Jónas segir af sér sem formaður í Sjómannafélaginu Jakob Bjarnar skrifar 7. desember 2018 14:52 Jónas Garðarsson sakar fjölmiðla um óvæginn og rangan fréttaflutning og stígur nú til hliðar. visir/vilhelm Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmir það sem hann segir óvæginn og rangan fréttaflutning af sér og málefnum félagsins. Í lok yfirlýsingar, sem Gunnar Steinn Pálsson almannatengill sendir fyrir hönd Jónasar, kemur fram að hann ætli að stíga til hliðar með hagsmuni sína og fjölskyldunnar fyrir augum og til að skapa frið um félagið og gera sáttarferli þar auðveldara en ella. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér neðar en þar segir Jónas að áhlaup hafi verið gert sem gekk út á að yfirtaka SÍ, en því áhlaupi hafi verið hrundið. Jónas er að vísa til framboðs Heiðveigar Maríu Einarsdóttur viðskiptalögfræðings og sjómanns. Hann segir að í varnarbaráttunni hafi verið farið í einu og öllu að lögum félagsins en upplýsir að til standi að skipa sérstaka nefnd til að endurskoða lögin með heildstæðum hætti. Þá víkur Jónas að þætti fjölmiðla sem hann fordæmir. Hann segir að í atlögunni hafi verið settar fram þungar sakir og þeim slegið upp hverri á fætur annarri en ekki hafi hins vegar mikill áhugi á að leiðrétta þær. Ekki kemur fram í yfirlýsingunni í hverju hinar röngu ásakanir eiga að hafa falist en sagt að lítill áhugi hafi verið fyrir því að leiðrétta þær.Segir að ráðist hafi verið að sér persónulega Í þessu samhengi segir Jónas að sín persóna hafi verið sett sérstaklega í sviðsljósið. „Minnst af þeirri umfjöllun hefur snúist um gagnrýni á störf mín fyrir félagið heldur annars vegar um launakostnað félagsins vegna mín, sem sagður var um þrefalt hærri en raun er á, og hins vegar upprifjun á sorglegum atburðum í einkalífi mínu. Svo langt hefur verið gengið að flétta með grímulausum hætti eiginkonu minni og jafnvel börnum inn í þessa upprifjun fjölmiðlanna. Frammistaða uppkominna barna minna í atvinnulífinu hefur jafnvel verið gerð tortryggileg. Áhlaupshópurinn fann í mér snöggan blett á félaginu og nýtti sér hann út í ystu æsar. Það gerði hann þrátt fyrir að ég hafi strax síðastliðið sumar gefið út yfirlýsingu um að ég myndi ekki bjóða mig fram til áframhaldandi formennsku í félaginu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Jónasar.Listi Heiðveigar Maríu lagður fram á skrifstofu SÍ. Hann var síðar af kjörnefnd félagsins úrskurðaður ólöglegur og er því Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins sjálfkjörinn og tekur við af Jónasi.visir/vilhelmAðalfundur SÍ stendur fyrir dyrum í þessum mánuði. Framboð Heiðveigar Maríu og félaga var úrskurðað ólöglegt af kjörnefnd félagsins sem þýðir þá að öllu óbreyttu að framboðslisti Bergs Þorkelssonar, gjaldkera SÍ tekur við stjórnartaumum og Bergur verður sjálfkjörinn formaður. Jónas hafði gefið út að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér á ný en samkvæmt lögum félagsins stóð til að hann myndi sitja út allt næsta ár og láta þá af störfum. Yfirlýsingin þýðir hins vegar að hann hverfur þegar frá borði.Yfirlýsing Jónasar í heild sinniÁhlaupi sem ætlað var að yfirtaka Sjómannafélag Íslands hefur verið hrundið. Í þeirri varnarbaráttu var í einu og öllu farið að lögum félagsins. Eflaust eru skiptar skoðanir um einhver ákvæði í lögunum. Til stendur að skipa sérstaka nefnd til þess að endurskoða lögin með heildstæðum hætti og leggja tillögur sínar fyrir aðalfund árið 2019.Í atlögunni sem gerð var að félaginu var það borið þungum sökum um vinnubrögð. Flestar þeirra ásakana voru beinlínis rangar. Þeim var slegið hverri á fætur annarri upp í þeim fjölmiðlum sem mest lögðu sig fram í umfjöllun um deilur innan félagsins. Minni áhugi hefur verið á að leiðrétta þær rangfærslur jafnóðum og sýnt var fram á upplognar sakir. Þannig hefur áhlaupsliðinu tekist að sá frækornum efasemda um heiðarleika og heilbrigði í rekstri Sjómannafélags Íslands.