Serbar unnu öruggan sjö marka sigur á Pólverjum í fyrsta leik A-riðils á Evrópumeistaramótinu í handbolta kvenna í Frakklandi í dag.
Katarina Krpez Slezak átti stórleik í liði Serba og skoraði 11 mörk í 33-26 sigri. Pólverjar höfðu verið einu marki yfir í hálfleik 13-14.
Næstmarkahæstar í liði Serba voru Jovana Stoiljkovic og Jelena Lavko með fimm mörk. Í liði Pólverja var Karolina Kudlacz-Gloc markahæst með sex mörk.
Með Serbum og Pólverjum í A-riðli eru Danir og Svíar sem eigast við seinna í kvöld.
