Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar völtuðu yfir Ungverja í fyrsta leik sínum í milliriðli á EM í handbolta í kvöld og eiga enn möguleika á að ná verðlaunum.
Eftir erfiða byrjun á mótinu fóru Norðmenn inn í milliriðilinn án stiga, fjórum stigum á eftir Rúmenum og Hollendingum, og þurfa þær að vinna alla þrjá leikina til þess að eiga möguleika á sæti í undanúrslitunum.
Fyrsta skrefið var tekið örugglega með þrettán marka sigri, 25-38, í kvöld.
Heidi Loke skoraði sjö mörk og þær Stine Bredal Oftedal og Camilla Herrem bættu við sex mörkum hvor. Norðmenn voru komnir með örugga forystu í hálfleik, 12-19, og bættu bara við hana í seinni hálfleiknum. Herrem átti síðasta orðið með marki á lokasekúndum leiksins.
Hjá Ungverjum var Gabriella Toth markahæst með sex mörk.
Norðmenn eiga enn von eftir stórsigur
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti



