Óttast um líf sitt eftir að hafa orðið fyrir taugaeitrinu í Salisbury Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 14:24 Lögreglumaður á vettvangi eftir að Rowley og Sturgess komust í snertingu við taugaeitrið. Vísir/Getty Breskur karlmaður sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok sem talið er hafa verið notað til að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury óttast að hann verði látinn innan tíu ára. Hann segist eiga erfitt með gang og sjón. Tæpum fjórum mánuðum eftir að Sergei Skrípal og dóttir hans Júlía fundust meðvitundarlítil á bekk í bænum Salisbury á Englandi fyrr á þessu ári veiktust Charlie Rowley og Dawn Sturgess heiftarlega af völdum sama taugaeiturs. Sturgess lést á sjúkrahúsi í júlí. Rowley segir við breska blaðið Sunday Mirror að þó að hann sé laus af sjúkrahúsi telji hann sig ekki óhultan. „Ég er dauðhræddur við framtíðina. Læknar vita einfaldlega ekki hver langtímaáhrifin gætu orðið,“ segir Rowley sem er 45 ára gamall. Hann segist einn örfárra í heiminum sem hafi lifað það af að komast í snertingu við sovéska taugaeitrið. Veikindin hafi lagst þungt á hann. Hann óttist að eitrið gæti dregið hann til dauða fái hann svo mikið sem kvefpest. Hann hafi íhugað sjálfsvíg og hafi engan stuðning fengið frá yfirvöldum, að því er BBC hefur upp úr viðtalinu við Sunday Mirror. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa reynt að ráða Skrípalfeðginin af dögum með eitrinu. Því hafa Rússar harðneitað. Lögreglan telur að Rowley og Sturgess hafi ekki verið skotmörk heldur hafi þau komist í snertingu við afganginn af eitrinu sem morðingjarnir hafi losað sig við af skeytingarleysi. Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Kennsl borin á annan meintan tilræðismann Skrípal Báðir mennirnir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa eitrað fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. 9. október 2018 07:32 Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44 Yfirmaður leyniþjónustu rússneska hersins látinn Igor Korobov tók við embættinu árið 2016 og er sagður hafa látið lífið í gær eftir glímu við "alvarlegan og langvinnan sjúkdóm“. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Breskur karlmaður sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok sem talið er hafa verið notað til að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury óttast að hann verði látinn innan tíu ára. Hann segist eiga erfitt með gang og sjón. Tæpum fjórum mánuðum eftir að Sergei Skrípal og dóttir hans Júlía fundust meðvitundarlítil á bekk í bænum Salisbury á Englandi fyrr á þessu ári veiktust Charlie Rowley og Dawn Sturgess heiftarlega af völdum sama taugaeiturs. Sturgess lést á sjúkrahúsi í júlí. Rowley segir við breska blaðið Sunday Mirror að þó að hann sé laus af sjúkrahúsi telji hann sig ekki óhultan. „Ég er dauðhræddur við framtíðina. Læknar vita einfaldlega ekki hver langtímaáhrifin gætu orðið,“ segir Rowley sem er 45 ára gamall. Hann segist einn örfárra í heiminum sem hafi lifað það af að komast í snertingu við sovéska taugaeitrið. Veikindin hafi lagst þungt á hann. Hann óttist að eitrið gæti dregið hann til dauða fái hann svo mikið sem kvefpest. Hann hafi íhugað sjálfsvíg og hafi engan stuðning fengið frá yfirvöldum, að því er BBC hefur upp úr viðtalinu við Sunday Mirror. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa reynt að ráða Skrípalfeðginin af dögum með eitrinu. Því hafa Rússar harðneitað. Lögreglan telur að Rowley og Sturgess hafi ekki verið skotmörk heldur hafi þau komist í snertingu við afganginn af eitrinu sem morðingjarnir hafi losað sig við af skeytingarleysi.
Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Kennsl borin á annan meintan tilræðismann Skrípal Báðir mennirnir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa eitrað fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. 9. október 2018 07:32 Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44 Yfirmaður leyniþjónustu rússneska hersins látinn Igor Korobov tók við embættinu árið 2016 og er sagður hafa látið lífið í gær eftir glímu við "alvarlegan og langvinnan sjúkdóm“. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Kennsl borin á annan meintan tilræðismann Skrípal Báðir mennirnir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa eitrað fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. 9. október 2018 07:32
Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44
Yfirmaður leyniþjónustu rússneska hersins látinn Igor Korobov tók við embættinu árið 2016 og er sagður hafa látið lífið í gær eftir glímu við "alvarlegan og langvinnan sjúkdóm“. 22. nóvember 2018 08:30