Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. desember 2018 19:57 Sigmundur Davíð í beinni útsendingu í kvöld. Mynd/Stöð 2 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann og aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. „Ef ég ætti að gera það vegna þessa máls, þá hefði ég átt að gera það svo mörgum sinnum áður,“ sagði Sigmundur Davíð aðspurður um hvort hann ætli að íhuga stöðu sína sem þingmaður vegna Klaustursmálsins. Endurtók hann fyrri útskýringar um að hann hefði oft heyrt aðra þingmenn tala á svipuðum, ef ekki verri, nótum um aðra, í einkasamtölum sín á milli. Aðspurður um hvort að honum finndist það tal sem heyra má í upptökunum í lagi svaraði Sigmundur neitandi og að hann skammaðist sín fyrir að hafa ekki gripið inn í til þess að stöðva samræðurnar. Sigmundur var einnig spurður að því af hverju heyra megi í honum hlæja og taka undir ýmis ummæli, líkt og þau sem voru látin falla um Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. „Það er erfitt fyrir mig, eins og ég vona að flestir skilji hjá sjálfum sér, að það er erfitt að greina af hverju maður hlær með við þessar aðstæður þegar verið er að ræða óviðeigandi hluti. Kannski er það vegna þess að maður vill ýta undir umræðurnar og þykir áhugavert að heyra hvað menn muni segja en þá verð ég að ítreka það að þetta voru einkasamtöl sem ekki nokkur maður gat ímyndað sér að yrðu birt opinberlega og þar af leiðandi gat ekki nokkur maður ímyndað sér að þau myndu særa fólk,“ sagði Sigmundur Davíð sem síðar í viðtalinu ræddi einnig um muninn á einkasamtölum og opinberum ummælum.Sjá má viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni hér að neðan. Það hefst þegar um 7.30 mínútur eru liðnar af klippunni.„Maður hlýtur að mega biðja um það að þegar maður lendir í þessu, sem er eitthvað sem engir stjórnmálamenn aðrir hafa lent í, að vera tekinn upp í samtölum um hluti sem voru hafðir í hálfkæringi. Hlutir sem að menn gera þó ráð fyrir að spyrjist aldrei út. Að það sé ekki það sama og þegar maður segir hlutina opinberlega. Ég verð að viðurkenna það að mér hefur þótt merkilegt að sjá þingmenn sem hafa jafn vel sagt grófari hluti um mig en ég annað hvort tek þátt í eða fylgist með umræðum um opinberlega, fordæma það sem er spjall félaga sem þeir gera ekki ráð fyrir að nokkur maður muni heyra.“Því lengur sem setið er því meiri geti vitleysan orðiðTöluvert hefur verið fjallað um orð þingmannanna um Freyju Haraldsdóttur og var því meðal annars slegið upp á vef DV að einn þeirra hefði hermt eftir sel er hópurinn ræddi um Freyju. Áður hafði Sigmundur sagt að líklega væri hljóðið komið frá stól sem færður hafi verið til. Það virtist hins vegar koma honum á óvart að miðað við könnum blaðamanns á vettvangi sé ólíklegt að um hljóð frá stóli sé að ræða.Þetta er til á upptöku, Sigmundur?„Nei.“Samtalið er til. Þið segið að það hafi verið að draga einhverja stóla til. Það er búið að sannreyna það, það var ekki svo? „Er búið að sannreyna það, já. Hvernig þá?“Það var gert í dag af blaðamönnum.„Ég er ekki að segja að þetta hafi verið stólar dregnir til en þetta voru einhver umhverfishljóð sem menn taka eftir ef þeir hlýða á samtalið. Samtalið heldur bara áfram. Það fipast enginn eins og augljóslega hefði verið gert ef einhver hefði leyft sér að gera selahljóð, selahljóð eins og haldið var fram. Anna Kolbrún man eftir að hafa heyrt hljóð utan frá sér. Og ég vek athygli á því að hljóðið heyrist mun hærra en samræðurnar þannig að það kemur úr hinni áttinni. Þetta gat verið reiðhjól að bremsa fyrir utan gluggann en þetta fipaði í engu umræðuna og breytti henni í engu. Allt sem var þarna sagt á sér skýringar en enginn þeirra snýr að því að menn hafi verið að gera grín að fötlun Freyju. Mér finnst það bara sorglegt að fólk út í bæ, þessu algjörlega óviðkomandi, sé látið líða slíkar þjáningar sem hlóta að fylgja slíkri umfjöllun.“Viltu segja fyrirgefðu við þjóðina?„Ég vil að sjálfsögðu segja fyrirgefðu við alla sem hafa þurft að hlusta á þetta og auðvita er maður miður sín yfir þessu. Eins og ég geri ráð fyrir að allir sem myndu lenda í svipaðri stöðu, að vera teknir upp þegar þeir gera ekki ráð fyrir að nokkur maður sé að hlusta að vera talandi um einhverja vitleysu í hálfkæringi.Það skiptir ekki máli hversu lengi. Menn sitja oft lengi saman og ræða málin og því lengur kannski þeim mun meiri verður vitleysan.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. 3. desember 2018 10:37 Reyndist ómögulegt að framkvæma „selahljóð“ með stólunum á Klaustri Þetta hljómar ekki eins og selur fyrir mér, segja framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri á Klaustri. Blaðamaður gerði tilraun til að framkalla umdeilt hljóð en án árangurs. 3. desember 2018 12:15 Segir Sigmund og Önnu Kolbrúnu hafa fullan stuðning til áframhaldandi þingsetu Tveir þingmenn Miðflokksins eru farnir í launalaust leyfi. 3. desember 2018 11:37 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann og aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. „Ef ég ætti að gera það vegna þessa máls, þá hefði ég átt að gera það svo mörgum sinnum áður,“ sagði Sigmundur Davíð aðspurður um hvort hann ætli að íhuga stöðu sína sem þingmaður vegna Klaustursmálsins. Endurtók hann fyrri útskýringar um að hann hefði oft heyrt aðra þingmenn tala á svipuðum, ef ekki verri, nótum um aðra, í einkasamtölum sín á milli. Aðspurður um hvort að honum finndist það tal sem heyra má í upptökunum í lagi svaraði Sigmundur neitandi og að hann skammaðist sín fyrir að hafa ekki gripið inn í til þess að stöðva samræðurnar. Sigmundur var einnig spurður að því af hverju heyra megi í honum hlæja og taka undir ýmis ummæli, líkt og þau sem voru látin falla um Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. „Það er erfitt fyrir mig, eins og ég vona að flestir skilji hjá sjálfum sér, að það er erfitt að greina af hverju maður hlær með við þessar aðstæður þegar verið er að ræða óviðeigandi hluti. Kannski er það vegna þess að maður vill ýta undir umræðurnar og þykir áhugavert að heyra hvað menn muni segja en þá verð ég að ítreka það að þetta voru einkasamtöl sem ekki nokkur maður gat ímyndað sér að yrðu birt opinberlega og þar af leiðandi gat ekki nokkur maður ímyndað sér að þau myndu særa fólk,“ sagði Sigmundur Davíð sem síðar í viðtalinu ræddi einnig um muninn á einkasamtölum og opinberum ummælum.Sjá má viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni hér að neðan. Það hefst þegar um 7.30 mínútur eru liðnar af klippunni.„Maður hlýtur að mega biðja um það að þegar maður lendir í þessu, sem er eitthvað sem engir stjórnmálamenn aðrir hafa lent í, að vera tekinn upp í samtölum um hluti sem voru hafðir í hálfkæringi. Hlutir sem að menn gera þó ráð fyrir að spyrjist aldrei út. Að það sé ekki það sama og þegar maður segir hlutina opinberlega. Ég verð að viðurkenna það að mér hefur þótt merkilegt að sjá þingmenn sem hafa jafn vel sagt grófari hluti um mig en ég annað hvort tek þátt í eða fylgist með umræðum um opinberlega, fordæma það sem er spjall félaga sem þeir gera ekki ráð fyrir að nokkur maður muni heyra.“Því lengur sem setið er því meiri geti vitleysan orðiðTöluvert hefur verið fjallað um orð þingmannanna um Freyju Haraldsdóttur og var því meðal annars slegið upp á vef DV að einn þeirra hefði hermt eftir sel er hópurinn ræddi um Freyju. Áður hafði Sigmundur sagt að líklega væri hljóðið komið frá stól sem færður hafi verið til. Það virtist hins vegar koma honum á óvart að miðað við könnum blaðamanns á vettvangi sé ólíklegt að um hljóð frá stóli sé að ræða.Þetta er til á upptöku, Sigmundur?„Nei.“Samtalið er til. Þið segið að það hafi verið að draga einhverja stóla til. Það er búið að sannreyna það, það var ekki svo? „Er búið að sannreyna það, já. Hvernig þá?“Það var gert í dag af blaðamönnum.„Ég er ekki að segja að þetta hafi verið stólar dregnir til en þetta voru einhver umhverfishljóð sem menn taka eftir ef þeir hlýða á samtalið. Samtalið heldur bara áfram. Það fipast enginn eins og augljóslega hefði verið gert ef einhver hefði leyft sér að gera selahljóð, selahljóð eins og haldið var fram. Anna Kolbrún man eftir að hafa heyrt hljóð utan frá sér. Og ég vek athygli á því að hljóðið heyrist mun hærra en samræðurnar þannig að það kemur úr hinni áttinni. Þetta gat verið reiðhjól að bremsa fyrir utan gluggann en þetta fipaði í engu umræðuna og breytti henni í engu. Allt sem var þarna sagt á sér skýringar en enginn þeirra snýr að því að menn hafi verið að gera grín að fötlun Freyju. Mér finnst það bara sorglegt að fólk út í bæ, þessu algjörlega óviðkomandi, sé látið líða slíkar þjáningar sem hlóta að fylgja slíkri umfjöllun.“Viltu segja fyrirgefðu við þjóðina?„Ég vil að sjálfsögðu segja fyrirgefðu við alla sem hafa þurft að hlusta á þetta og auðvita er maður miður sín yfir þessu. Eins og ég geri ráð fyrir að allir sem myndu lenda í svipaðri stöðu, að vera teknir upp þegar þeir gera ekki ráð fyrir að nokkur maður sé að hlusta að vera talandi um einhverja vitleysu í hálfkæringi.Það skiptir ekki máli hversu lengi. Menn sitja oft lengi saman og ræða málin og því lengur kannski þeim mun meiri verður vitleysan.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. 3. desember 2018 10:37 Reyndist ómögulegt að framkvæma „selahljóð“ með stólunum á Klaustri Þetta hljómar ekki eins og selur fyrir mér, segja framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri á Klaustri. Blaðamaður gerði tilraun til að framkalla umdeilt hljóð en án árangurs. 3. desember 2018 12:15 Segir Sigmund og Önnu Kolbrúnu hafa fullan stuðning til áframhaldandi þingsetu Tveir þingmenn Miðflokksins eru farnir í launalaust leyfi. 3. desember 2018 11:37 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. 3. desember 2018 10:37
Reyndist ómögulegt að framkvæma „selahljóð“ með stólunum á Klaustri Þetta hljómar ekki eins og selur fyrir mér, segja framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri á Klaustri. Blaðamaður gerði tilraun til að framkalla umdeilt hljóð en án árangurs. 3. desember 2018 12:15
Segir Sigmund og Önnu Kolbrúnu hafa fullan stuðning til áframhaldandi þingsetu Tveir þingmenn Miðflokksins eru farnir í launalaust leyfi. 3. desember 2018 11:37