Pabba Sigmundar blöskraði og sendi „óviðeigandi“ póst á sérkennara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2018 14:43 Gunnlaugur Sigmundsson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknar, forstjóri Kögunar og faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sendi Félagi sérkennara harðorðan tölvupóst á dögunum. Gunnlaugur var afar ósáttur við yfirlýsingu félagsins þess efnis að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, hefði aldrei verið ritstjóri Glæða, fagrímarits sérkennara. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Formaður félagsins segir bréfið ekki svaravert. Anna Kolbrún er ein þingmanna Miðflokksins sem sátu á Klaustur bar þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Á barnum sat einnig Bára Halldórsdóttir sem tók upp hávær samtöl þingmannanna í um þrjár klukkustundir. Fjallað hefur verið ítarlega um upptökurnar í öllum miðlum. Þriðjudaginn 4. desember sendi félag sérkennara frá sér tilkynningu þar sem bent var á rangfærslu í æviágrpipi Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis. Hún hefði aldrei verið ritstjóri Glæða heldur setið í ritnefnd. Um var að ræða aðra rangfærslu í æviágripi þingkonunnar en Þroskaþjálfafélag Íslands hafði bent á að Anna Kolbrún hefði hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Um er að ræða lögverndað starfsheiti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í ræðustól þingsins seinna sama dag að Anna Kolbrún hefði látið þinginu í hendur réttar upplýsingar. Mistökin væru ekki hennar heldur starfsfólks sem færir upplýsingarnar inn á vef þingsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í stúdíói Bylgjunnar í vikunni.vísir/vilhelmErfið veikindi Sædís Ósk Harðardóttir, ritstjóri Glæða og formaður Félags sérkennara, segir í samtali við Vísi að félagið hafi tekið eftir þessari rangfærslu í æviágripinu þann 29. nóvember. Tölvupóstur hafi verið sendur á Önnu Kolbrúnu til að vekja athygli hennar á þessu. Póstinum hafi ekki verið svarað svo að þann 4. desember hafi tilkynning verið send út vegna rangfærslunnar. Gunnlaugur Sigmundsson var afar ósáttur við tilkynningu félagsins og segir að verið sé að sparka í liggjandi mann. Hann vísar í samtali við Fréttablaðið til veikinda Önnu Kolbrúnar sem hafi glímt við krabbamein í lengri tíma. „Almennt talað í dýraríkinu er þetta þannig, og þeir sem þekkja hænsnabú vita, að ef einhver hæna er veik þá fara allar hinar hænurnar að ráðast á hina veiku. Og mér finnst bara að við mannfólkið þurfum ekki að haga okkur eins,“ segir Gunnlaugur við Fréttablaðið.Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara.Ekki persónuleg árás Sædís Ósk segir tölvupóst Gunnlaugs hafa verið „óviðeigandi“ og ekki við hæfi. Hann sé ekki svaraverður enda þurfi félagið ekki að svara fyrir neitt. Það hafi einfaldlega bent á staðreyndavillu. „Auðvitað finnst okkur leiðinilegt að fólk glími við veikindi,“ segir Sædís Ósk. Það breyti því þó ekki staðreyndum. Um sé að ræða fagtímarit, ritrýnt tímarit sem sé birt í vísindasamfélaginu. Mikil áhersla sé lögð á að hafa allt á hreinu. Rétt skuli vera rétt. „Þetta er ekki persónuleg árás á konuna heldur leiðrétting á rangfærslu.“ Stjórnarfundur sé hjá félaginu á þriðjudag þar sem tölvupóstur Gunnlaugs verði meðal annars á dagskrá. Gunnlaugur hefur áður tjáð sig með afgerandi hætti um pólitísk mál sem snerta Sigmund Davíð. Er skemmst að minnast ítarlegs viðtals við Gunnlaug eftir umfjöllun um Panamaskjölin vorið 2016. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Marvin heitir Bára Hin 42 ára gamla Bára Halldórsdóttir trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hún settist niður með kaffibolla á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 07:00 Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknar, forstjóri Kögunar og faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sendi Félagi sérkennara harðorðan tölvupóst á dögunum. Gunnlaugur var afar ósáttur við yfirlýsingu félagsins þess efnis að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, hefði aldrei verið ritstjóri Glæða, fagrímarits sérkennara. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Formaður félagsins segir bréfið ekki svaravert. Anna Kolbrún er ein þingmanna Miðflokksins sem sátu á Klaustur bar þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Á barnum sat einnig Bára Halldórsdóttir sem tók upp hávær samtöl þingmannanna í um þrjár klukkustundir. Fjallað hefur verið ítarlega um upptökurnar í öllum miðlum. Þriðjudaginn 4. desember sendi félag sérkennara frá sér tilkynningu þar sem bent var á rangfærslu í æviágrpipi Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis. Hún hefði aldrei verið ritstjóri Glæða heldur setið í ritnefnd. Um var að ræða aðra rangfærslu í æviágripi þingkonunnar en Þroskaþjálfafélag Íslands hafði bent á að Anna Kolbrún hefði hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Um er að ræða lögverndað starfsheiti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í ræðustól þingsins seinna sama dag að Anna Kolbrún hefði látið þinginu í hendur réttar upplýsingar. Mistökin væru ekki hennar heldur starfsfólks sem færir upplýsingarnar inn á vef þingsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í stúdíói Bylgjunnar í vikunni.vísir/vilhelmErfið veikindi Sædís Ósk Harðardóttir, ritstjóri Glæða og formaður Félags sérkennara, segir í samtali við Vísi að félagið hafi tekið eftir þessari rangfærslu í æviágripinu þann 29. nóvember. Tölvupóstur hafi verið sendur á Önnu Kolbrúnu til að vekja athygli hennar á þessu. Póstinum hafi ekki verið svarað svo að þann 4. desember hafi tilkynning verið send út vegna rangfærslunnar. Gunnlaugur Sigmundsson var afar ósáttur við tilkynningu félagsins og segir að verið sé að sparka í liggjandi mann. Hann vísar í samtali við Fréttablaðið til veikinda Önnu Kolbrúnar sem hafi glímt við krabbamein í lengri tíma. „Almennt talað í dýraríkinu er þetta þannig, og þeir sem þekkja hænsnabú vita, að ef einhver hæna er veik þá fara allar hinar hænurnar að ráðast á hina veiku. Og mér finnst bara að við mannfólkið þurfum ekki að haga okkur eins,“ segir Gunnlaugur við Fréttablaðið.Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara.Ekki persónuleg árás Sædís Ósk segir tölvupóst Gunnlaugs hafa verið „óviðeigandi“ og ekki við hæfi. Hann sé ekki svaraverður enda þurfi félagið ekki að svara fyrir neitt. Það hafi einfaldlega bent á staðreyndavillu. „Auðvitað finnst okkur leiðinilegt að fólk glími við veikindi,“ segir Sædís Ósk. Það breyti því þó ekki staðreyndum. Um sé að ræða fagtímarit, ritrýnt tímarit sem sé birt í vísindasamfélaginu. Mikil áhersla sé lögð á að hafa allt á hreinu. Rétt skuli vera rétt. „Þetta er ekki persónuleg árás á konuna heldur leiðrétting á rangfærslu.“ Stjórnarfundur sé hjá félaginu á þriðjudag þar sem tölvupóstur Gunnlaugs verði meðal annars á dagskrá. Gunnlaugur hefur áður tjáð sig með afgerandi hætti um pólitísk mál sem snerta Sigmund Davíð. Er skemmst að minnast ítarlegs viðtals við Gunnlaug eftir umfjöllun um Panamaskjölin vorið 2016.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Marvin heitir Bára Hin 42 ára gamla Bára Halldórsdóttir trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hún settist niður með kaffibolla á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 07:00 Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Marvin heitir Bára Hin 42 ára gamla Bára Halldórsdóttir trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hún settist niður með kaffibolla á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 07:00
Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15