Samfylking og Sjálfstæðisflokkur stærstu flokkarnir í nýrri könnun Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2018 13:44 Miðflokkur og Flokkur fólksins næðu ekki manni inn, samkvæmt nýrri könnun. FBL/Anton Brink Hvorki Miðflokkurinn né Flokkur fólksins myndu ná frambjóðendum inn á þing ef gengið yrði til kosninga í dag. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Maskínu en þar mælast Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin nánast með sama fylgi. Samfylkingin er með 19,7 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn með 19,3 prósent. Næst koma Píratar (14,9 prósent) og VG (14,9 prósent). Viðreisn fengi 13,4 prósent, Framsóknarflokkurinn 8,8 prósent, Miðflokkurinn 4,6 prósent og Flokkur fólksins 4,4 prósent. Svarendur voru 1.311 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 30. nóvember – 3. desember 2018. Maskína spurði hvaða flokk fólk myndi kjósa í dag og hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum í ljósi umræðna sex þingmanna á Klaustri í lok nóvember. Innan við helmingur þeirra sem segjast hafa kosið Miðflokkinn í síðustu kosningum ætlar að kjósa hann aftur nú, eða tæplega 49%. Rúmlega 59% þeirra sem kusu Flokk fólksins í síðustu kosningum myndu kjósa hann aftur nú. Næstum sama hlutfall eða tæplega 61% þeirra sem kusu Vinstrihreyfinguna – grænt framboð síðast myndi kjósa flokkinn aftur nú. Hæst hlutfall kjósenda Viðreisnar myndi kjósa flokkinn aftur nú, eða rúmlega 92% en 82-85% kjósenda hinna flokkanna, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Greinilegt er að kjósendur þeirra þriggja flokka sem ætla í mestum mæli að kjósa aðra flokka en þann sem þeir kusu síðast eru nokkuð ráðvilltir, því 19-25% þeirra segjast ekki vita hvaða flokk þeir myndu kjósa nú. Af öllum fyrrverandi kjósendum Flokks fólksins ætla þeir helst að kjósa Pírata (tæplega 15%), Viðreisn (rösklega 11%) og Framsóknarflokkinn (7,4%). Fyrrverandi kjósendur Miðflokksins myndu nú helst kjósa Flokk fólksins (16,3%), Framsóknarflokkinn (16,3%) og Sjálfstæðisflokkinn (11,6%). Fyrrverandi kjósendur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hyggjast að langstærstum hluta kjósa Samfylkinguna, eða 21,5% en rösklega 10% myndu kjósa Pírata nú. Alþingi Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Hvorki Miðflokkurinn né Flokkur fólksins myndu ná frambjóðendum inn á þing ef gengið yrði til kosninga í dag. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Maskínu en þar mælast Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin nánast með sama fylgi. Samfylkingin er með 19,7 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn með 19,3 prósent. Næst koma Píratar (14,9 prósent) og VG (14,9 prósent). Viðreisn fengi 13,4 prósent, Framsóknarflokkurinn 8,8 prósent, Miðflokkurinn 4,6 prósent og Flokkur fólksins 4,4 prósent. Svarendur voru 1.311 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 30. nóvember – 3. desember 2018. Maskína spurði hvaða flokk fólk myndi kjósa í dag og hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum í ljósi umræðna sex þingmanna á Klaustri í lok nóvember. Innan við helmingur þeirra sem segjast hafa kosið Miðflokkinn í síðustu kosningum ætlar að kjósa hann aftur nú, eða tæplega 49%. Rúmlega 59% þeirra sem kusu Flokk fólksins í síðustu kosningum myndu kjósa hann aftur nú. Næstum sama hlutfall eða tæplega 61% þeirra sem kusu Vinstrihreyfinguna – grænt framboð síðast myndi kjósa flokkinn aftur nú. Hæst hlutfall kjósenda Viðreisnar myndi kjósa flokkinn aftur nú, eða rúmlega 92% en 82-85% kjósenda hinna flokkanna, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Greinilegt er að kjósendur þeirra þriggja flokka sem ætla í mestum mæli að kjósa aðra flokka en þann sem þeir kusu síðast eru nokkuð ráðvilltir, því 19-25% þeirra segjast ekki vita hvaða flokk þeir myndu kjósa nú. Af öllum fyrrverandi kjósendum Flokks fólksins ætla þeir helst að kjósa Pírata (tæplega 15%), Viðreisn (rösklega 11%) og Framsóknarflokkinn (7,4%). Fyrrverandi kjósendur Miðflokksins myndu nú helst kjósa Flokk fólksins (16,3%), Framsóknarflokkinn (16,3%) og Sjálfstæðisflokkinn (11,6%). Fyrrverandi kjósendur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hyggjast að langstærstum hluta kjósa Samfylkinguna, eða 21,5% en rösklega 10% myndu kjósa Pírata nú.
Alþingi Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira