Nágrannar fengu lögbann á fyrirhugað vistheimili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2018 18:54 Þingvað 35, þar sem fyrirhugað vistheimili átti að vera staðsett. Vísir/Vilhelm Íbúar í nágrenni húss í Þingvaði í Norðlingaholti þar sem til stóð að reka vistheimili fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hafa fengið lögbann á starfsemina. Ekkert verður því af því að vistheimilið verði opnað í húsinu. Mbl.is greinir frá. Töluvert var fjallað um málið í vor þegar greint var frá því að til stæði að opna vistheimilið. Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýndu þá barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra vegna þess sem þeir töldu vera samráðsleysi vegna málsins. Stefnt var að því að um tvö til þrjú ungmenni hafi átt að vera í húsinu á hverjum tíma. Öll áttu þau að eiga það sameiginlegt að hafa lokið mörgum meðferðum og þurfa aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný. „Þetta eru krakkar sem geta eða eiga ekki að vera langdvölum inni á meðferðarheimilum. Þetta er stuðningsheimli með eftirmeðferð, fyrir börn sem eru ekki í neyslu,“ sagði Halldór Hauksson, sviðstjóri hjá Barnaverndarstofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl.Sjá einnig: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts sagðist hins vegar hafa samúð með börnunum en að fólk vildi ekki börn með alvarlegan fíkniefnavanda í hverfið. Á vef Mbl.is segir að sýslumaður hafi samþykkt lögbannskröfu íbúanna í nágrenni hússins síðastliðinn föstudag. Barnaverndarstofa hefur ekki hug á því að freista þess að hnekkja lögbanni og því er útlit fyrir að vistheimilið verði ekki rekið í húsinu sem um ræðir. „Lögbannið byggir á gríðarlegum misskilningi á eðli starfseminnar. Hins vegar liggur einnig fyrir að það myndi taka marga mánuði að fá lögbanninu hnekkt fyrir dómi og að stofan myndi innan þess tíma missa húsnæðið. Því hefur Barnaverndarstofu ekki forsendur fyrir því að mótmæla lögbanninu fyrir dómi,“ er haft eftir Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaaverndarstofu á mbl.is. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stuðningsheimli í Norðlingaholti: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Barnaverndarstofa áréttar að vistheimili sem opna á í Reykjavík sé fyrir ungmenni sem ekki eru í neyslu heldur á batavegi. Einnig að ekki sé búið að skrifa undir leigusamning í Norðlingaholti, þar sem íbúasamtök hafa gagnrýnt opnun heimilisins. 18. apríl 2018 20:15 Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Íbúasamtök grunar að sala fíkniefna og dreifing eigi sér stað þar sem setja á fót meðferðarúrræði barna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda. 17. apríl 2018 19:00 Íbúar ósattir við vistheimili fyrir börn með fíknivanda Íbúðarsamtök Norðlingaholts eru uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis, fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda, í hverfinu. 17. apríl 2018 12:14 Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Íbúar í nágrenni húss í Þingvaði í Norðlingaholti þar sem til stóð að reka vistheimili fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hafa fengið lögbann á starfsemina. Ekkert verður því af því að vistheimilið verði opnað í húsinu. Mbl.is greinir frá. Töluvert var fjallað um málið í vor þegar greint var frá því að til stæði að opna vistheimilið. Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýndu þá barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra vegna þess sem þeir töldu vera samráðsleysi vegna málsins. Stefnt var að því að um tvö til þrjú ungmenni hafi átt að vera í húsinu á hverjum tíma. Öll áttu þau að eiga það sameiginlegt að hafa lokið mörgum meðferðum og þurfa aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný. „Þetta eru krakkar sem geta eða eiga ekki að vera langdvölum inni á meðferðarheimilum. Þetta er stuðningsheimli með eftirmeðferð, fyrir börn sem eru ekki í neyslu,“ sagði Halldór Hauksson, sviðstjóri hjá Barnaverndarstofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl.Sjá einnig: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts sagðist hins vegar hafa samúð með börnunum en að fólk vildi ekki börn með alvarlegan fíkniefnavanda í hverfið. Á vef Mbl.is segir að sýslumaður hafi samþykkt lögbannskröfu íbúanna í nágrenni hússins síðastliðinn föstudag. Barnaverndarstofa hefur ekki hug á því að freista þess að hnekkja lögbanni og því er útlit fyrir að vistheimilið verði ekki rekið í húsinu sem um ræðir. „Lögbannið byggir á gríðarlegum misskilningi á eðli starfseminnar. Hins vegar liggur einnig fyrir að það myndi taka marga mánuði að fá lögbanninu hnekkt fyrir dómi og að stofan myndi innan þess tíma missa húsnæðið. Því hefur Barnaverndarstofu ekki forsendur fyrir því að mótmæla lögbanninu fyrir dómi,“ er haft eftir Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaaverndarstofu á mbl.is.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stuðningsheimli í Norðlingaholti: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Barnaverndarstofa áréttar að vistheimili sem opna á í Reykjavík sé fyrir ungmenni sem ekki eru í neyslu heldur á batavegi. Einnig að ekki sé búið að skrifa undir leigusamning í Norðlingaholti, þar sem íbúasamtök hafa gagnrýnt opnun heimilisins. 18. apríl 2018 20:15 Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Íbúasamtök grunar að sala fíkniefna og dreifing eigi sér stað þar sem setja á fót meðferðarúrræði barna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda. 17. apríl 2018 19:00 Íbúar ósattir við vistheimili fyrir börn með fíknivanda Íbúðarsamtök Norðlingaholts eru uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis, fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda, í hverfinu. 17. apríl 2018 12:14 Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Stuðningsheimli í Norðlingaholti: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Barnaverndarstofa áréttar að vistheimili sem opna á í Reykjavík sé fyrir ungmenni sem ekki eru í neyslu heldur á batavegi. Einnig að ekki sé búið að skrifa undir leigusamning í Norðlingaholti, þar sem íbúasamtök hafa gagnrýnt opnun heimilisins. 18. apríl 2018 20:15
Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Íbúasamtök grunar að sala fíkniefna og dreifing eigi sér stað þar sem setja á fót meðferðarúrræði barna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda. 17. apríl 2018 19:00
Íbúar ósattir við vistheimili fyrir börn með fíknivanda Íbúðarsamtök Norðlingaholts eru uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis, fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda, í hverfinu. 17. apríl 2018 12:14
Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15