Osiris-Rex kemur að smástirninu Bennu Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 12:49 Átta myndir sem Osiris-Rex var skeytt saman í þessa háupplausnarmynd af Bennu. Myndirnar voru teknar í rúmlega 300 kílómetra fjarlægð í lok október. NASA/Goddard/University of Arizona Eftir rúmlega tveggja ára ferðalag kemur bandaríska geimfarið Osiris-Rex að smástirninu Bennu síðdegis að íslenskum tíma í dag. Geimfarið á að taka bergsýni úr smástirninu og koma með þau aftur til jarðar. Vonast er til þess að þau geti varpað frekara ljósi á hvernig sólkerfið okkar myndaðist. Osiris-Rex hóf för sína á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. Áfangastaður þess er smástirnið Bennu, kolsvart smástirni sem talið er að sé leifar frá upphafi sólkerfisins og nær ósnortið frá þeim tíma. Þangað kemur geimfarið síðar í dag. Hægt verður að fylgjast með komunni á sjónvarpsrás bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA frá 16:45 til 17:15 að íslenskum tíma. Í fyrstu flýgur Osiris-Rex aðeins í kringum Bennu og fikrar sig æ nær yfirborðinu. Við komuna í dag verður geimfarið í tæplega tuttugu kílómetra fjarlægð. Hringsólið í kringum smástirnið á að veita upplýsingar um massa, snúningshraða og lögun Bennu, að því er segir í frétt New York Times. Það er ekki fyrr en í janúar sem Osiris-Rex kemst á braut um Bennu. Þaðan heldur geimfarið athugunum áfram þar til reynt verður að skoppa því af yfirborðinu og safna sýnum um mitt ár 2020. Geimfarið mun sprauta köfnunarefnisgasi til að þyrla upp ryki og litlum steinum i þær þrjár til fimm sekúndur sem það snertir yfirborðið. Vonir standa til að þannig verði hægt að safna allt að tveimur kílóum af sýnum. Osiris-Rex flytur sýnin með sér þegar það yfirgefur Bennu árið 2021 og sleppa hylki með þeim þegar það flýgur fram hjá jörðinni í september tveimur árum síðar. Sýnin eiga að svífa mjúklega til jarðar með fallhlíf í eyðimörk Utah í Bandaríkjunum.Minjar um upphaf sólkerfisins og fyrstu lífrænu efnasamböndin Bennu fannst árið 1999 og er skilgreint sem smástirni í nágrenni jarðarinnar. Smástirnið er tæplega 500 metra breitt. Fjarlægur möguleiki er talinn á að það geti rekist á jörðina á 22. öldinni. Bennu er kolefnisríkt og er talið að það hafi lítið breyst frá því að sólkerfið myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Vísindamenn eru ekki síst spenntir fyrir því að rannsaka lífræn efnasambönd eins og amínósýrur sem talið er að séu þar að finna. Þannig geta rannsóknirnar varpað ljósi á myndun sólkerfisins okkar og hugsanlega hvernig lífið kviknaði og þróaðist á jörðinni. Japanska geimfarið Hayabusa safnaði ryki á smástirni og skilaði til jarðar árið 2005. Framhaldsleiðangurinn Hayabusa2 er nú á leiðinni til annars kolefnisríks smástirnis og er væntanlegt aftur til jarðar með sýni árið 2020. Osiris-Rex á hins vegar að ná meira magni af sýnum en japönsku geimförin. Bandaríkin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir NASA sendir geimfar á loft í sjö ára leiðangur Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi í kvöld af stað geimfar í leiðangur sem vonast er til þess að muni varpa ljósi á það hvernig plánetur alheimsins verða til. 8. september 2016 23:30 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Eftir rúmlega tveggja ára ferðalag kemur bandaríska geimfarið Osiris-Rex að smástirninu Bennu síðdegis að íslenskum tíma í dag. Geimfarið á að taka bergsýni úr smástirninu og koma með þau aftur til jarðar. Vonast er til þess að þau geti varpað frekara ljósi á hvernig sólkerfið okkar myndaðist. Osiris-Rex hóf för sína á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. Áfangastaður þess er smástirnið Bennu, kolsvart smástirni sem talið er að sé leifar frá upphafi sólkerfisins og nær ósnortið frá þeim tíma. Þangað kemur geimfarið síðar í dag. Hægt verður að fylgjast með komunni á sjónvarpsrás bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA frá 16:45 til 17:15 að íslenskum tíma. Í fyrstu flýgur Osiris-Rex aðeins í kringum Bennu og fikrar sig æ nær yfirborðinu. Við komuna í dag verður geimfarið í tæplega tuttugu kílómetra fjarlægð. Hringsólið í kringum smástirnið á að veita upplýsingar um massa, snúningshraða og lögun Bennu, að því er segir í frétt New York Times. Það er ekki fyrr en í janúar sem Osiris-Rex kemst á braut um Bennu. Þaðan heldur geimfarið athugunum áfram þar til reynt verður að skoppa því af yfirborðinu og safna sýnum um mitt ár 2020. Geimfarið mun sprauta köfnunarefnisgasi til að þyrla upp ryki og litlum steinum i þær þrjár til fimm sekúndur sem það snertir yfirborðið. Vonir standa til að þannig verði hægt að safna allt að tveimur kílóum af sýnum. Osiris-Rex flytur sýnin með sér þegar það yfirgefur Bennu árið 2021 og sleppa hylki með þeim þegar það flýgur fram hjá jörðinni í september tveimur árum síðar. Sýnin eiga að svífa mjúklega til jarðar með fallhlíf í eyðimörk Utah í Bandaríkjunum.Minjar um upphaf sólkerfisins og fyrstu lífrænu efnasamböndin Bennu fannst árið 1999 og er skilgreint sem smástirni í nágrenni jarðarinnar. Smástirnið er tæplega 500 metra breitt. Fjarlægur möguleiki er talinn á að það geti rekist á jörðina á 22. öldinni. Bennu er kolefnisríkt og er talið að það hafi lítið breyst frá því að sólkerfið myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Vísindamenn eru ekki síst spenntir fyrir því að rannsaka lífræn efnasambönd eins og amínósýrur sem talið er að séu þar að finna. Þannig geta rannsóknirnar varpað ljósi á myndun sólkerfisins okkar og hugsanlega hvernig lífið kviknaði og þróaðist á jörðinni. Japanska geimfarið Hayabusa safnaði ryki á smástirni og skilaði til jarðar árið 2005. Framhaldsleiðangurinn Hayabusa2 er nú á leiðinni til annars kolefnisríks smástirnis og er væntanlegt aftur til jarðar með sýni árið 2020. Osiris-Rex á hins vegar að ná meira magni af sýnum en japönsku geimförin.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir NASA sendir geimfar á loft í sjö ára leiðangur Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi í kvöld af stað geimfar í leiðangur sem vonast er til þess að muni varpa ljósi á það hvernig plánetur alheimsins verða til. 8. september 2016 23:30 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
NASA sendir geimfar á loft í sjö ára leiðangur Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi í kvöld af stað geimfar í leiðangur sem vonast er til þess að muni varpa ljósi á það hvernig plánetur alheimsins verða til. 8. september 2016 23:30