Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 5. desember 2018 07:00 Í dag, 5. desember er haldið upp á alþjóðlegan dag sjálfboðaliða. Þú vissir þetta kannski ekki, því störf sjálfboðaliða komast ekkert sérstaklega oft í fréttirnar. Engu að síður eru þetta störf sem gjörbreyta samfélaginu að svo mörgu leyti. Sjálfboðaliðar starfa í þágu ýmissa félaga og samtaka, að góðgerðarmálum, íþróttum, tómstundum og mannúðarstarfi. Það er á þessu síðasta sviði sem nærri 4000 manns starfa á vegum rúmlega 40 deilda Rauða kross Íslands víðs vegar um landið en hugmyndin um sjálfboðið starf er ein af sjö grundvallarhugsjónum Rauða krossins á alþjóðavísu. Sjálfboðaliðar eru á öllum aldri, fólk í námi, starfi og á eftirlaunaaldri. Fólk hefur ólíkar ástæður til að vinna störf í sjálfboðavinnu, en íslenskar rannsóknir sýna að það er fyrst og fremst að vilja leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins, vinna að verðugu málefni og hjálpa þeim sem minna mega sín. Á meðal verkefnanna eru nokkur sem eru vel þekkt, eins og Frú Ragnheiður og Konukot. Önnur eru ekki jafn þekkt en engu minna mikilvæg. Sjálfboðaliðar vinna með umsækjendum um alþjóðlega vernd, kenna nýjum íbúum landsins íslensku og hjálpa þeim að skilja samfélagið. Í kvennadeildum er prjónað á ungabörn og margir flokka og selja föt sem annars færu í ruslið. Fólk og hundar á vegum Rauða krossins heimsækja eldri borgara og sporna gegn félagslegri einangrun. Börn fá aðstoð við heimanám. Fólk sem hefur nýlokið afplánun refsivistar fær aðstoð við að byggja upp sjálfstraust, færni og ferilskrár. Verkefnin taka mið af þörfum hvers samfélags en þess utan hefur Rauði krossinn lögbundið hlutverk í neyðarvörnum og útvegar sjálfboðaliða til að veita fjöldahjálp og félagslega aðstoð í kjölfar neyðarástands. Án allra þeirra sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins í gegnum verkefni RKÍ væri íslenskt samfélag veikara og fátækara. Líttu í kringum þig í dag og þakkaðu þeim sem þetta gera.Höfundur er stjórnarmaður í Rauða krossinum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í dag, 5. desember er haldið upp á alþjóðlegan dag sjálfboðaliða. Þú vissir þetta kannski ekki, því störf sjálfboðaliða komast ekkert sérstaklega oft í fréttirnar. Engu að síður eru þetta störf sem gjörbreyta samfélaginu að svo mörgu leyti. Sjálfboðaliðar starfa í þágu ýmissa félaga og samtaka, að góðgerðarmálum, íþróttum, tómstundum og mannúðarstarfi. Það er á þessu síðasta sviði sem nærri 4000 manns starfa á vegum rúmlega 40 deilda Rauða kross Íslands víðs vegar um landið en hugmyndin um sjálfboðið starf er ein af sjö grundvallarhugsjónum Rauða krossins á alþjóðavísu. Sjálfboðaliðar eru á öllum aldri, fólk í námi, starfi og á eftirlaunaaldri. Fólk hefur ólíkar ástæður til að vinna störf í sjálfboðavinnu, en íslenskar rannsóknir sýna að það er fyrst og fremst að vilja leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins, vinna að verðugu málefni og hjálpa þeim sem minna mega sín. Á meðal verkefnanna eru nokkur sem eru vel þekkt, eins og Frú Ragnheiður og Konukot. Önnur eru ekki jafn þekkt en engu minna mikilvæg. Sjálfboðaliðar vinna með umsækjendum um alþjóðlega vernd, kenna nýjum íbúum landsins íslensku og hjálpa þeim að skilja samfélagið. Í kvennadeildum er prjónað á ungabörn og margir flokka og selja föt sem annars færu í ruslið. Fólk og hundar á vegum Rauða krossins heimsækja eldri borgara og sporna gegn félagslegri einangrun. Börn fá aðstoð við heimanám. Fólk sem hefur nýlokið afplánun refsivistar fær aðstoð við að byggja upp sjálfstraust, færni og ferilskrár. Verkefnin taka mið af þörfum hvers samfélags en þess utan hefur Rauði krossinn lögbundið hlutverk í neyðarvörnum og útvegar sjálfboðaliða til að veita fjöldahjálp og félagslega aðstoð í kjölfar neyðarástands. Án allra þeirra sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins í gegnum verkefni RKÍ væri íslenskt samfélag veikara og fátækara. Líttu í kringum þig í dag og þakkaðu þeim sem þetta gera.Höfundur er stjórnarmaður í Rauða krossinum
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun