Stefni enn þá á að vera komin út í atvinnumennsku á nýju ári Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. desember 2018 16:00 Dagný í leik með Íslandi á Evrópumótinu 2017 en hún hefur leikið 76 leiki fyrir Íslands hönd. vísir/getty Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er þessa dagana að æfa undir handleiðslu Baldurs Þórs Ragnarssonar, styrktarþjálfara körfuboltalandsliðsins, og stefnir á að geta samið við lið í atvinnumennsku á næsta ári. Hún hefur verið frá keppni undanfarið ár eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt í júní og missti af lokaleikjum Íslands í undankeppni HM í haust en tók sér sæti á varamannabekknum hjá Selfossi í tveimur leikjum í Pepsi-deild kvenna á nýafstöðnu tímabili. Síðasti leikur hennar með félagsliði kom fyrir rúmu ári þegar hún lék í úrslitaleik NWSL-deildarinnar með liði sínu Portland Thorns og varð meistari í einni af sterkustu deildum heims. Hún hefur einnig orðið meistari með Bayern München í Þýskalandi og Florida State í bandaríska háskólaboltanum þar sem hún var valin best í deildinni tvö ár í röð. Hún stefnir aftur út í atvinnumennsku og æfir ansi stíft þessa dagana undir handleiðslu Baldurs svo að ekkert bakslag verði.Dagný Brynjarsdóttir missti af leikjum íslenska landsliðsins á árinu.Vísir/Getty„Það er enn stefnan að komast aftur út í atvinnumennsku eftir áramót, ég er ekki enn búin að ná fullri heilsu en ég er orðin mun betri og er að mér finnst á réttri leið. Ég reyni að taka þetta í litlum skrefum í samráði við Baldur til þess að ekkert bakslag komi upp og ég er orðin bjartsýnni en áður,“ sagði Dagný sem er dugleg að fara út að hlaupa, sama þótt að það sé kominn hávetur. „Það sýnir í raun hvað ég er spennt að komast aftur út á völlinn. Ef ég ætla út í atvinnumennsku þá þarf ég að leggja þetta á mig. Þetta er ekki alltaf auðvelt en ég stefni aftur út.“ Hún tók sendingaæfingu og fulla upphitun um daginn en snjórinn er farinn að setja strik í reikninginn. „Þegar ég er byrjuð að æfa aftur finn ég bragðið hvað þetta er gaman þó að það hafi þurft að fresta æfingu kvöldsins vegna snjókomu.“ Dagný segist vera bjartsýn á að komast út í atvinnumennsku fljótlega eftir áramót. „Á meðan endurhæfingin gengur svona vel þá er ég bjartsýn,“ sagði Dagný sem staðfesti að það stæðu yfir viðræður við lið erlendis en hún gat ekki sagt hvaða lið það var. „Umboðsmaðurinn minn er í viðræðum við lið erlendis núna, ég get því miður ekki tjáð mig meira um það eins og staðan er í dag.“ Íslenski boltinn NWSL Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er þessa dagana að æfa undir handleiðslu Baldurs Þórs Ragnarssonar, styrktarþjálfara körfuboltalandsliðsins, og stefnir á að geta samið við lið í atvinnumennsku á næsta ári. Hún hefur verið frá keppni undanfarið ár eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt í júní og missti af lokaleikjum Íslands í undankeppni HM í haust en tók sér sæti á varamannabekknum hjá Selfossi í tveimur leikjum í Pepsi-deild kvenna á nýafstöðnu tímabili. Síðasti leikur hennar með félagsliði kom fyrir rúmu ári þegar hún lék í úrslitaleik NWSL-deildarinnar með liði sínu Portland Thorns og varð meistari í einni af sterkustu deildum heims. Hún hefur einnig orðið meistari með Bayern München í Þýskalandi og Florida State í bandaríska háskólaboltanum þar sem hún var valin best í deildinni tvö ár í röð. Hún stefnir aftur út í atvinnumennsku og æfir ansi stíft þessa dagana undir handleiðslu Baldurs svo að ekkert bakslag verði.Dagný Brynjarsdóttir missti af leikjum íslenska landsliðsins á árinu.Vísir/Getty„Það er enn stefnan að komast aftur út í atvinnumennsku eftir áramót, ég er ekki enn búin að ná fullri heilsu en ég er orðin mun betri og er að mér finnst á réttri leið. Ég reyni að taka þetta í litlum skrefum í samráði við Baldur til þess að ekkert bakslag komi upp og ég er orðin bjartsýnni en áður,“ sagði Dagný sem er dugleg að fara út að hlaupa, sama þótt að það sé kominn hávetur. „Það sýnir í raun hvað ég er spennt að komast aftur út á völlinn. Ef ég ætla út í atvinnumennsku þá þarf ég að leggja þetta á mig. Þetta er ekki alltaf auðvelt en ég stefni aftur út.“ Hún tók sendingaæfingu og fulla upphitun um daginn en snjórinn er farinn að setja strik í reikninginn. „Þegar ég er byrjuð að æfa aftur finn ég bragðið hvað þetta er gaman þó að það hafi þurft að fresta æfingu kvöldsins vegna snjókomu.“ Dagný segist vera bjartsýn á að komast út í atvinnumennsku fljótlega eftir áramót. „Á meðan endurhæfingin gengur svona vel þá er ég bjartsýn,“ sagði Dagný sem staðfesti að það stæðu yfir viðræður við lið erlendis en hún gat ekki sagt hvaða lið það var. „Umboðsmaðurinn minn er í viðræðum við lið erlendis núna, ég get því miður ekki tjáð mig meira um það eins og staðan er í dag.“
Íslenski boltinn NWSL Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira