Sverrir: Ég er mjög ánægður með sigurinn Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 9. desember 2018 21:29 Sverrir var kampakátur í leikslok vísir/ernir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga var að vonum kampakátur með góðan sigur sinna manna gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með leikinn og sigurinn. Menn gerðu vel það sem við erum búnir að vera tala um og vera reyna að vinna í á æfingum. Við verðum að taka það góða úr þessum leik og halda áfram að bæta í,“ sagði Sverrir. Dominos-deildin hófst aftur eftir landsleikjahlé en Sverrir segir að það hafi verið kostir og gallar að fá fríið á þessum tímapunkti en Keflvíkingar voru búnir að vera slappir fyrir frí. „Já og nei. Það er hundleiðinlegt eftir lélegan leik að fá ekki að spila í tvær vikur. En ég tel okkur hafa nýtt fríið vel í að vinna í okkar hlutum. Við gerðum vel í kvöld. Þetta er alltaf þannig að maður má ekki halda það að allt sé frábært og að þetta sé komið þótt svo þú vinnir einn góðan sigur.“ Aðspurður hverjar áherslurnar voru í fríinu, var það sóknarleikurinn sem var efst í huga Sverris. „Til dæmis unnum við mikið í sóknarleiknum okkar, hreyfa boltann betur og hreyfa okkur betur án bolta og detta ekki bara í það að gefa bara á Craion undir körfunni og vera svo bara eins og áhorfendur hinir fjórir.“ Reggie Dupree var ekki í leikmannahópi Keflvíkinga í kvöld vegna meiðsla en Sverrir býst við honum klárum í næsta leik liðsins. „Hann var tæpur fyrir Haukaleikinn aftan í læri og tognaði í honum. Hann er bara ekki orðinn nógu góður þannig við þorðum ekki að taka séns með hann. Vona að hann verði kominn í næsta leik.“ Ágúst Orrason kom inn í byrjunarlið Keflavíkur í stað Reggie en hann hefur ekki verið að fá margar mínútur í síðustu leikjum. Sverrir var ánægður með hans innkomu í kvöld. „Ég þurfti auðvitað að setja einhvern inn fyrir Reggie. Gústi er búinn að vera flottur á undanförnum æfingum og er auðvitað með betri skyttum á landinu þegar hann hitnar.“ Keflavík byrjaði af gríðarlegum krafti í kvöld og fyrsti leikhluti liðsins er að mati undirritaðs einhver sá besti hjá Keflvíkingum í vetur. Sverrir var sammála því. „Já algjörlega. Það var eiginlega allt sem gekk vel, við vorum að hitta vel, góð hreyfing á bolta og vörnin frábær. Ég verð að vera sammála því.“ Gríðarleg stemmning var í liði Keflvíkinga eftir töluvert andleysi í síðustu leikjum. Stemmningin hófst strax í upphitun og smitaði svo frá sér í leiknum sjálfum. „Já við leggjum alltaf upp með það. Það var mikill hugur í strákunum, búnir að bíða í tvær vikur eftir að spila eftir tapið gegn Haukum. Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga var að vonum kampakátur með góðan sigur sinna manna gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með leikinn og sigurinn. Menn gerðu vel það sem við erum búnir að vera tala um og vera reyna að vinna í á æfingum. Við verðum að taka það góða úr þessum leik og halda áfram að bæta í,“ sagði Sverrir. Dominos-deildin hófst aftur eftir landsleikjahlé en Sverrir segir að það hafi verið kostir og gallar að fá fríið á þessum tímapunkti en Keflvíkingar voru búnir að vera slappir fyrir frí. „Já og nei. Það er hundleiðinlegt eftir lélegan leik að fá ekki að spila í tvær vikur. En ég tel okkur hafa nýtt fríið vel í að vinna í okkar hlutum. Við gerðum vel í kvöld. Þetta er alltaf þannig að maður má ekki halda það að allt sé frábært og að þetta sé komið þótt svo þú vinnir einn góðan sigur.“ Aðspurður hverjar áherslurnar voru í fríinu, var það sóknarleikurinn sem var efst í huga Sverris. „Til dæmis unnum við mikið í sóknarleiknum okkar, hreyfa boltann betur og hreyfa okkur betur án bolta og detta ekki bara í það að gefa bara á Craion undir körfunni og vera svo bara eins og áhorfendur hinir fjórir.“ Reggie Dupree var ekki í leikmannahópi Keflvíkinga í kvöld vegna meiðsla en Sverrir býst við honum klárum í næsta leik liðsins. „Hann var tæpur fyrir Haukaleikinn aftan í læri og tognaði í honum. Hann er bara ekki orðinn nógu góður þannig við þorðum ekki að taka séns með hann. Vona að hann verði kominn í næsta leik.“ Ágúst Orrason kom inn í byrjunarlið Keflavíkur í stað Reggie en hann hefur ekki verið að fá margar mínútur í síðustu leikjum. Sverrir var ánægður með hans innkomu í kvöld. „Ég þurfti auðvitað að setja einhvern inn fyrir Reggie. Gústi er búinn að vera flottur á undanförnum æfingum og er auðvitað með betri skyttum á landinu þegar hann hitnar.“ Keflavík byrjaði af gríðarlegum krafti í kvöld og fyrsti leikhluti liðsins er að mati undirritaðs einhver sá besti hjá Keflvíkingum í vetur. Sverrir var sammála því. „Já algjörlega. Það var eiginlega allt sem gekk vel, við vorum að hitta vel, góð hreyfing á bolta og vörnin frábær. Ég verð að vera sammála því.“ Gríðarleg stemmning var í liði Keflvíkinga eftir töluvert andleysi í síðustu leikjum. Stemmningin hófst strax í upphitun og smitaði svo frá sér í leiknum sjálfum. „Já við leggjum alltaf upp með það. Það var mikill hugur í strákunum, búnir að bíða í tvær vikur eftir að spila eftir tapið gegn Haukum.
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira