Landsmótið fær frítt vinnuafl allt næsta ár Sveinn Arnarsson skrifar 8. desember 2018 08:33 Byggðarráð Rangárþings ytra mat það sem svo að verkefnið væri gott fyrir sveitarfélagið. Fréttablaðið/Anton Brink Rangárþing ytra ætlar að veita einkahlutafélagi styrk í formi vinnuframlags kynningar- og markaðsfulltrúa bæjarins allt árið 2019. Mun hann sinna vinnu við að auglýsa landsmót hestamanna sem á að halda á Rangárbökkum við Hellu árið 2020. Minnihlutinn undrast þennan styrk og segir hann fordæmisgefandi. „Þess ber að geta að mekka íslenska hestsins er nú bara í Rangárvallasýslu. Hér eru flest og öflugustu ræktunarbúin og atvinnuhestamennirnir flestir búa hér. Þannig er það nú bara,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Stjórn Rangárbakka ehf. óskaði eftir því við sveitarstjórnina að markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins myndi vinna fyrir einkahlutafélagið að kynningu landsmóts. Landsmótið verður haldið fyrstu helgina í júlí árið 2020. Tillagan, sem samþykkt var af byggðarráði Rangárþings ytra, er að verða við beiðninni og borga laun fulltrúans á meðan hann vinnur fyrir einkahlutafélagið. Skilgreint er að um 25 prósent starf sé að ræða. „Það kom erindi til byggðarráðs um málið. Tillagan var sú að verða við þessu og veita þeim styrk í formi vinnuframlags. Umræðan í byggðarráðinu var á þá leið að þetta væri þannig verkefni að það væri gott fyrir sveitarfélagið og hefði áhrif á marga bæjarbúa,“ segir Ágúst. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, fulltrúi minnihluta í Rangárþingi ytra, segir málið alvarlegt. „Styrkbeiðandi er einkahlutafélag í eigu fyrirtækja, hestamannafélaga og sveitarfélaga. Tel ég það afar slæmt fordæmi að einkahlutafélög geti sótt um slíka styrki á forsendum sem þessum. Ef styrkbeiðni þessi verður samþykkt tel ég að sett verði fordæmi sem erfitt verður að vinda ofan af ef gæta á jafnræðis við önnur fyrirtæki sem gætu sótt um álíka styrki í framtíðinni. Ekki liggur heldur fyrir í gögnum hve umbeðinn styrkur er hár í krónum talið,“ er haft eftir Margréti í fundargerð byggðarráðs. „Einkahlutafélagið er í eigu hestamannafélaga og sveitarfélaga að stærstum hluta og það er breytt form á landsmótum núna þar sem heimamenn halda mótin. Þetta er stærsti viðburður sem haldinn er á Íslandi og okkur þykir hann mjög mikilvægur,“ bætir Ágúst við. Birtist í Fréttablaðinu Rangárþing ytra Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Rangárþing ytra ætlar að veita einkahlutafélagi styrk í formi vinnuframlags kynningar- og markaðsfulltrúa bæjarins allt árið 2019. Mun hann sinna vinnu við að auglýsa landsmót hestamanna sem á að halda á Rangárbökkum við Hellu árið 2020. Minnihlutinn undrast þennan styrk og segir hann fordæmisgefandi. „Þess ber að geta að mekka íslenska hestsins er nú bara í Rangárvallasýslu. Hér eru flest og öflugustu ræktunarbúin og atvinnuhestamennirnir flestir búa hér. Þannig er það nú bara,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Stjórn Rangárbakka ehf. óskaði eftir því við sveitarstjórnina að markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins myndi vinna fyrir einkahlutafélagið að kynningu landsmóts. Landsmótið verður haldið fyrstu helgina í júlí árið 2020. Tillagan, sem samþykkt var af byggðarráði Rangárþings ytra, er að verða við beiðninni og borga laun fulltrúans á meðan hann vinnur fyrir einkahlutafélagið. Skilgreint er að um 25 prósent starf sé að ræða. „Það kom erindi til byggðarráðs um málið. Tillagan var sú að verða við þessu og veita þeim styrk í formi vinnuframlags. Umræðan í byggðarráðinu var á þá leið að þetta væri þannig verkefni að það væri gott fyrir sveitarfélagið og hefði áhrif á marga bæjarbúa,“ segir Ágúst. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, fulltrúi minnihluta í Rangárþingi ytra, segir málið alvarlegt. „Styrkbeiðandi er einkahlutafélag í eigu fyrirtækja, hestamannafélaga og sveitarfélaga. Tel ég það afar slæmt fordæmi að einkahlutafélög geti sótt um slíka styrki á forsendum sem þessum. Ef styrkbeiðni þessi verður samþykkt tel ég að sett verði fordæmi sem erfitt verður að vinda ofan af ef gæta á jafnræðis við önnur fyrirtæki sem gætu sótt um álíka styrki í framtíðinni. Ekki liggur heldur fyrir í gögnum hve umbeðinn styrkur er hár í krónum talið,“ er haft eftir Margréti í fundargerð byggðarráðs. „Einkahlutafélagið er í eigu hestamannafélaga og sveitarfélaga að stærstum hluta og það er breytt form á landsmótum núna þar sem heimamenn halda mótin. Þetta er stærsti viðburður sem haldinn er á Íslandi og okkur þykir hann mjög mikilvægur,“ bætir Ágúst við.
Birtist í Fréttablaðinu Rangárþing ytra Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira