Fjölskylda týndu prinsessunnar áréttar að hún sé "heil á húfi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2018 23:30 Talið er að prinsessan hafi reynt að flýja Dubai til þess að öðlast meira frjálsræði erlendis Vísir Prinsessan Sheikha Latifa, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, er heil á húfi í faðmi fjölskyldu sinnar í Dúbaí, að því er segir í nýrri tilkynningu frá fjölskyldunni. Engar sannanir þess efnis hafa þó verið birtar en prinsessan reyndi að flýja frá fjölskyldu sinni fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Í nýrri heimildarmynd breska ríkisútvarpsins BBC er sagt frá flóttatilraun Latifu, sem hún skipulagði á heilum sjö árum. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún varð uppvís að flóttanum í mars á þessu ári. Talið er að prinsessan hafi verið handsömuð er hún reyndi að flýja en vitni segja að yfirvöld í Dúbaí hafi sótt hana um borð í snekkju undan ströndum Indlands. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Latifu, sem faðir hennar forsætisráðherrann skrifar undir og send var út í vikunni, segir að prinsessan sé í öruggum höndum fjölskyldunnar í Dúbaí. Enn hefur þó ekki fengist staðfest með öðrum hætti að hún sé í raun heil á húfi. „(Latifa) og fjölskylda hennar hlakka til að fagna afmæli hennar í dag, í frið og ró, og byggja upp örugga og ánægjulega framtíð handa henni,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni en prinsessan varð 33 ára gömul í gær. Ljóst er að Latifa óttaðist hræðileg örlög, yrði hún handsömuð við flóttann. Í myndbandi sem sýnt er í heimildarmyndinni ræðir Latifa það sem hún ætti í vændum ef allt færi á versta veg. „Ef þú ert að horfa á þetta myndband þá er það ekki gott. Það þýðir að ég er annað hvort dáin eða í mjög, mjög slæmum aðstæðum,“ sagði Latifa. Myndbandið átti einungis að birta ef hún yrði handsömuð. Indland Mið-Austurlönd Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42 Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Ný heimildarmynd varpar ljósi á flóttatilraun prinsessunnar sem ekkert hefur spurst til síðan í mars á þessu ári. 4. desember 2018 23:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Prinsessan Sheikha Latifa, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, er heil á húfi í faðmi fjölskyldu sinnar í Dúbaí, að því er segir í nýrri tilkynningu frá fjölskyldunni. Engar sannanir þess efnis hafa þó verið birtar en prinsessan reyndi að flýja frá fjölskyldu sinni fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Í nýrri heimildarmynd breska ríkisútvarpsins BBC er sagt frá flóttatilraun Latifu, sem hún skipulagði á heilum sjö árum. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún varð uppvís að flóttanum í mars á þessu ári. Talið er að prinsessan hafi verið handsömuð er hún reyndi að flýja en vitni segja að yfirvöld í Dúbaí hafi sótt hana um borð í snekkju undan ströndum Indlands. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Latifu, sem faðir hennar forsætisráðherrann skrifar undir og send var út í vikunni, segir að prinsessan sé í öruggum höndum fjölskyldunnar í Dúbaí. Enn hefur þó ekki fengist staðfest með öðrum hætti að hún sé í raun heil á húfi. „(Latifa) og fjölskylda hennar hlakka til að fagna afmæli hennar í dag, í frið og ró, og byggja upp örugga og ánægjulega framtíð handa henni,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni en prinsessan varð 33 ára gömul í gær. Ljóst er að Latifa óttaðist hræðileg örlög, yrði hún handsömuð við flóttann. Í myndbandi sem sýnt er í heimildarmyndinni ræðir Latifa það sem hún ætti í vændum ef allt færi á versta veg. „Ef þú ert að horfa á þetta myndband þá er það ekki gott. Það þýðir að ég er annað hvort dáin eða í mjög, mjög slæmum aðstæðum,“ sagði Latifa. Myndbandið átti einungis að birta ef hún yrði handsömuð.
Indland Mið-Austurlönd Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42 Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Ný heimildarmynd varpar ljósi á flóttatilraun prinsessunnar sem ekkert hefur spurst til síðan í mars á þessu ári. 4. desember 2018 23:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42
Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Ný heimildarmynd varpar ljósi á flóttatilraun prinsessunnar sem ekkert hefur spurst til síðan í mars á þessu ári. 4. desember 2018 23:15