Rúmlega fjögurra milljarða króna tap á rekstri Wow air Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2018 22:37 Wow air birti uppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Þar má sjá hversu róður félagsins hefur þyngst frá því í fyrra. vísir/Anton Brink Tap upp á 4,1 milljarða króna (33,6 milljónir dollara) varð á rekstri flugfélagsins Wow air á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Afkoma félagsins versnaði verulega frá sama tímabili í fyrra samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í kvöld. Tekjur Wow air jukust um 31% frá janúar til september. Tapið það sem af er ári er hins vegar 145% af tapi síðasta árs. EBITDA félagsins fór einnig úr því að vera jákvæð um 8,8 milljónir dollara fyrstu níu mánuði síðasta árs í að vera neikvæð um 18,9 milljónir nú, um 2,3 milljarða íslenskra króna. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins var 7% við lok fyrstu þriggja ársfjórðunga. Í tilkynningu sem Wow air birti á vefsíðu sinni í kvöld kemur fram að staða félagsins hafi versnað frá skuldabréfaútboði sem það hélt í september. Félagið vinni nú að langtímafjármögnun sinni. Fyrirhuguð kaup Icelandair á Wow air fóru út um þúfur í gær en sama dag var tilkynnt um að bandaríski eignastýringarsjóðurinn Indigo Partners sem frumkvöðull í lágfargjaldaflugfélögum stofnaði ætlaði sér að fjárfesta í fyrirtækinu. Wow air kennir neikvæðri umfjöllun um fjárhagslega heilsu fyrirtækisins meðal annars um að afkoma þess hafi versnað. Hækkandi eldsneytisverð hafi einnig sett aukinn þrýsting á félagið.Skúli Mogensen fór yfir samkomulagið við Indigo Partners og atburði síðustu vikna í viðtali sem birtist á Vísi fyrr í dag sem sjá má hér fyrir neðan. WOW Air Tengdar fréttir Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Tap upp á 4,1 milljarða króna (33,6 milljónir dollara) varð á rekstri flugfélagsins Wow air á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Afkoma félagsins versnaði verulega frá sama tímabili í fyrra samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í kvöld. Tekjur Wow air jukust um 31% frá janúar til september. Tapið það sem af er ári er hins vegar 145% af tapi síðasta árs. EBITDA félagsins fór einnig úr því að vera jákvæð um 8,8 milljónir dollara fyrstu níu mánuði síðasta árs í að vera neikvæð um 18,9 milljónir nú, um 2,3 milljarða íslenskra króna. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins var 7% við lok fyrstu þriggja ársfjórðunga. Í tilkynningu sem Wow air birti á vefsíðu sinni í kvöld kemur fram að staða félagsins hafi versnað frá skuldabréfaútboði sem það hélt í september. Félagið vinni nú að langtímafjármögnun sinni. Fyrirhuguð kaup Icelandair á Wow air fóru út um þúfur í gær en sama dag var tilkynnt um að bandaríski eignastýringarsjóðurinn Indigo Partners sem frumkvöðull í lágfargjaldaflugfélögum stofnaði ætlaði sér að fjárfesta í fyrirtækinu. Wow air kennir neikvæðri umfjöllun um fjárhagslega heilsu fyrirtækisins meðal annars um að afkoma þess hafi versnað. Hækkandi eldsneytisverð hafi einnig sett aukinn þrýsting á félagið.Skúli Mogensen fór yfir samkomulagið við Indigo Partners og atburði síðustu vikna í viðtali sem birtist á Vísi fyrr í dag sem sjá má hér fyrir neðan.
WOW Air Tengdar fréttir Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34
Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45
WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30