Körfubolti

Valur skoraði 102 stig gegn Blikum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðbjörg átti flottan leik í kvöld.
Guðbjörg átti flottan leik í kvöld. vísir/ernir
Valur lenti í engum vandræðum með Breiðablik er liðin mættust í Dominos-deild kvenna í Kópavogi í kvöld en Valur vann 29 stiga sigur, 102-73.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Valur var þremur stigum yfir eftir hann, 27-24. Gestirnir spýttu í lófana í öðrum leikhluta og leiddu í hálfleik 52-37.

Gestirnir frá Hlíðarenda slökuðu ekkert á klónni í þriðja leikhlutanum; unnu hann 31-15 og voru með tröllatök á leiknum sem þær létu ekki af hendi í síðasta leikhlutanum. Öruggur sigur Vals.

Heather Butler var stigahæst í liði Vals með 22 stig en að auki tók hún sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Guðbjörg Sverrisdóttir kom næst með nítján stig og sex stoðsendingar en Valur er með tíu stig í fimmta sætinu.

Sanja Orazovic var stigahæst hjá Blikunum með tuttugu stig en að auki tók hún fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Næst kom Kelly Faris með sextán stig en Blikar eru á botninum með tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×