Samfylking og Sjálfstæðisflokkur stærstu flokkarnir í nýrri könnun Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2018 13:44 Miðflokkur og Flokkur fólksins næðu ekki manni inn, samkvæmt nýrri könnun. FBL/Anton Brink Hvorki Miðflokkurinn né Flokkur fólksins myndu ná frambjóðendum inn á þing ef gengið yrði til kosninga í dag. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Maskínu en þar mælast Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin nánast með sama fylgi. Samfylkingin er með 19,7 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn með 19,3 prósent. Næst koma Píratar (14,9 prósent) og VG (14,9 prósent). Viðreisn fengi 13,4 prósent, Framsóknarflokkurinn 8,8 prósent, Miðflokkurinn 4,6 prósent og Flokkur fólksins 4,4 prósent. Svarendur voru 1.311 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 30. nóvember – 3. desember 2018. Maskína spurði hvaða flokk fólk myndi kjósa í dag og hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum í ljósi umræðna sex þingmanna á Klaustri í lok nóvember. Innan við helmingur þeirra sem segjast hafa kosið Miðflokkinn í síðustu kosningum ætlar að kjósa hann aftur nú, eða tæplega 49%. Rúmlega 59% þeirra sem kusu Flokk fólksins í síðustu kosningum myndu kjósa hann aftur nú. Næstum sama hlutfall eða tæplega 61% þeirra sem kusu Vinstrihreyfinguna – grænt framboð síðast myndi kjósa flokkinn aftur nú. Hæst hlutfall kjósenda Viðreisnar myndi kjósa flokkinn aftur nú, eða rúmlega 92% en 82-85% kjósenda hinna flokkanna, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Greinilegt er að kjósendur þeirra þriggja flokka sem ætla í mestum mæli að kjósa aðra flokka en þann sem þeir kusu síðast eru nokkuð ráðvilltir, því 19-25% þeirra segjast ekki vita hvaða flokk þeir myndu kjósa nú. Af öllum fyrrverandi kjósendum Flokks fólksins ætla þeir helst að kjósa Pírata (tæplega 15%), Viðreisn (rösklega 11%) og Framsóknarflokkinn (7,4%). Fyrrverandi kjósendur Miðflokksins myndu nú helst kjósa Flokk fólksins (16,3%), Framsóknarflokkinn (16,3%) og Sjálfstæðisflokkinn (11,6%). Fyrrverandi kjósendur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hyggjast að langstærstum hluta kjósa Samfylkinguna, eða 21,5% en rösklega 10% myndu kjósa Pírata nú. Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Hvorki Miðflokkurinn né Flokkur fólksins myndu ná frambjóðendum inn á þing ef gengið yrði til kosninga í dag. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Maskínu en þar mælast Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin nánast með sama fylgi. Samfylkingin er með 19,7 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn með 19,3 prósent. Næst koma Píratar (14,9 prósent) og VG (14,9 prósent). Viðreisn fengi 13,4 prósent, Framsóknarflokkurinn 8,8 prósent, Miðflokkurinn 4,6 prósent og Flokkur fólksins 4,4 prósent. Svarendur voru 1.311 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 30. nóvember – 3. desember 2018. Maskína spurði hvaða flokk fólk myndi kjósa í dag og hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum í ljósi umræðna sex þingmanna á Klaustri í lok nóvember. Innan við helmingur þeirra sem segjast hafa kosið Miðflokkinn í síðustu kosningum ætlar að kjósa hann aftur nú, eða tæplega 49%. Rúmlega 59% þeirra sem kusu Flokk fólksins í síðustu kosningum myndu kjósa hann aftur nú. Næstum sama hlutfall eða tæplega 61% þeirra sem kusu Vinstrihreyfinguna – grænt framboð síðast myndi kjósa flokkinn aftur nú. Hæst hlutfall kjósenda Viðreisnar myndi kjósa flokkinn aftur nú, eða rúmlega 92% en 82-85% kjósenda hinna flokkanna, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Greinilegt er að kjósendur þeirra þriggja flokka sem ætla í mestum mæli að kjósa aðra flokka en þann sem þeir kusu síðast eru nokkuð ráðvilltir, því 19-25% þeirra segjast ekki vita hvaða flokk þeir myndu kjósa nú. Af öllum fyrrverandi kjósendum Flokks fólksins ætla þeir helst að kjósa Pírata (tæplega 15%), Viðreisn (rösklega 11%) og Framsóknarflokkinn (7,4%). Fyrrverandi kjósendur Miðflokksins myndu nú helst kjósa Flokk fólksins (16,3%), Framsóknarflokkinn (16,3%) og Sjálfstæðisflokkinn (11,6%). Fyrrverandi kjósendur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hyggjast að langstærstum hluta kjósa Samfylkinguna, eða 21,5% en rösklega 10% myndu kjósa Pírata nú.
Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira