Logi vill bæta VAR: Þjálfarar geti látið skoða dóma Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. desember 2018 12:30 Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson ræða málin fyrir framan skjáinn S2 Sport Haukar hefðu unnið Val í Olísdeild karla í gær ef myndbandsdómgæslureglurnar væru aðeins betri. Þetta sagði Logi Geirsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. HSÍ samþykkti nýverið að í stórum sjónvarpsútsendingum megi dómarar í leikjum nýta sér tæknina og skoða umdeild atvik. Strax í upphafi stórleiksins á Hlíðarenda í gær ákváðu dómarar leiksins að skoða brot sem flest allir í Origo höllinni misstu af. Alexander Örn Júlíusson fór í andlitið á Daníel Þór Ingasyni og fékk rautt spjald fyrir eftir að dómararnir nýttu sér upptökuna. „Þessi innleiðing á VAR í deildina er æðisleg,“ sagði Logi í Seinni bylgjunni. „Þetta er ein skemmtilegasta breyting í handbolta sem ég hef séð. En ég verð samt að segja eitt,“ sagði Logi og tók þáttinn yfir í nokkrar mínútur. Hann minntist þá á atvik seinna í leiknum, þegar staðan var jöfn og Heimir Óli Heimisson skoraði mark sem dæmt var af vegna línu. Endursýningar sýndu að ekki var um línu að ræða. „Þarna var ég brjálaður. Þetta er engan vegin lína, fullkomlega löglegt mark. Dómarar eru allt of gjarnir á að dæma línu á þetta,“ sagði Logi. „Lausnin á þessu er, hvor þjálfari fær eitt spjald til þess að kíkja á vafasama dóma. Það yrði geðveikt.“ „Ef þú sérð ekki línu þá máttu ekki dæma á þetta.“ „Þetta er svo ógeðslega dýrt, þetta er rangur dómur. Þetta hefði getað verið þar sem leikurinn brotnaði í aðra hvora áttina.“Klippa: Seinni bylgjan: Löglegt mark tekið af Haukum Olís-deild karla Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira
Haukar hefðu unnið Val í Olísdeild karla í gær ef myndbandsdómgæslureglurnar væru aðeins betri. Þetta sagði Logi Geirsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. HSÍ samþykkti nýverið að í stórum sjónvarpsútsendingum megi dómarar í leikjum nýta sér tæknina og skoða umdeild atvik. Strax í upphafi stórleiksins á Hlíðarenda í gær ákváðu dómarar leiksins að skoða brot sem flest allir í Origo höllinni misstu af. Alexander Örn Júlíusson fór í andlitið á Daníel Þór Ingasyni og fékk rautt spjald fyrir eftir að dómararnir nýttu sér upptökuna. „Þessi innleiðing á VAR í deildina er æðisleg,“ sagði Logi í Seinni bylgjunni. „Þetta er ein skemmtilegasta breyting í handbolta sem ég hef séð. En ég verð samt að segja eitt,“ sagði Logi og tók þáttinn yfir í nokkrar mínútur. Hann minntist þá á atvik seinna í leiknum, þegar staðan var jöfn og Heimir Óli Heimisson skoraði mark sem dæmt var af vegna línu. Endursýningar sýndu að ekki var um línu að ræða. „Þarna var ég brjálaður. Þetta er engan vegin lína, fullkomlega löglegt mark. Dómarar eru allt of gjarnir á að dæma línu á þetta,“ sagði Logi. „Lausnin á þessu er, hvor þjálfari fær eitt spjald til þess að kíkja á vafasama dóma. Það yrði geðveikt.“ „Ef þú sérð ekki línu þá máttu ekki dæma á þetta.“ „Þetta er svo ógeðslega dýrt, þetta er rangur dómur. Þetta hefði getað verið þar sem leikurinn brotnaði í aðra hvora áttina.“Klippa: Seinni bylgjan: Löglegt mark tekið af Haukum
Olís-deild karla Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira