yrðu endurskoðuð minnst einu sinni á ári en engin ný ákvörðun var tekin og erindum okkar ekki svarað,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður DÍ. Formaðurinn segir það vel að breytingar á launum dómara verði fyrirsjáanlegar. Hins vegar sé þungt hljóð í mörgum dómurum þar sem laun þeirra hafi engum breytingum tekið í mörg ár. Hún telur líklegt að stjórn DÍ muni funda vegna efnis frumvarpsins. „Það hefur verið frysting á launum í mörg ár og sú staðreynd kallar á að við endurskoðun fyrirkomulagsins verði tekið tillit til þess,“ segir Ingibjörg. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kjaramál Kjararáð Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Formaður Dómarafélags Íslands (DÍ) lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. Hún fagnar hins vegar þeim fyrirsjáanleika og gagnsæi sem í frumvarpinu felst. Frumvarpið var birt á vef Alþingis í gær. Í því felst að laun ákveðinna embættismanna og hópa, til að mynda þingmanna, saksóknara og dómara, verða ákveðin með fastri krónutölufjárhæð í lögum. Sú tekur breytingum einu sinni á ári í samræmi við breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næsta almanaksár. Í tilfelli dómara er hin fasta krónutala sú sama og kjararáð ákvað. Landsréttardómarar og varaforseti Hæstaréttar fengu launaákvörðun árið 2017 en um aðra dómara gildir ákvörðun frá árinu 2015 auk almennrar hækkunar frá 2016. Líklegt er að lögin verði samþykkt fyrir áramót og fyrsta breyting samkvæmt þeim verði 1. júlí á næsta ári. Það þýðir því að laun flestra dómara landsins munu engum breytingum taka í þrjú ár. „Við höfum í raun beðið eftir því að lögum væri fylgt. Þegar lögunum um kjararáð var breytt árið 2016 kom inn skýrt ákvæði um að laun yrðu endurskoðuð minnst einu sinni á ári en engin ný ákvörðun var tekin og erindum okkar ekki svarað,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður DÍ. Formaðurinn segir það vel að breytingar á launum dómara verði fyrirsjáanlegar. Hins vegar sé þungt hljóð í mörgum dómurum þar sem laun þeirra hafi engum breytingum tekið í mörg ár. Hún telur líklegt að stjórn DÍ muni funda vegna efnis frumvarpsins. „Það hefur verið frysting á launum í mörg ár og sú staðreynd kallar á að við endurskoðun fyrirkomulagsins verði tekið tillit til þess,“ segir Ingibjörg.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kjaramál Kjararáð Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira