Gummi Ben kom sjálfum sér á óvart Sögur útgáfa kynnir 5. desember 2018 12:45 Gummi Ben fer um víðan völl í fyrstu bók sinni, Stóra fótboltabókin með Gumma Ben. „Ég lifi og hrærist í hringiðu fótboltans. Fótbolti er það skemmtilegasta sem ég veit og það eru algjör forréttindi að fá að tala um fótbolta alla daga,“ segir hinn eini sanni Gummi Ben. Hann talar reyndar ekki bara um fótbolta heldur skrifar um hann líka því út er komin Stóra fótboltabókin með Gumma Ben. „Þetta er mitt fyrsta ritverk,“ segir hann og viðurkennir að hafa komið sjálfum sér á óvart. „Ég hafði ekki mikið hugsað um ritstörf þegar Tómas hjá Sögum útgáfu spurði mig hvort ég hefði ekki áhuga á að skrifa eins og eina bók um fótbolta? Ég sló til, fékk alveg frjálsar hendur og gat skrifað það sem mig langaði til. Þetta er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert.“ Bókin er enda litrík eftir því og skemmtileg aflestrar. Gummi veður úr einu í annað og kryddar ríkulega með myndum. Hann segir sögur af sjálfum sér, fjallar um sterkustu leikmenn heims og setur saman draumaliðið.„Já, já ég fer um víðan völl. Ég skrifa um æsku mína sem íþróttakrakka sem alltaf var með boltann á tánum og hvernig ég ólst upp í íþróttaumhverfi. Það slæðast meira að segja nokkrar myndir af mér þarna inn. Svo fylgja staðreyndir um ýmsar fótboltastjörnur dagsins í dag og hvernig þær voru á yngri árum. Ég vel nokkur uppáhalds mörk og vel líka í draumaliðið mitt, en það var vægast sagt erfitt. Við höfum átt svo ótrúlega marga góða leikmenn, karla og konur. Margt af þessu fólki eru líka vinir mínir, en kannski ekki lengur, það komust náttúrlega bara ellefu í draumaliðið. Þegar ég hugsa um það þá hefur enginn talað við mig síðan bókin kom út. Vonandi verður mér fyrirgefið um jólin,“ segir hann glettinn.En er þessi bók þá einungis fyrir eldheitt áhugafólk um fótbolta?„Alls ekki, þó hún sé kannski auðlesnari ef maður fylgist með boltanum. Hún er kannski meira fyrir yngri kynslóðina. Og þó, ég myndi segja að þessi bók sé fyrir börn á öllum aldri. Barnið kemur nefnilega upp í manni í fótbolta. Ég kvíði því ef ég hætti einhvern tíma að þjálfa fótbolta og vinna með ungu fólki. Þá fyrst færi ég að eldast hratt.“ Hér fyrir neðan má heyra Gumma Ben segja frá draumaliðinu og bókinni í útvarpsþættinum Brennslan.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Sögur útgáfu. Bókmenntir Menning Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Flottasti garður landsins er á Selfossi Myndaveisla: Bylgjulestin lokaði sumrinu í Vaglaskógi Íslendingar geta verið sóðar Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Sjá meira
„Ég lifi og hrærist í hringiðu fótboltans. Fótbolti er það skemmtilegasta sem ég veit og það eru algjör forréttindi að fá að tala um fótbolta alla daga,“ segir hinn eini sanni Gummi Ben. Hann talar reyndar ekki bara um fótbolta heldur skrifar um hann líka því út er komin Stóra fótboltabókin með Gumma Ben. „Þetta er mitt fyrsta ritverk,“ segir hann og viðurkennir að hafa komið sjálfum sér á óvart. „Ég hafði ekki mikið hugsað um ritstörf þegar Tómas hjá Sögum útgáfu spurði mig hvort ég hefði ekki áhuga á að skrifa eins og eina bók um fótbolta? Ég sló til, fékk alveg frjálsar hendur og gat skrifað það sem mig langaði til. Þetta er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert.“ Bókin er enda litrík eftir því og skemmtileg aflestrar. Gummi veður úr einu í annað og kryddar ríkulega með myndum. Hann segir sögur af sjálfum sér, fjallar um sterkustu leikmenn heims og setur saman draumaliðið.„Já, já ég fer um víðan völl. Ég skrifa um æsku mína sem íþróttakrakka sem alltaf var með boltann á tánum og hvernig ég ólst upp í íþróttaumhverfi. Það slæðast meira að segja nokkrar myndir af mér þarna inn. Svo fylgja staðreyndir um ýmsar fótboltastjörnur dagsins í dag og hvernig þær voru á yngri árum. Ég vel nokkur uppáhalds mörk og vel líka í draumaliðið mitt, en það var vægast sagt erfitt. Við höfum átt svo ótrúlega marga góða leikmenn, karla og konur. Margt af þessu fólki eru líka vinir mínir, en kannski ekki lengur, það komust náttúrlega bara ellefu í draumaliðið. Þegar ég hugsa um það þá hefur enginn talað við mig síðan bókin kom út. Vonandi verður mér fyrirgefið um jólin,“ segir hann glettinn.En er þessi bók þá einungis fyrir eldheitt áhugafólk um fótbolta?„Alls ekki, þó hún sé kannski auðlesnari ef maður fylgist með boltanum. Hún er kannski meira fyrir yngri kynslóðina. Og þó, ég myndi segja að þessi bók sé fyrir börn á öllum aldri. Barnið kemur nefnilega upp í manni í fótbolta. Ég kvíði því ef ég hætti einhvern tíma að þjálfa fótbolta og vinna með ungu fólki. Þá fyrst færi ég að eldast hratt.“ Hér fyrir neðan má heyra Gumma Ben segja frá draumaliðinu og bókinni í útvarpsþættinum Brennslan.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Sögur útgáfu.
Bókmenntir Menning Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Flottasti garður landsins er á Selfossi Myndaveisla: Bylgjulestin lokaði sumrinu í Vaglaskógi Íslendingar geta verið sóðar Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Sjá meira