Í þeim efnum hefur mín persóna verið sett sérstaklega í sviðsljósið. Minnst af þeirri umfjöllun hefur snúist um gagnrýni á störf mín fyrir félagið heldur annars vegar um launakostnað félagsins vegna mín, sem sagður var um þrefalt hærri en raun er á, og hins vegar upprifjun á sorglegum atburðum í einkalífi mínu. Svo langt hefur verið gengið að flétta með grímulausum hætti eiginkonu minni og jafnvel börnum inn í þessa upprifjun fjölmiðlanna. Frammistaða uppkominna barna minna í atvinnulífinu hefur jafnvel verið gerð tortryggileg. Áhlaupshópurinn fann í mér snöggan blett á félaginu og nýtti sér hann út í ystu æsar. Það gerði hann þrátt fyrir að ég hafi strax síðastliðið sumar gefið út yfirlýsingu um að ég myndi ekki bjóða mig fram til áframhaldandi formennsku í félaginu.Það verður verkefni nýrrar forystu að sameina á nýjan leik þann styrk sem felst í víðtækri samstöðu innan Sjómannafélags Íslands og lagt hefur grunn að þeim mikla árangri sem náðst hefur á undanförnum árum. Sú vinna þolir enga bið. Til þess að flýta fyrir því ferli hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem formaður félagsins. Ég óska þeim sem við keflinu taka farsældar í gríðarlega mikilvægum störfum sínum á næstu mánuðum. Ég mun að sjálfsögðu eins og svo fjölmargir aðrir félagsmenn leggja þar hönd á plóg verði eftir því óskað.Ég tek þessa ákvörðun með eigin hag, fjölskyldu minnar og félagsins að leiðarljósi og vona að hún muni gera sáttaferlið innan Sjómannafélags Íslands auðveldara en ella.Reykjavík 7. desemberJónas GarðarssonFormaður Sjómannafélags Íslands Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Samþykktu sinn lista en dæmdu mótframboðið ólöglegt A-listi til stjórnar Sjómannafélags Íslands fyrirliggjandi. 21. nóvember 2018 11:28 Segir ákvörðun kjörstjórnar ólýðræðislegt ofbeldi Heiðveig María Einarsdóttir segir ákvörðun kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands að meta framboð B-lista hennar til stjórnar félagsins, vera "ólýðræðislegt ofbeldi af allra verstu gerð“. 20. nóvember 2018 23:22 Heiðveig hæðist að Bergi formannsefni stjórnar SÍ Birtir myndir af sér á Facebook-síðu sinni með allra flokka fólki. 23. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmir það sem hann segir óvæginn og rangan fréttaflutning af sér og málefnum félagsins. Í lok yfirlýsingar, sem Gunnar Steinn Pálsson almannatengill sendir fyrir hönd Jónasar, kemur fram að hann ætli að stíga til hliðar með hagsmuni sína og fjölskyldunnar fyrir augum og til að skapa frið um félagið og gera sáttarferli þar auðveldara en ella. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér neðar en þar segir Jónas að áhlaup hafi verið gert sem gekk út á að yfirtaka SÍ, en því áhlaupi hafi verið hrundið. Jónas er að vísa til framboðs Heiðveigar Maríu Einarsdóttur viðskiptalögfræðings og sjómanns. Hann segir að í varnarbaráttunni hafi verið farið í einu og öllu að lögum félagsins en upplýsir að til standi að skipa sérstaka nefnd til að endurskoða lögin með heildstæðum hætti. Þá víkur Jónas að þætti fjölmiðla sem hann fordæmir. Hann segir að í atlögunni hafi verið settar fram þungar sakir og þeim slegið upp hverri á fætur annarri en ekki hafi hins vegar mikill áhugi á að leiðrétta þær. Ekki kemur fram í yfirlýsingunni í hverju hinar röngu ásakanir eiga að hafa falist en sagt að lítill áhugi hafi verið fyrir því að leiðrétta þær.Segir að ráðist hafi verið að sér persónulega Í þessu samhengi segir Jónas að sín persóna hafi verið sett sérstaklega í sviðsljósið. „Minnst af þeirri umfjöllun hefur snúist um gagnrýni á störf mín fyrir félagið heldur annars vegar um launakostnað félagsins vegna mín, sem sagður var um þrefalt hærri en raun er á, og hins vegar upprifjun á sorglegum atburðum í einkalífi mínu. Svo langt hefur verið gengið að flétta með grímulausum hætti eiginkonu minni og jafnvel börnum inn í þessa upprifjun fjölmiðlanna. Frammistaða uppkominna barna minna í atvinnulífinu hefur jafnvel verið gerð tortryggileg. Áhlaupshópurinn fann í mér snöggan blett á félaginu og nýtti sér hann út í ystu æsar. Það gerði hann þrátt fyrir að ég hafi strax síðastliðið sumar gefið út yfirlýsingu um að ég myndi ekki bjóða mig fram til áframhaldandi formennsku í félaginu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Jónasar.Listi Heiðveigar Maríu lagður fram á skrifstofu SÍ. Hann var síðar af kjörnefnd félagsins úrskurðaður ólöglegur og er því Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins sjálfkjörinn