Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 17:53 Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, gegnir embætti varaforseta mannréttindaráðs S.þ. á næsta ári. Mynd/Utanríkisráðuneytið Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur kosið Ísland til að fara með embætti varaforseta ráðsins. Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Kosningin fór fram á fundi ráðsins í Genf í gær. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, tekur við embætti varaforseta 1. janúar næstkomandi sem fulltrúi Vestur-Evrópu og annarra ríkja (WEOG-hópsins). Auk Haralds verða fastafulltrúi Króatíu ásamt fulltrúum frá Asíu og Suður-Ameríku varaforsetar ráðsins að þessu sinni. Forseti mannréttindaráðsins, Coly Seck, er frá Senegal. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslandi vera sýnt mikið traust með því að vera falið þetta ábyrgðarstarf fyrir hönd Vesturlanda. „Frá því að ég sótti fund mannréttindaráðsins vorið 2016, fyrstur íslenskra ráðherra, höfum við lagt áherslu á að taka virkari þátt í starfi þess á ábyrgan og markvissan hátt. Kjör okkar í ráðið fyrr á árinu felur í sér ákveðna viðurkenningu á því starfi. Sú staðreynd að við njótum stuðnings til að stýra ráðinu er enn frekari viðurkenning á framlagi Íslands,“ segir Guðlaugur Þór. Hlutverk varaforseta ráðsins er að stýra fundum þess og öðrum verkefnum, líkt og jafningarýninni svokölluðu (e. Universal Period Review), í samstarfi við forseta ráðsins hverju sinni. Fastafulltrúi Íslands býst við að þetta hlutverk verði enn mikilvægara á næsta ári vegna yfirstandandi umræðu um endurbætur á ráðinu. „Við höfum lagt áherslu á bætta starfshætti ráðsins með það að markmiði að styrkja starfið í þágu mannréttinda í heiminum. Þessi umræða mun halda áfram undir stjórn nýs forseta ráðsins,“ segir Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands. Ísland var kosið í mannréttindaráðið í sérstökum aukakosningum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðastliðið sumar þegar sæti losnaði við úrsögn Bandaríkjanna úr ráðinu. Ísland tók þátt sem fullgilt aðildarríki í 39. fundarlotu ráðsins í haust þar sem íslensku fulltrúarnir fluttu alls fjórtán ávörp og áttu auk þess aðild að tíu ræðum til viðbótar. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Senegal Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur kosið Ísland til að fara með embætti varaforseta ráðsins. Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Kosningin fór fram á fundi ráðsins í Genf í gær. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, tekur við embætti varaforseta 1. janúar næstkomandi sem fulltrúi Vestur-Evrópu og annarra ríkja (WEOG-hópsins). Auk Haralds verða fastafulltrúi Króatíu ásamt fulltrúum frá Asíu og Suður-Ameríku varaforsetar ráðsins að þessu sinni. Forseti mannréttindaráðsins, Coly Seck, er frá Senegal. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslandi vera sýnt mikið traust með því að vera falið þetta ábyrgðarstarf fyrir hönd Vesturlanda. „Frá því að ég sótti fund mannréttindaráðsins vorið 2016, fyrstur íslenskra ráðherra, höfum við lagt áherslu á að taka virkari þátt í starfi þess á ábyrgan og markvissan hátt. Kjör okkar í ráðið fyrr á árinu felur í sér ákveðna viðurkenningu á því starfi. Sú staðreynd að við njótum stuðnings til að stýra ráðinu er enn frekari viðurkenning á framlagi Íslands,“ segir Guðlaugur Þór. Hlutverk varaforseta ráðsins er að stýra fundum þess og öðrum verkefnum, líkt og jafningarýninni svokölluðu (e. Universal Period Review), í samstarfi við forseta ráðsins hverju sinni. Fastafulltrúi Íslands býst við að þetta hlutverk verði enn mikilvægara á næsta ári vegna yfirstandandi umræðu um endurbætur á ráðinu. „Við höfum lagt áherslu á bætta starfshætti ráðsins með það að markmiði að styrkja starfið í þágu mannréttinda í heiminum. Þessi umræða mun halda áfram undir stjórn nýs forseta ráðsins,“ segir Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands. Ísland var kosið í mannréttindaráðið í sérstökum aukakosningum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðastliðið sumar þegar sæti losnaði við úrsögn Bandaríkjanna úr ráðinu. Ísland tók þátt sem fullgilt aðildarríki í 39. fundarlotu ráðsins í haust þar sem íslensku fulltrúarnir fluttu alls fjórtán ávörp og áttu auk þess aðild að tíu ræðum til viðbótar.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Senegal Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira