Innlent

Blóðrásarsjúkdómar algengasta banamein Íslendinga

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Einstaklingur gefur blóð.
Einstaklingur gefur blóð. Vísir/Hari
Æxli var banamein 29 prósenta þeirra Íslendinga, eða 6.031 einstaklinga, sem létust á tímabilinu 2008 til 2017. Banamein flestra mátti rekja til blóðrásarsjúkdóma, eða 7.065 einstaklinga (33,8 prósent ). Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að 1.083 (9,5 prósent) hafi látist úr sjúkdómum í taugakerfinu á tímabilinu og 1.812 (8,7 prósent) úr sjúkdómum í öndunarfærum. Fæstir dóu vegna ytri orsaka eða 1.331 en það jafngildir 6 prósentum af heildarfjölda látinna.

Ytri orsakir eru algengasta banamein 34 ára og yngri eða 54 prósent. Í aldursflokknum 34 til 64 ára deyja flestir úr æxlum eða 46 prósent. Banamein þeirra sem voru á aldrinum 64 til 79 var oftast æxli, eða 43 prósent. Um fjórðung allra dánarmeina vegna æxla má rekja til illkynja æxlis í barka, berkjum og lungum. Aldursstöðluð dánartíðni vegna illkynja æxlis í þessum líffærum hefur lækkað hjá báðum kynjum. Þetta er öfugt við þróun í öðrum ríkjum Evrópu.

Á tímabilinu 1998 til 2017 jukust sjúkdómar í taugakerfi um 96 prósent og fóru úr 51 af hverjum 100.000 íbúum árið 1998 í tæp 100 árið 2018. Samkvæmt Hagstofunni skýrist hækkunin af 11 prósenta fjölgun látinna á aldrinum 85 ára og eldri en sjúkdómar í taugakerfum eins og Alzheimer og Parkinson eru líklegri til að herja á eldra fólk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×