og tekur við af Jónasi.visir/vilhelmAðalfundur SÍ stendur fyrir dyrum í þessum mánuði. Framboð Heiðveigar Maríu og félaga var úrskurðað ólöglegt af kjörnefnd félagsins sem þýðir þá að öllu óbreyttu að framboðslisti Bergs Þorkelssonar, gjaldkera SÍ tekur við stjórnartaumum og Bergur verður sjálfkjörinn formaður. Jónas hafði gefið út að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér á ný en samkvæmt lögum félagsins stóð til að hann myndi sitja út allt næsta ár og láta þá af störfum. Yfirlýsingin þýðir hins vegar að hann hverfur þegar frá borði.Yfirlýsing Jónasar í heild sinniÁhlaupi sem ætlað var að yfirtaka Sjómannafélag Íslands hefur verið hrundið. Í þeirri varnarbaráttu var í einu og öllu farið að lögum félagsins. Eflaust eru skiptar skoðanir um einhver ákvæði í lögunum. Til stendur að skipa sérstaka nefnd til þess að endurskoða lögin með heildstæðum hætti og leggja tillögur sínar fyrir aðalfund árið 2019.Í atlögunni sem gerð var að félaginu var það borið þungum sökum um vinnubrögð. Flestar þeirra ásakana voru beinlínis rangar. Þeim var slegið hverri á fætur annarri upp í þeim fjölmiðlum sem mest lögðu sig fram í umfjöllun um deilur innan félagsins. Minni áhugi hefur verið á að leiðrétta þær rangfærslur jafnóðum og sýnt var fram á upplognar sakir. Þannig hefur áhlaupsliðinu tekist að sá frækornum efasemda um heiðarleika og heilbrigði í rekstri Sjómannafélags Íslands.Í þeim efnum hefur mín persóna verið sett sérstaklega í sviðsljósið. Minnst af þeirri umfjöllun hefur snúist um gagnrýni á störf mín fyrir félagið heldur annars vegar um launakostnað félagsins vegna mín, sem sagður var um þrefalt hærri en raun er á, og hins vegar upprifjun á sorglegum atburðum í einkalífi mínu. Svo langt hefur verið gengið að flétta með grímulausum hætti eiginkonu minni og jafnvel börnum inn í þessa upprifjun fjölmiðlanna. Frammistaða uppkominna barna minna í atvinnulífinu hefur jafnvel verið gerð tortryggileg. Áhlaupshópurinn fann í mér snöggan blett á félaginu og nýtti sér hann út í ystu æsar. Það gerði hann þrátt fyrir að ég hafi strax síðastliðið sumar gefið út yfirlýsingu um að ég myndi ekki bjóða mig fram til áframhaldandi formennsku í félaginu.Það verður verkefni nýrrar forystu að sameina á nýjan leik þann styrk sem felst í víðtækri samstöðu innan Sjómannafélags Íslands og lagt hefur grunn að þeim mikla árangri sem náðst hefur á undanförnum árum. Sú vinna þolir enga bið. Til þess að flýta fyrir því ferli hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem formaður félagsins. Ég óska þeim sem við keflinu taka farsældar í gríðarlega mikilvægum störfum sínum á næstu mánuðum. Ég mun að sjálfsögðu eins og svo fjölmargir aðrir félagsmenn leggja þar hönd á plóg verði eftir því óskað.Ég tek þessa ákvörðun með eigin hag, fjölskyldu minnar og félagsins að leiðarljósi og vona að hún muni gera sáttaferlið innan Sjómannafélags Íslands auðveldara en ella.Reykjavík 7. desemberJónas GarðarssonFormaður Sjómannafélags Íslands
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Samþykktu sinn lista en dæmdu mótframboðið ólöglegt A-listi til stjórnar Sjómannafélags Íslands fyrirliggjandi. 21. nóvember 2018 11:28 Segir ákvörðun kjörstjórnar ólýðræðislegt ofbeldi Heiðveig María Einarsdóttir segir ákvörðun kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands að meta framboð B-lista hennar til stjórnar félagsins, vera "ólýðræðislegt ofbeldi af allra verstu gerð“. 20. nóvember 2018 23:22 Heiðveig hæðist að Bergi formannsefni stjórnar SÍ Birtir myndir af sér á Facebook-síðu sinni með allra flokka fólki. 23. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Samþykktu sinn lista en dæmdu mótframboðið ólöglegt A-listi til stjórnar Sjómannafélags Íslands fyrirliggjandi. 21. nóvember 2018 11:28
Segir ákvörðun kjörstjórnar ólýðræðislegt ofbeldi Heiðveig María Einarsdóttir segir ákvörðun kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands að meta framboð B-lista hennar til stjórnar félagsins, vera "ólýðræðislegt ofbeldi af allra verstu gerð“. 20. nóvember 2018 23:22
Heiðveig hæðist að Bergi formannsefni stjórnar SÍ Birtir myndir af sér á Facebook-síðu sinni með allra flokka fólki. 23. nóvember 2018 12:33