„Geitin“ í NFL-deildinni grínast með að nú sé öllum markmiðum náð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2018 14:30 Tom Brady fagnar því að þúsund jardar eru í höfn. Vísir/Getty Tom Brady er að mati flestra spekinga besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar en enginn leiktjórnandi hefur unnið fleiri titla í ameríska fótboltanum en þessi einstaki leikmaður. Brady er líka með húmorinn í lagi og sannar það í nýjustu færslu sinni á samfélasmiðlum. Brady hefur því unnið sér inn hið velþekkta viðurnefni „Geitin“ eða „GOAT“ sem þýðir „Greatest of all time“ eða sá besti í sögunni upp á íslenska tungu. Tom Brady varð NFL-meistari í fimmta sinn með New England Patriots liðinu árið 2016 og hefur síðan að verið að elta þann sjötta þrátt fyrir að vera kominn inn á fimmtugsaldurinn. Eða það héldu menn þar til að menn sáu nýjasta myndbandið inn á samfélagsmiðlum Tom Brady. Aðalverkefni leikstjórnanda er að stýra sóknarleik sinna liða og senda boltann fram völlinn á liðsfélaga sína. Sumir hlaupa mikið með boltann en Tom Brady er hinsvegar ekki mjög mikið í því. Í sigurleik New England Patriots um síðustu helgi þá náði hann samt að komast yfir 1000 hlaupajarda á ferlinum en hann hafði vantað örfáa upp á það í nokkurn tíma. Markmiðið náðist hinsvegar í 265. leiknum á móti Minnesota Vikings um helgina. Tom Brady grínaðist með það á samfélagsmiðlum að nú væri markmiðinu náð. „Vitiði hvað? Eina ástæðan fyrir því að ég er búinn að spila í þessi nítján ár var svo að ég gæti náð þessum þúsund jördum. Ég náði því þannig og nú er ég hættur. Tími til að keyra inn sólarlagið,“ segir Tom Brady í upphafi myndbandsins. Hann heldur þó ekki andlitinu lengi og heldur áfram. „Nei, núna er tími til að drífa sig aftur í vinnuna,“ segir Brady og svo er sýnt myndband af því þegar hann fagnar því að þúsund jardarnir séu í höfn. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. NFL Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira
Tom Brady er að mati flestra spekinga besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar en enginn leiktjórnandi hefur unnið fleiri titla í ameríska fótboltanum en þessi einstaki leikmaður. Brady er líka með húmorinn í lagi og sannar það í nýjustu færslu sinni á samfélasmiðlum. Brady hefur því unnið sér inn hið velþekkta viðurnefni „Geitin“ eða „GOAT“ sem þýðir „Greatest of all time“ eða sá besti í sögunni upp á íslenska tungu. Tom Brady varð NFL-meistari í fimmta sinn með New England Patriots liðinu árið 2016 og hefur síðan að verið að elta þann sjötta þrátt fyrir að vera kominn inn á fimmtugsaldurinn. Eða það héldu menn þar til að menn sáu nýjasta myndbandið inn á samfélagsmiðlum Tom Brady. Aðalverkefni leikstjórnanda er að stýra sóknarleik sinna liða og senda boltann fram völlinn á liðsfélaga sína. Sumir hlaupa mikið með boltann en Tom Brady er hinsvegar ekki mjög mikið í því. Í sigurleik New England Patriots um síðustu helgi þá náði hann samt að komast yfir 1000 hlaupajarda á ferlinum en hann hafði vantað örfáa upp á það í nokkurn tíma. Markmiðið náðist hinsvegar í 265. leiknum á móti Minnesota Vikings um helgina. Tom Brady grínaðist með það á samfélagsmiðlum að nú væri markmiðinu náð. „Vitiði hvað? Eina ástæðan fyrir því að ég er búinn að spila í þessi nítján ár var svo að ég gæti náð þessum þúsund jördum. Ég náði því þannig og nú er ég hættur. Tími til að keyra inn sólarlagið,“ segir Tom Brady í upphafi myndbandsins. Hann heldur þó ekki andlitinu lengi og heldur áfram. „Nei, núna er tími til að drífa sig aftur í vinnuna,“ segir Brady og svo er sýnt myndband af því þegar hann fagnar því að þúsund jardarnir séu í höfn. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.
NFL Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira