Samherji hefur óskað eftir hluthafafundi í Högum. Stjórn félagsins stefnir á að koma saman á næstu dögum og boða formlega til hluthafafundar.
Samherji er skráður fyrir 5,1 prósents hlut í Högum. Þá hefur félagið gert framvirka samninga um kaup 4,12 prósenta hlutar til viðbótar. Samanlögð eign Samherja þegar til nýtingar samninga kemur verður því 9,22 prósent. Talið er að nýir eigendur vilji skipta út stjórn Haga.
Sem stendur eiga félög í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, Samherji og Kaupfélag Skagfirðinga tæp 20 prósent í Högum. Heimildir herma að bæði Samherji og Ingibjörg Stefanía ætli að tefla fram stjórnarmönnum.

