Viðskipti innlent

Húrra Reykjavík hagnast um 20 milljónir

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Sindri Jensson er eigandi Húrra Reykjavík.
Sindri Jensson er eigandi Húrra Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Rekstrarfélag fataverslana Húrra Reykjavík hagnaðist um liðlega 20 milljónir króna í fyrra borið saman við 37 milljóna króna hagnað árið áður.

Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins, JS Reykjavík, fyrir síðasta ár. Verslanirnar seldu vörur fyrir samanlagt tæpar 375 milljónir króna á síðasta ári og jókst salan um 58 prósent frá fyrra ári þegar hún nam um 238 milljónum króna.

Rekstrarfélagið átti eignir upp á 135 milljónir króna í lok síðasta árs en á sama tíma var eigið fé þess 26 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið því um 19 prósent.

Sindri Snær Jensson og Jón Davíð Davíðsson opnuðu fyrstu verslun Húrra Reykjavík, herrafataverslun, á Hverfisgötu haustið 2014 en verslun með kvenfatnað var opnuð í sömu götu tveimur árum síðar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×