Krefjast 56 milljóna í skaðabætur í Bitcoin-málinu Birgir Olgeirsson skrifar 7. desember 2018 14:03 Eyjólfur Magnús, forstjóri gagnavera Advania. Vísir/Anton Brink Advania Datacenter lagði fram 56 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur sakborningunum sjö við aðalmeðferð í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Krafan er tvískipt, annars vegar beint tjón sem nemur 33 milljónum króna og missi hagnaðar sem nemur 22 milljónum króna. Þá vill fyrirtækið fá greiddan málskostnað upp á rúma milljón. Fyrirtækið hýsti tölvurnar fyrir annað fyrirtæki en um var að ræða 225 Antminer tölvur og jafn marga aflgjafa sem notaðar eru til að grafa eftir Bitcoin-rafmynt. Advania Datacenter bætti fyrirtækinu tölvurnar gegn því að skaðabótakrafan yrði framseld til Advania Datacenter. Skaðabótakröfurnar voru lækkaðar frá því sem greinir í ákæru því að í fyrstu var talið að 313 tölvum hefði verið stolið úr gagnaverinu en þær reyndust vera 225 þegar upp var staðið. Hver tölva kostaði 1.288 Bandaríkjadali í innkaupum, hver aflgjafi 105 dali og flutningskostnaður 60 dalir. Á þeim degi sem tölvunum var stolið, 16. janúar, var gengi Bandaríkjadals 103 krónur og því beint tjón 33 milljónir króna. Tölvunum var stolið 16. janúar en ekki tókst að setja upp nýjar tölur í stað þeirra fyrr en 10. apríl. Á því tímabili áttu tekjur hverrar tölvu á hverjum degi að nema um 900 dollurum og tekjur 225 Antminer tölva að nema um 218 þúsund Bandaríkjadölum, frá tjónsdegi og til 10. apríl. Gera það um 22 milljónir króna að mati Advania Datacenter. Málflutningur stendur yfir í héraðsdómi. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Krefst fimm ára fangelsis yfir Sindra Þór Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vill Sindra Þór Stefánsson í fimm ára fangelsi fyrir innbrot í gagnaver í desember og janúar síðastliðnum. 7. desember 2018 13:15 Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Advania Datacenter lagði fram 56 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur sakborningunum sjö við aðalmeðferð í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Krafan er tvískipt, annars vegar beint tjón sem nemur 33 milljónum króna og missi hagnaðar sem nemur 22 milljónum króna. Þá vill fyrirtækið fá greiddan málskostnað upp á rúma milljón. Fyrirtækið hýsti tölvurnar fyrir annað fyrirtæki en um var að ræða 225 Antminer tölvur og jafn marga aflgjafa sem notaðar eru til að grafa eftir Bitcoin-rafmynt. Advania Datacenter bætti fyrirtækinu tölvurnar gegn því að skaðabótakrafan yrði framseld til Advania Datacenter. Skaðabótakröfurnar voru lækkaðar frá því sem greinir í ákæru því að í fyrstu var talið að 313 tölvum hefði verið stolið úr gagnaverinu en þær reyndust vera 225 þegar upp var staðið. Hver tölva kostaði 1.288 Bandaríkjadali í innkaupum, hver aflgjafi 105 dali og flutningskostnaður 60 dalir. Á þeim degi sem tölvunum var stolið, 16. janúar, var gengi Bandaríkjadals 103 krónur og því beint tjón 33 milljónir króna. Tölvunum var stolið 16. janúar en ekki tókst að setja upp nýjar tölur í stað þeirra fyrr en 10. apríl. Á því tímabili áttu tekjur hverrar tölvu á hverjum degi að nema um 900 dollurum og tekjur 225 Antminer tölva að nema um 218 þúsund Bandaríkjadölum, frá tjónsdegi og til 10. apríl. Gera það um 22 milljónir króna að mati Advania Datacenter. Málflutningur stendur yfir í héraðsdómi.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Krefst fimm ára fangelsis yfir Sindra Þór Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vill Sindra Þór Stefánsson í fimm ára fangelsi fyrir innbrot í gagnaver í desember og janúar síðastliðnum. 7. desember 2018 13:15 Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Krefst fimm ára fangelsis yfir Sindra Þór Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vill Sindra Þór Stefánsson í fimm ára fangelsi fyrir innbrot í gagnaver í desember og janúar síðastliðnum. 7. desember 2018 13:15
Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10