Snjó gæti leyst hratt fyrir norðan með hlýindakafla Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 12:02 Snjó kyngdi niður á Akureyri um síðustu helgi. Lítið verður væntanlega eftir af honum um miðja vikuna. Vísir/Tryggvi Páll Miklar leysingar gæti gert á Akureyri og við Eyjafjörð þar sem mikill snjór er þegar verulega hlýnar í veðri frá og með morgundeginum. Hitinn sums staðar við utanverðan Eyjafjörð gæti farið upp í allt að tólf til þrettán gráður, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hlýna á í veðri strax annað kvöld og á hlýindakaflinn að vara fram á miðvikudag. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir að frostlaust verði við Eyjafjörð strax um klukkan fjögur eða fimm síðdegis á morgun. Um tveggja stiga frost er nú á Akureyri og mældust þar um áttatíu sentímetrar af snjó í morgun eftir mikla snjókomu um síðustu helgi. Snjódýptarmet á Akureyri í desember var slegið á mánudagsmorgun þegar hann mældist 105 sentímetrar. „Snjórinn mun sjatna talsvert. Það er spurning hvort að það fari eitthvað að flæða um götur og í kjallara. Það er kannski það sem maður hefur helst áhyggjur af,“ segir Þorsteinn um hlýindin sem framundan eru. Hitinn og vindur muni bræða snjóinn hratt en á móti komi að úrkoma sem fylgir hvassviðri sem er spáð á morgun nái lítið norður á land. Þorsteinn segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að gefin verði út viðvörun vegna leysinga fyrir norðan. „Það verður örugglega lítill snjór eftir hlýindakaflann,“ segir hann.Snjór og hríð á heiðum á morgun Hitinn inn til landsins verður lægri en gæti þó náð sjö til tíu stigum. Þorsteinn telur að á þriðjudag verði orðið frostlaust á öllu landinu fyrir utan hæstu tinda á hálendinu. Vaxandi suðaustanátt á morgun fylgir hins vegar snjór og hríðaveður á heiðum eins og Hellisheiði og Þrengslum um tíma. Gular viðvaranir vegna þess eru í gildi. Úrkoman þróist síðan í slyddu og rigningu. Þorsteinn segir að djúpar lægðir fyrir vestan og suðvestan landið og hæðahryggur yfir Bretlandi hjálpi til að beina hlýju lofti sem á ættir sínar að rekja langt suður í lönd hingað norður á bóginn. Búast megi við því að hlýtt verði miðað við árstíma víðsvegar fram á næstu helgi. Þegar líði á desember kólni væntanlega í veðri. Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
Miklar leysingar gæti gert á Akureyri og við Eyjafjörð þar sem mikill snjór er þegar verulega hlýnar í veðri frá og með morgundeginum. Hitinn sums staðar við utanverðan Eyjafjörð gæti farið upp í allt að tólf til þrettán gráður, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hlýna á í veðri strax annað kvöld og á hlýindakaflinn að vara fram á miðvikudag. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir að frostlaust verði við Eyjafjörð strax um klukkan fjögur eða fimm síðdegis á morgun. Um tveggja stiga frost er nú á Akureyri og mældust þar um áttatíu sentímetrar af snjó í morgun eftir mikla snjókomu um síðustu helgi. Snjódýptarmet á Akureyri í desember var slegið á mánudagsmorgun þegar hann mældist 105 sentímetrar. „Snjórinn mun sjatna talsvert. Það er spurning hvort að það fari eitthvað að flæða um götur og í kjallara. Það er kannski það sem maður hefur helst áhyggjur af,“ segir Þorsteinn um hlýindin sem framundan eru. Hitinn og vindur muni bræða snjóinn hratt en á móti komi að úrkoma sem fylgir hvassviðri sem er spáð á morgun nái lítið norður á land. Þorsteinn segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að gefin verði út viðvörun vegna leysinga fyrir norðan. „Það verður örugglega lítill snjór eftir hlýindakaflann,“ segir hann.Snjór og hríð á heiðum á morgun Hitinn inn til landsins verður lægri en gæti þó náð sjö til tíu stigum. Þorsteinn telur að á þriðjudag verði orðið frostlaust á öllu landinu fyrir utan hæstu tinda á hálendinu. Vaxandi suðaustanátt á morgun fylgir hins vegar snjór og hríðaveður á heiðum eins og Hellisheiði og Þrengslum um tíma. Gular viðvaranir vegna þess eru í gildi. Úrkoman þróist síðan í slyddu og rigningu. Þorsteinn segir að djúpar lægðir fyrir vestan og suðvestan landið og hæðahryggur yfir Bretlandi hjálpi til að beina hlýju lofti sem á ættir sínar að rekja langt suður í lönd hingað norður á bóginn. Búast megi við því að hlýtt verði miðað við árstíma víðsvegar fram á næstu helgi. Þegar líði á desember kólni væntanlega í veðri.
Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent