Bjartsýnn á að önnur flugfélög fylli í skarðið Helgi Vífill Júlíusson skrifar 30. nóvember 2018 06:15 WOW air flýgur með fjölda ferðamanna til landsins. "WOW air flytur um fjórðung farþega til landsins og skammtímaáhrifin eru óhjákvæmilega til staðar,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Fréttablaðið/Eyþór Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segist vera bjartsýnn á að önnur flugfélög myndu fylla í skörðin sem myndist ef svo illa færi að WOW air hætti rekstri. Enda sé samkeppnin í flugi til landsins virk. „Það myndi skipta miklu máli svo innlend ferðaþjónustufyrirtæki verði ekki fyrir búsifjum.“ Hann sé bjartsýnn á að höggið á efnahagslífið við mögulegt brotthvarf félagsins yrði viðráðanlegt og að bæði ferðaþjónustan og hagkerfið í heild myndu rétta úr kútnum fyrr en seinna.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.„Til mjög skamms tíma gæti orðið talsverð fækkun á ferðamönnum en það skiptir öllu máli í þessu samhengi hvort verið sé að tala um daga eða mánuði,“ segir hann. „Ég hef ekki skoðun á hversu líklegt er að WOW air verði gjaldþrota. En ef svo færi, hefði það vissulega áhrif á efnahagslífið. WOW air flytur um fjórðung farþega til landsins og skammtímaáhrifin eru óhjákvæmilega til staðar.“ Hann segir að hagkerfið hafi sýnt það undanfarinn áratug að það hafi mikla burði til að takast á við áföll bæði hvað varðar viðbrögð á vinnumarkaði og stjórnvöld búi að þeirri reynslu síðasta áratugar hvernig megi styrkja viðnámsþróttinn í efnahagslífinu.Margir að tala sig í annað hrun Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir að margir séu að tala sig inn í annað fjármálahrun. Staðan sé víða nokkuð góð, hótel í Reykjavík séu til dæmis uppbókuð. Fari svo að WOW air verði gjaldþrota myndi það líklegast leiða til lítils háttar samdráttar sem verði eins og hver annar snjóskafl sem við höfum farið í gegnum. „Fyrirtækin sem standa illa munu eflaust ekki lifa það af en það er gangur lífsins. Lánveitendur til ferðaþjónustu gætu setið eftir með sárt ennið.“Snorri JakobssonHann segir að ef WOW air verði gjaldþrota standi Icelandair Group með pálmann í höndunum enda njóti aðalkeppinautarins ekki lengur við. Enn fremur hafi ytra umhverfið batnað með lækkandi olíuverði og lægra gengi krónu. „Oft er það vanmetið hvað sameiningar geta reynst dýrar. Auk þess er WOW air rekið með töluverðu tapi. Sameining hefði því verið erfið fyrir Icelandair Group.“Ólíklegt að ríkið eignist WOW Að sögn Jóns Bjarka eru Icelandair Group og WOW air skilgreind sem kerfislega mikilvæg fyrirtæki. Honum þykir ólíklegt að ríkið muni stíga inn í hluthafahóp WOW air. „Hættan af keðjuverkun er ekki með sama hætti og þegar til dæmis kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki fara í þrot. Það er enn fremur vafasamt fordæmi fyrir ríkið þegar efnahags- og fjármálastöðugleika er ekki beinlínis ógnað með snjóboltaáhrifum og keðjuverkun,“ segir hann. Jón Bjarki segir að það yrði óheppilegt ef stjórnvöld myndu skerast í leikinn með því að veita ríkisábyrgð á lán eða með öðrum slíkum stuðningi. „Það yrði vafasamt fordæmi. Það kann almennt ekki góðri lukku að stýra ef ríkið leikur bjargvætt atvinnulífsins. Hlutverk þess væri mun frekar að liðka fyrir því að ferðaþjónustunni í heild sé gert sem léttast að bregðast við slíkum skelli og tryggja ábyrga hagstjórn, t.d. með innspýtingu í opinbera fjárfestingu ef kreppir að tímabundið.“Treystir á að ríkið bjargi krónunni Snorri óttast ekki að ríkið muni bjarga WOW air. Það væri óréttlætanlegt að bjarga einkaflugfélagi. „Ég er hræddur um að krónan gæti fallið skarpt ef WOW air verður gjaldþrota og treysti á að ríkið komi í veg fyrir að gengið veikist of mikið þannig að verðbólgan fari ekki á flug,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segist vera bjartsýnn á að önnur flugfélög myndu fylla í skörðin sem myndist ef svo illa færi að WOW air hætti rekstri. Enda sé samkeppnin í flugi til landsins virk. „Það myndi skipta miklu máli svo innlend ferðaþjónustufyrirtæki verði ekki fyrir búsifjum.“ Hann sé bjartsýnn á að höggið á efnahagslífið við mögulegt brotthvarf félagsins yrði viðráðanlegt og að bæði ferðaþjónustan og hagkerfið í heild myndu rétta úr kútnum fyrr en seinna.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.„Til mjög skamms tíma gæti orðið talsverð fækkun á ferðamönnum en það skiptir öllu máli í þessu samhengi hvort verið sé að tala um daga eða mánuði,“ segir hann. „Ég hef ekki skoðun á hversu líklegt er að WOW air verði gjaldþrota. En ef svo færi, hefði það vissulega áhrif á efnahagslífið. WOW air flytur um fjórðung farþega til landsins og skammtímaáhrifin eru óhjákvæmilega til staðar.“ Hann segir að hagkerfið hafi sýnt það undanfarinn áratug að það hafi mikla burði til að takast á við áföll bæði hvað varðar viðbrögð á vinnumarkaði og stjórnvöld búi að þeirri reynslu síðasta áratugar hvernig megi styrkja viðnámsþróttinn í efnahagslífinu.Margir að tala sig í annað hrun Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir að margir séu að tala sig inn í annað fjármálahrun. Staðan sé víða nokkuð góð, hótel í Reykjavík séu til dæmis uppbókuð. Fari svo að WOW air verði gjaldþrota myndi það líklegast leiða til lítils háttar samdráttar sem verði eins og hver annar snjóskafl sem við höfum farið í gegnum. „Fyrirtækin sem standa illa munu eflaust ekki lifa það af en það er gangur lífsins. Lánveitendur til ferðaþjónustu gætu setið eftir með sárt ennið.“Snorri JakobssonHann segir að ef WOW air verði gjaldþrota standi Icelandair Group með pálmann í höndunum enda njóti aðalkeppinautarins ekki lengur við. Enn fremur hafi ytra umhverfið batnað með lækkandi olíuverði og lægra gengi krónu. „Oft er það vanmetið hvað sameiningar geta reynst dýrar. Auk þess er WOW air rekið með töluverðu tapi. Sameining hefði því verið erfið fyrir Icelandair Group.“Ólíklegt að ríkið eignist WOW Að sögn Jóns Bjarka eru Icelandair Group og WOW air skilgreind sem kerfislega mikilvæg fyrirtæki. Honum þykir ólíklegt að ríkið muni stíga inn í hluthafahóp WOW air. „Hættan af keðjuverkun er ekki með sama hætti og þegar til dæmis kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki fara í þrot. Það er enn fremur vafasamt fordæmi fyrir ríkið þegar efnahags- og fjármálastöðugleika er ekki beinlínis ógnað með snjóboltaáhrifum og keðjuverkun,“ segir hann. Jón Bjarki segir að það yrði óheppilegt ef stjórnvöld myndu skerast í leikinn með því að veita ríkisábyrgð á lán eða með öðrum slíkum stuðningi. „Það yrði vafasamt fordæmi. Það kann almennt ekki góðri lukku að stýra ef ríkið leikur bjargvætt atvinnulífsins. Hlutverk þess væri mun frekar að liðka fyrir því að ferðaþjónustunni í heild sé gert sem léttast að bregðast við slíkum skelli og tryggja ábyrga hagstjórn, t.d. með innspýtingu í opinbera fjárfestingu ef kreppir að tímabundið.“Treystir á að ríkið bjargi krónunni Snorri óttast ekki að ríkið muni bjarga WOW air. Það væri óréttlætanlegt að bjarga einkaflugfélagi. „Ég er hræddur um að krónan gæti fallið skarpt ef WOW air verður gjaldþrota og treysti á að ríkið komi í veg fyrir að gengið veikist of mikið þannig að verðbólgan fari ekki á flug,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira