Festi segir upp 36 manns í tengslum við samruna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 5. desember 2018 06:00 Krónuverslanirnar eru eitt af flaggskipum Festar. Vísir/ernir Festi hefur sagt upp 36 starfsmönnum í 30 stöðugildum í tengslum við samruna N1 og Krónunnar og fleiri félaga. Flestir þeirra störfuðu í höfuðstöðvum félagsins í stoðdeildum. Um er að ræða hluta af hagræðingaraðgerðum sem fylgja samrunanum. Þetta segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Markaðinn. Í október tók Festi upp nýtt skipulag í kjölfar samruna fyrrnefndra félaga. Á meðal starfa sem var ofaukið við samrunann var eitt stöðugildi forstjóra og annað stöðugildi fjármálastjóra. Auk þess var fækkað um tíu stöðugildi á fjármálasviði. Enn fremur var hagrætt í mannauðsdeild og tölvurekstri. „Við höfum ekki fækkað fólki í verslunum eða á bensínstöðvum heldur í stoðeiningum,“ segir Eggert Þór. Hann segir að uppsagnirnar tengist ekki aðstæðum í efnahagslífinu. Staða efnahagsmála sé nokkuð góð ef kjarasamningar sem nást verði skynsamlegir. Þó að hagvöxtur síðustu ára muni ekki halda áfram geri hann ekki ráð fyrir samdrætti.Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar.Eggert vekur hins vegar athygli á að laun hafi hækkað hratt á undangengnum árum, við þær aðstæður þurfi að grípa til hagræðingaraðgerða eins og uppsagna sem séu sársaukafullar fyrir alla sem komi að málum. Festi hafi til að mynda tekið róbóta í sína þjónustu á fjármálasviðinu sem sinni ýmsum afstemmingum og lesi reikninga. Hann vekur athygli á að Weber-grill kosti það sama í Elko, sem er í eigu Festar, og á Weber.com um þessar mundir. En erlendi keppinauturinn glími ekki við jafn miklar launahækkanir og íslenska verslunin. Það sé erfitt að hækka verðlag í takt við launahækkanir enda hafi matarkarfan, kaup á raftækjum og eldsneyti farið minnkandi sem hlutfall af launum. N1 keypti hlutafé Festar á ríflega 23,7 milljarðar króna en nettó vaxtaberandi skuldir Festar voru um 14,3 milljarðar við lok síðasta rekstrarárs. Í tilkynningu til Kauphallarinnar hefur verið upplýst að gert ráð sé fyrir að samlegðaráhrif af kaupum, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti gegn skilyrðum, verði á bilinu 500 til 600 milljónir og muni koma fram á næstu tólf til 18 mánuðum. Á meðal einkafjárfesta í Festi er Helgafell, sem stýrt er af Jóni Sigurðssyni, með tvö prósenta hlut og Brekka Retail, sem leitt er af Þórði Má Jóhannssyni, með 1,6 prósenta hlut. Fyrir sameiningu átti Helgafell í olíufélaginu en Brekka Retail í matvörukeðjunni. Síðastliðinn mánuð hefur gengi félagsins lækkað um sjö prósent en litið aftur um tvö ár hefur ávöxtunin verið 20 prósent með arðgreiðslu í mars 2017.Úrvalsvísitalan hefur á sama tíma lækkað um tíu prósent. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 Iceland-verslanir í Reykjanesbæ og á Akureyri flæktu kaupin Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf. sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, en greint var frá kaupunum á sunnudag. 20. nóvember 2018 13:00 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Festi hefur sagt upp 36 starfsmönnum í 30 stöðugildum í tengslum við samruna N1 og Krónunnar og fleiri félaga. Flestir þeirra störfuðu í höfuðstöðvum félagsins í stoðdeildum. Um er að ræða hluta af hagræðingaraðgerðum sem fylgja samrunanum. Þetta segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Markaðinn. Í október tók Festi upp nýtt skipulag í kjölfar samruna fyrrnefndra félaga. Á meðal starfa sem var ofaukið við samrunann var eitt stöðugildi forstjóra og annað stöðugildi fjármálastjóra. Auk þess var fækkað um tíu stöðugildi á fjármálasviði. Enn fremur var hagrætt í mannauðsdeild og tölvurekstri. „Við höfum ekki fækkað fólki í verslunum eða á bensínstöðvum heldur í stoðeiningum,“ segir Eggert Þór. Hann segir að uppsagnirnar tengist ekki aðstæðum í efnahagslífinu. Staða efnahagsmála sé nokkuð góð ef kjarasamningar sem nást verði skynsamlegir. Þó að hagvöxtur síðustu ára muni ekki halda áfram geri hann ekki ráð fyrir samdrætti.Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar.Eggert vekur hins vegar athygli á að laun hafi hækkað hratt á undangengnum árum, við þær aðstæður þurfi að grípa til hagræðingaraðgerða eins og uppsagna sem séu sársaukafullar fyrir alla sem komi að málum. Festi hafi til að mynda tekið róbóta í sína þjónustu á fjármálasviðinu sem sinni ýmsum afstemmingum og lesi reikninga. Hann vekur athygli á að Weber-grill kosti það sama í Elko, sem er í eigu Festar, og á Weber.com um þessar mundir. En erlendi keppinauturinn glími ekki við jafn miklar launahækkanir og íslenska verslunin. Það sé erfitt að hækka verðlag í takt við launahækkanir enda hafi matarkarfan, kaup á raftækjum og eldsneyti farið minnkandi sem hlutfall af launum. N1 keypti hlutafé Festar á ríflega 23,7 milljarðar króna en nettó vaxtaberandi skuldir Festar voru um 14,3 milljarðar við lok síðasta rekstrarárs. Í tilkynningu til Kauphallarinnar hefur verið upplýst að gert ráð sé fyrir að samlegðaráhrif af kaupum, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti gegn skilyrðum, verði á bilinu 500 til 600 milljónir og muni koma fram á næstu tólf til 18 mánuðum. Á meðal einkafjárfesta í Festi er Helgafell, sem stýrt er af Jóni Sigurðssyni, með tvö prósenta hlut og Brekka Retail, sem leitt er af Þórði Má Jóhannssyni, með 1,6 prósenta hlut. Fyrir sameiningu átti Helgafell í olíufélaginu en Brekka Retail í matvörukeðjunni. Síðastliðinn mánuð hefur gengi félagsins lækkað um sjö prósent en litið aftur um tvö ár hefur ávöxtunin verið 20 prósent með arðgreiðslu í mars 2017.Úrvalsvísitalan hefur á sama tíma lækkað um tíu prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 Iceland-verslanir í Reykjanesbæ og á Akureyri flæktu kaupin Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf. sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, en greint var frá kaupunum á sunnudag. 20. nóvember 2018 13:00 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12
Iceland-verslanir í Reykjanesbæ og á Akureyri flæktu kaupin Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf. sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, en greint var frá kaupunum á sunnudag. 20. nóvember 2018 13:00