Einhugur um að hætta við kaupin á WOW air Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 30. nóvember 2018 06:30 Hlutabréfaverð Icelandair lækkaði um 12,66 prósent í Kauphöllinni í gær vegna málsins. Fréttablaðið/Ernir „Annars vegar var ljóst að skilyrðin yrðu ekki uppfyllt og hins vegar teiknaðist upp sú staða að það var töluvert meiri áhætta en menn töldu þegar þeir lögðu af stað. Þegar þetta tvennt lagðist saman þá var niðurstaðan augljós,“ segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, í samtali við Fréttablaðið. Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á WOW air en Icelandair greindi frá því fyrr í vikunni að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningnum, sem var undirritaður 5. nóvember, yrðu uppfylltir fyrir hluthafafund félagsins sem haldinn verður í dag. Aðspurður segir Úlfar að einhugur hafi verið á meðal stjórnarmanna Icelandair um ákvörðunina. „Við sáum fram á að fyrirvararnir yrðu ekki uppfylltir og þurftum því að komast til enda í þessu máli. Við erum að reka Icelandair og þurfum að sinna því. Fyrst og síðast þurfum við að hugsa um hagsmuni félagsins,“ segir Úlfar en á meðal fyrirvaranna var áreiðanleikakönnun sem var framkvæmd af Deloitte. „Við höfðum ekki séð áreiðanleikakönnunina sem slíka af því að það var ekki búið að klára hana formlega en við heyrðum atriði úr henni á síðustu dögum.“Ekki búið að semja um afskriftir Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefðu skuldabréfaeigendur WOW air getað þurft að samþykkja tugprósenta afskriftir af höfuðstól sínum til að kaup Icelandair á WOW air næðu fram að ganga. Úlfar segist ekki vita hvernig viðræðum á milli skuldabréfaeigenda og WOW um afskriftir hafi miðað. „Það var algjörlega á forræði WOW air og við vitum ekki stöðuna á því. Við vitum bara að það var ekki búið að klára það,“ segir Úlfar og Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, hafði sömu sögu að segja í samtali við Fréttablaðið. „Nei, það var ekki komið á hreint,“ sagði Bogi. Eins var ekki komið á hreint hversu stóran hlut Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, fengi í Icelandair en samkvæmt kaupsamningnum gat Skúli fengið á bilinu 1,8 til 6,6 prósent hlutafjár í Icelandair. Það réðist af niðurstöðu áreiðanleikakönnunarinnar. „Það var heldur ekki komin niðurstaða í það enda hluti af heildarmyndinni. Þess vegna vorum við að miða við það að endanleg niðurstaða gæti ráðist á föstudagsmorgni en síðan var þessi sameiginlega ákvörðun tekin af því að staðan á fyrirvörunum var með þeim hætti sem hún er,“ segir Úlfar.Lítil áhrif á hótelsöluna Icelandair hóf nýlega formlegt söluferli á dótturfélagi sínu, Icelandair Hotels, en stefnt er að því að ljúka sölunni á fyrsta fjórðungi næsta árs. Aðspurður segir Úlfar að vissulega hafi verið rætt innan fyrirtækisins hver áhrifin yrðu ef allt fer á versta veg hjá WOW air. „Hver sem niðurstaðan verður með WOW air þá verða einver áhrif til skemmri tíma en til lengri tíma eru þau minni og það liggur alveg ljóst fyrir að þeir aðilar sem hafa verið að skoða hótelin eru ekki að velta fyrir sér næstu mánuðum heldur næstu árum og áratugum. Þetta er stór fjárfesting.“ Þá þvertekur Úlfar fyrir að Icelandair hafi komið upplýsingum varðandi fjárhagsstöðu WOW air á framfæri við Samgöngustofu eins og fullyrt var við Fréttablaðið. „Samgöngustofa hefur aðgang að öllum upplýsingum sem hún þarf með beinum hætti þannig að hún þarf ekki milligöngu Icelandair eða nokkurs annars til að fá upplýsingar,“ sagði Úlfar. Fréttablaðið spurði Boga Nils sömu spurninga og hann svaraði í svipuðum dúr. „Ég held að Samgöngustofa sé í sambandi við flugrekendur og geti kallað eftir gögnum en Samgöngustofa myndi aldrei kalla eftir gögnum frá þriðja aðila. Samgöngustofa er í beinu sambandi við WOW air með þeirra mál alveg eins og hún er í beinu sambandi við okkur um okkar mál,“ sagði Bogi Nils. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Tengdar fréttir Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18 Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Bjartsýnn á að önnur flugfélög fylli í skarðið Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segist bjartsýnn á að höggið á efnahagslífið við mögulegt brotthvarf félagsins yrði viðráðanlegt og að ferðaþjónustan og hagkerfið myndu rétta úr kútnum fyrr en seinna. 30. nóvember 2018 06:15 Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30 Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Þá segir Skúli fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. 29. nóvember 2018 11:04 Mikilvægt að eyða óvissu því WOW air flytur fjóra af hverjum tíu farþegum Airport Associates sem þjónustar WOW air sagði upp 237 starfsmönnum í dag en það er nær helmingur starfsfólks fyrirtækisins. Forstjórinn segir það varúðarráðstöfun. Hagfræðingar í greiningardeildum bankanna segja að það sé mikilvægt að eyða óvissu um framtíð WOW air sem fyrst. 29. nóvember 2018 20:15 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Annars vegar var ljóst að skilyrðin yrðu ekki uppfyllt og hins vegar teiknaðist upp sú staða að það var töluvert meiri áhætta en menn töldu þegar þeir lögðu af stað. Þegar þetta tvennt lagðist saman þá var niðurstaðan augljós,“ segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, í samtali við Fréttablaðið. Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á WOW air en Icelandair greindi frá því fyrr í vikunni að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningnum, sem var undirritaður 5. nóvember, yrðu uppfylltir fyrir hluthafafund félagsins sem haldinn verður í dag. Aðspurður segir Úlfar að einhugur hafi verið á meðal stjórnarmanna Icelandair um ákvörðunina. „Við sáum fram á að fyrirvararnir yrðu ekki uppfylltir og þurftum því að komast til enda í þessu máli. Við erum að reka Icelandair og þurfum að sinna því. Fyrst og síðast þurfum við að hugsa um hagsmuni félagsins,“ segir Úlfar en á meðal fyrirvaranna var áreiðanleikakönnun sem var framkvæmd af Deloitte. „Við höfðum ekki séð áreiðanleikakönnunina sem slíka af því að það var ekki búið að klára hana formlega en við heyrðum atriði úr henni á síðustu dögum.“Ekki búið að semja um afskriftir Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefðu skuldabréfaeigendur WOW air getað þurft að samþykkja tugprósenta afskriftir af höfuðstól sínum til að kaup Icelandair á WOW air næðu fram að ganga. Úlfar segist ekki vita hvernig viðræðum á milli skuldabréfaeigenda og WOW um afskriftir hafi miðað. „Það var algjörlega á forræði WOW air og við vitum ekki stöðuna á því. Við vitum bara að það var ekki búið að klára það,“ segir Úlfar og Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, hafði sömu sögu að segja í samtali við Fréttablaðið. „Nei, það var ekki komið á hreint,“ sagði Bogi. Eins var ekki komið á hreint hversu stóran hlut Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, fengi í Icelandair en samkvæmt kaupsamningnum gat Skúli fengið á bilinu 1,8 til 6,6 prósent hlutafjár í Icelandair. Það réðist af niðurstöðu áreiðanleikakönnunarinnar. „Það var heldur ekki komin niðurstaða í það enda hluti af heildarmyndinni. Þess vegna vorum við að miða við það að endanleg niðurstaða gæti ráðist á föstudagsmorgni en síðan var þessi sameiginlega ákvörðun tekin af því að staðan á fyrirvörunum var með þeim hætti sem hún er,“ segir Úlfar.Lítil áhrif á hótelsöluna Icelandair hóf nýlega formlegt söluferli á dótturfélagi sínu, Icelandair Hotels, en stefnt er að því að ljúka sölunni á fyrsta fjórðungi næsta árs. Aðspurður segir Úlfar að vissulega hafi verið rætt innan fyrirtækisins hver áhrifin yrðu ef allt fer á versta veg hjá WOW air. „Hver sem niðurstaðan verður með WOW air þá verða einver áhrif til skemmri tíma en til lengri tíma eru þau minni og það liggur alveg ljóst fyrir að þeir aðilar sem hafa verið að skoða hótelin eru ekki að velta fyrir sér næstu mánuðum heldur næstu árum og áratugum. Þetta er stór fjárfesting.“ Þá þvertekur Úlfar fyrir að Icelandair hafi komið upplýsingum varðandi fjárhagsstöðu WOW air á framfæri við Samgöngustofu eins og fullyrt var við Fréttablaðið. „Samgöngustofa hefur aðgang að öllum upplýsingum sem hún þarf með beinum hætti þannig að hún þarf ekki milligöngu Icelandair eða nokkurs annars til að fá upplýsingar,“ sagði Úlfar. Fréttablaðið spurði Boga Nils sömu spurninga og hann svaraði í svipuðum dúr. „Ég held að Samgöngustofa sé í sambandi við flugrekendur og geti kallað eftir gögnum en Samgöngustofa myndi aldrei kalla eftir gögnum frá þriðja aðila. Samgöngustofa er í beinu sambandi við WOW air með þeirra mál alveg eins og hún er í beinu sambandi við okkur um okkar mál,“ sagði Bogi Nils.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Tengdar fréttir Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18 Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Bjartsýnn á að önnur flugfélög fylli í skarðið Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segist bjartsýnn á að höggið á efnahagslífið við mögulegt brotthvarf félagsins yrði viðráðanlegt og að ferðaþjónustan og hagkerfið myndu rétta úr kútnum fyrr en seinna. 30. nóvember 2018 06:15 Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30 Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Þá segir Skúli fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. 29. nóvember 2018 11:04 Mikilvægt að eyða óvissu því WOW air flytur fjóra af hverjum tíu farþegum Airport Associates sem þjónustar WOW air sagði upp 237 starfsmönnum í dag en það er nær helmingur starfsfólks fyrirtækisins. Forstjórinn segir það varúðarráðstöfun. Hagfræðingar í greiningardeildum bankanna segja að það sé mikilvægt að eyða óvissu um framtíð WOW air sem fyrst. 29. nóvember 2018 20:15 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18
Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
Bjartsýnn á að önnur flugfélög fylli í skarðið Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segist bjartsýnn á að höggið á efnahagslífið við mögulegt brotthvarf félagsins yrði viðráðanlegt og að ferðaþjónustan og hagkerfið myndu rétta úr kútnum fyrr en seinna. 30. nóvember 2018 06:15
Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30
Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Þá segir Skúli fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. 29. nóvember 2018 11:04
Mikilvægt að eyða óvissu því WOW air flytur fjóra af hverjum tíu farþegum Airport Associates sem þjónustar WOW air sagði upp 237 starfsmönnum í dag en það er nær helmingur starfsfólks fyrirtækisins. Forstjórinn segir það varúðarráðstöfun. Hagfræðingar í greiningardeildum bankanna segja að það sé mikilvægt að eyða óvissu um framtíð WOW air sem fyrst. 29. nóvember 2018 20:15