Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. Þetta sagði Michel Barnier, sem leiðir samninganefnd sambandsins, á blaðamannafundi í gær. Barnier var þá nýbúinn að kynna fulltrúum hinna ESB-ríkjanna drögin.
„Við stöndum á afar mikilvægum tímapunkti í þessu ferli. Það ætti enginn að missa sjónar á þeim árangri sem hefur náðst í Brussel og Lundúnum,“ sagði Barnier.
Theresa May, breski forsætisráðherrann, hélt sjálf ræðu á ráðstefnu breskra iðnjöfra í Lundúnum og lofaði þar að standa með samkomulagi sínu þrátt fyrir hótanir samflokksmanna um vantraust. Samkvæmt Reuters tóku ráðstefnugestir almennt vel í ræðuna en voru ósáttir við alla þá ringulreið sem hefur ríkt vegna málsins undanfarna daga.
Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið

Tengdar fréttir

Theresa May segir það muni lítt stoða að skipta sér út
Að skipta um hest í miðri á mun ekki gera útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB) auðveldari. Þetta segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins.

Erfið vika framundan hjá May
May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu
Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni.