Aron Rafn búinn að jafna sig á botnlangakastinu og spilar í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2018 13:00 Aron Rafn í leik með ÍBV síðasta vetur. vísir/ernir Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er kominn á ról og byrjaður að æfa en botnlanginn var tekinn úr honum fyrir um mánuði síðan. „Þetta er allt á réttri leið. Ég er búinn að ná tveimur æfingum og er í fyrsta skipti í hóp í kvöld síðan undir lok síðasta mánuðar,“ segir Aron Rafn, sem spilar með Hamburg í Þýskalandi, en síðasti handboltaleikur hans var með íslenska landsliðinu í Tyrklandi í lok október. Þá var hann þegar orðinn veikur. „Það kom hola í botnlangann á mér og ég hafði verið að drepast í maganum í tvær vikur áður en ég fór til móts við landsliðið. Eftir að ég kom heim hafði ég fengið nóg af verkjum og hafði samband við lækninn í Hamburg. Hann sendir mig beint upp á spítala og segist vera viss um að það sé eitthvað að botnlanganum. Það reyndist vera rétt og botnlanginn var tekinn úr mér samdægurs. Ég er því botnlaus núna.“ Aron þakkar fyrir að botnlanginn hafi ekki sprungið á meðan hann var á flugi og að vera kominn í stand þegar stutt er í stórmót. Það hefur gengið á ýmsu síðan hann gekk í raðir þýska liðsins síðasta sumar. „Ég fékk heilahristing í æfingaleik gegn Vardar á undirbúningstímabilinu. Ég missti þar af leiðandi af fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Þetta hefur því verið skrítinn vetur hér í Þýskalandi,“ segir Aron Rafn en hann stefnir á að komast í íslenska landsliðið fyrir HM í janúar. „Það vantar eðlilega aðeins upp á leikformið en það kemur fljótt. Ég stefni á að komast með landsliðinu á HM. Vonandi verð ég ekki fyrir öðrum skrítnum meiðslum sem koma í veg fyrir það.“ Handbolti Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Haukar - ÍR | Hörkuslagur á Ásvöllum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er kominn á ról og byrjaður að æfa en botnlanginn var tekinn úr honum fyrir um mánuði síðan. „Þetta er allt á réttri leið. Ég er búinn að ná tveimur æfingum og er í fyrsta skipti í hóp í kvöld síðan undir lok síðasta mánuðar,“ segir Aron Rafn, sem spilar með Hamburg í Þýskalandi, en síðasti handboltaleikur hans var með íslenska landsliðinu í Tyrklandi í lok október. Þá var hann þegar orðinn veikur. „Það kom hola í botnlangann á mér og ég hafði verið að drepast í maganum í tvær vikur áður en ég fór til móts við landsliðið. Eftir að ég kom heim hafði ég fengið nóg af verkjum og hafði samband við lækninn í Hamburg. Hann sendir mig beint upp á spítala og segist vera viss um að það sé eitthvað að botnlanganum. Það reyndist vera rétt og botnlanginn var tekinn úr mér samdægurs. Ég er því botnlaus núna.“ Aron þakkar fyrir að botnlanginn hafi ekki sprungið á meðan hann var á flugi og að vera kominn í stand þegar stutt er í stórmót. Það hefur gengið á ýmsu síðan hann gekk í raðir þýska liðsins síðasta sumar. „Ég fékk heilahristing í æfingaleik gegn Vardar á undirbúningstímabilinu. Ég missti þar af leiðandi af fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Þetta hefur því verið skrítinn vetur hér í Þýskalandi,“ segir Aron Rafn en hann stefnir á að komast í íslenska landsliðið fyrir HM í janúar. „Það vantar eðlilega aðeins upp á leikformið en það kemur fljótt. Ég stefni á að komast með landsliðinu á HM. Vonandi verð ég ekki fyrir öðrum skrítnum meiðslum sem koma í veg fyrir það.“
Handbolti Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Haukar - ÍR | Hörkuslagur á Ásvöllum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti